Þau kveðja ráðherrastólana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2017 14:03 Þorgerður Katrín kvaddi bílstjóra sinn með virktum áður en hún hélt á síðasta ríkisráðsfund sinn sem ráðherra. Vísir/Ernir Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Ráðherrar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar auk Jóns Gunnarssonar úr röðum Sjálfstæðisflokksins mættu á sinn síðasta ríkisráðsfund á Bessastöðum klukkan 13:30 í dag. Eftir tæplega ár í embætti sem ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar verða þau almennir þingmenn eða hverfa af þingi.Björt Ólafsdóttir er nýkjörin formaður Bjartrar framtíðar. Hún hverfur af þingi.Vísir/ErnirBjört Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfisráðherra, hafði á orði þegar hún mætti á Bessastaði að ýmislegt í stjórnarsáttmálanum væri komið úr sáttmála fyrri ríkisstjórnar. Benedikt Jóhannesson, fráfarandi fjármálaráðherra, sagði að margt úr fyrri sáttmála væri „stolið“.Þorsteinn Víglundsson verður áfram þingmaður Viðreisnar en nú í stjórnarandstöðu.Vísir/ErnirÞorsteinn Víglundsson, fráfarandi félags- og jafnréttismálaráðherra, sagðist sjá á eftir ríkisstjórninni en vona að þeirri nýju myndi farnast vel. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var nýkomin úr líkamsrækt og því með tvær töskur með sér. Hún sagðist voan að Kristján Þór Júlíusson myndi fylgja eftir góðum verkum í ráðuneytinu.Jón Gunnarsson verður óbreyttur þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/ErnirJón Gunnarsson, fráfarandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, missti ráðherraembætti sitt hjá Sjálfstæðisflokknum en ráðherrum flokksins fækkar um einn í nýju samstarfi. Hann vildi bíða með að tjá sig við fjölmiðla þar til eftir fundinn með forseta.Benedikt Jóhannesson náði ekki sæti á Alþingi í kosningunum á dögunum.Vísir/ErnirÞá er Óttar Proppé staddur erlendis og því ekki viðstaddur fundinn. Hann er í Bangladess ásamt fullrúm Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.Ráðherrar í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar að Óttari Proppé frátöldum á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag.Vísir/Ernir
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira