Ruslakjafturinn umdeildi, Colby Covington, getur farið fram á titilbardaga í veltivigt UFC fljótlega ef hann heldur áfram á sömu braut.
Hann er búinn að vinna fimm bardaga í röð og sigrar gegn hinum sterku Dong Hyun Kim og Demian Maia hafa skotið honum upp styrkleikalista UFC.
Covington er nú kominn upp í þriðja sætið á styrkleikalistanum og fer upp um fjögur sæti á listanum. Það er ekki langt síðan hann komst fyrst inn á lista og flugið á honum mikið.
Demian Maia er að sama skapi fallinn niður í fimmta sætið. Gunnar Nelson er í þrettánda sæti listans rétt eins og hann var síðast er listi var gefinn út.
