Vill endurskoða fyrirkomulag veiðigjalda Gunnar Atli Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 23. apríl 2017 15:22 Áform HB Granda um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi hafa dregið fram veikleika í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Mikilvægt sé að endurskoða fyrirkomulag við álagningu veiðigjalda.HB Grandi tilkynnti í lok mars að það hygðist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og sagði helstu ástæðurnar vera styrkingu krónunnar og að hafnaraðstaðan á Akranesi gerði fyrirtækinu erfitt fyrir. Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, segir vonir standa til þess að HB Grandi sjái hag sinn í því að halda starfseminni á Akranesi áfram, enda nauðsynleg fyrir sveitarfélagið. „En þetta hefur dregið fram veikleika sem að við þekkjum og höfum vitað af í mörg ár. Sem er að þrátt fyrir að okkur hafi gengið ágætlega að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar og að nýta hana á arðbæran hátt, þá hefur okkur gengið ver að stuðla að því að treysta atvinnu og byggð í landinu,“ segir Teitur. „Það þyrfti að mínu mati að horfa til þess að þegar að við erum með kerfi sem miðar að þessum þremur markmiðum: Sjálfbærni, arðsemi og að treysta atvinnulífið í landinu, þá er að mínu mati ótækt að ganga svo hart fram við innheimtu veiðigjalda að það geti kippt rekstrargrundvelli undan útgerðarfyrirtækjum og fiskvinnslum hringinn í kringum landið. Það verður að vera í þessu eðlilegt og sanngjarnt jafnvægi.“Ertu þá að kalla eftir lægri veiðigjöldum? „Ég er að kalla eftir því að veiðigjöld verði lögð á með skynsamari hætti en þau eru núna.“ Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda bitni sérstaklega illa á minni útgerðarfyrirtækjum. „Þó svo að stærri fyrirtæki eins og HB Grandi eða Samherji geti vel ráðið við þessar álögur, þá kemur þetta niður á minni fyrirtækjum í byggðarlögum sem byggja meira og minna eingöngu á sjávarútvegi. Þetta kemur verst niður á þeim fyrirtækjum,“ segir Teitur Björn Einarsson. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Áform HB Granda um að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi hafa dregið fram veikleika í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Þetta segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. Mikilvægt sé að endurskoða fyrirkomulag við álagningu veiðigjalda.HB Grandi tilkynnti í lok mars að það hygðist láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og sagði helstu ástæðurnar vera styrkingu krónunnar og að hafnaraðstaðan á Akranesi gerði fyrirtækinu erfitt fyrir. Á Akranesi starfa nú um 270 starfsmenn innan samstæðu HB Granda, þar af starfa 93 við botnfiskvinnsluna. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi, segir vonir standa til þess að HB Grandi sjái hag sinn í því að halda starfseminni á Akranesi áfram, enda nauðsynleg fyrir sveitarfélagið. „En þetta hefur dregið fram veikleika sem að við þekkjum og höfum vitað af í mörg ár. Sem er að þrátt fyrir að okkur hafi gengið ágætlega að stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar og að nýta hana á arðbæran hátt, þá hefur okkur gengið ver að stuðla að því að treysta atvinnu og byggð í landinu,“ segir Teitur. „Það þyrfti að mínu mati að horfa til þess að þegar að við erum með kerfi sem miðar að þessum þremur markmiðum: Sjálfbærni, arðsemi og að treysta atvinnulífið í landinu, þá er að mínu mati ótækt að ganga svo hart fram við innheimtu veiðigjalda að það geti kippt rekstrargrundvelli undan útgerðarfyrirtækjum og fiskvinnslum hringinn í kringum landið. Það verður að vera í þessu eðlilegt og sanngjarnt jafnvægi.“Ertu þá að kalla eftir lægri veiðigjöldum? „Ég er að kalla eftir því að veiðigjöld verði lögð á með skynsamari hætti en þau eru núna.“ Núverandi fyrirkomulag veiðigjalda bitni sérstaklega illa á minni útgerðarfyrirtækjum. „Þó svo að stærri fyrirtæki eins og HB Grandi eða Samherji geti vel ráðið við þessar álögur, þá kemur þetta niður á minni fyrirtækjum í byggðarlögum sem byggja meira og minna eingöngu á sjávarútvegi. Þetta kemur verst niður á þeim fyrirtækjum,“ segir Teitur Björn Einarsson.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira