Leigubílstjórastarfið hentar vel með námi og íþróttum Guðný Hrönn skrifar 10. janúar 2017 11:15 Lára Kristín er 22 ára fótboltakona og sálfræðinemi. Hún vinnur fyrir sér með því að keyra leigubíl um helgar. Vísir/Anton Brink Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen starfar sem leigubílstjóri. Lára vekur gjarnan athygli hjá farþegum sínum enda er ekki algengt að setjast upp í leigubíl og á móti manni tekur ung stelpa. Lára segir starfið vera afar skemmtilegt og henti vel með námi og íþróttum. „Ég hef nú reyndar ekki ekið lengi,“ segir Lára aðspurð hversu lengi hún hefur starfað sem leigubílstjóri. „Ég tók meiraprófið bara núna í haust og er búin að vera að keyra síðan. Þetta er mjög skemmtilegt, það eru ekki margir sem eru að kaupa það að mér finnist þetta skemmtilegt en ég hef mjög gaman af þessu.“ Lára sér þó ekki fram á að gera þetta að framtíðarstarfi að eigin sögn þó að henni þyki þetta skemmtilegt. En hvernig kom þetta til? „Ég einhvern veginn fór oft niður í bæ og var alltaf sú sem var á bíl. Svo var ég farin að skutla fólki heim, alltaf fleirum og fleirum, og hafði gaman af því. Og þá ákvað ég bara að fara að hagnast á því og skellti mér í meiraprófið,“ segir Lára sem er í sálfræðinámi samhliða því að starfa sem leigubílstjóri og stunda fótbolta með Stjörnunni. Hún segir leigubílstjórastarfið henta vel með námi. „Já, að mínu mati hentar þetta vel. Þetta er frjálst starf og maður getur ráðið sér sjálfri. Ég vinn um helgar og ræð hvernig ég keyri þannig að ég þarf ekkert að vera alveg frá átta til átta á næturnar. Ég skipulegg vinnuna bara í takt við hversu mikið er að gera.“ Lára kveðst ekki hafa neinn áhuga á bílum en henni þykir gaman að rúnta. „Ég hef engan áhuga á bílum sko, en mér finnst gaman að keyra. Ég er líka mikil tónlistaráhugakona og mér finnst gaman að finna góða tónlist og keyra um. Þannig að já, mér finnst gaman að keyra en ég hef engan áhuga á bílum!“„Maður hefur alveg lent í einhverju tæpu“Lára vekur gjarnan athygli hjá farþegum sínum og fólk er forvitið, „Já, fólk er áhugasamt og maður spjallar við flesta. Maður nær að kynnast fullt af fólki sem er alltaf gaman. En maður hefur líka lent í einhverjum minna skemmtilegum atvikum, sem fylgir því kannski að vera ung ljóshærð stelpa. Maður hefur alveg lent í einhverju tæpu en kannski minna en flestir búast við. Þá þarf maður að vera með bein í nefinu, en ég hef ekki lent í neinu lífshættulegu.“En hvað segja vinir og fjölskylda? „Foreldrarnir eru kannski með smá áhyggjur. En ég reyni bara að sannfæra þau um að þetta sé kannski ekki eins hættulegt og maður býst við í upphafi.“ Eins og áður sagði vinnur Lára um helgar en henni finnst hún ekki vera að missa af neinu þó að hún sé að vinna þegar margir aðrir eru að sletta úr klaufunum. „Nei, alls ekki. Ég er bara vön því að „missa af“. Maður tekur íþróttirnar fram yfir allt þannig að það er ekki eins og maður sé niðri í bæ að djamma hvort sem er. Í þessu starfi fæ ég bara smjörþefinn af því að djamma án þess að drekka áfengi. Ég hef nefnilega alveg gaman af djamminu og gaman af því að vera í kringum drukkið fólk, ég skemmti mér konunglega,“ segir Lára sem þykir alls ekkert krefjandi að umgangast fullt fólk þegar hún sjálf er edrú. „Nei, bara skemmtilegt. Ég hef næga þolinmæði.“ Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Fótboltakonan Lára Kristín Pedersen starfar sem leigubílstjóri. Lára vekur gjarnan athygli hjá farþegum sínum enda er ekki algengt að setjast upp í leigubíl og á móti manni tekur ung stelpa. Lára segir starfið vera afar skemmtilegt og henti vel með námi og íþróttum. „Ég hef nú reyndar ekki ekið lengi,“ segir Lára aðspurð hversu lengi hún hefur starfað sem leigubílstjóri. „Ég tók meiraprófið bara núna í haust og er búin að vera að keyra síðan. Þetta er mjög skemmtilegt, það eru ekki margir sem eru að kaupa það að mér finnist þetta skemmtilegt en ég hef mjög gaman af þessu.“ Lára sér þó ekki fram á að gera þetta að framtíðarstarfi að eigin sögn þó að henni þyki þetta skemmtilegt. En hvernig kom þetta til? „Ég einhvern veginn fór oft niður í bæ og var alltaf sú sem var á bíl. Svo var ég farin að skutla fólki heim, alltaf fleirum og fleirum, og hafði gaman af því. Og þá ákvað ég bara að fara að hagnast á því og skellti mér í meiraprófið,“ segir Lára sem er í sálfræðinámi samhliða því að starfa sem leigubílstjóri og stunda fótbolta með Stjörnunni. Hún segir leigubílstjórastarfið henta vel með námi. „Já, að mínu mati hentar þetta vel. Þetta er frjálst starf og maður getur ráðið sér sjálfri. Ég vinn um helgar og ræð hvernig ég keyri þannig að ég þarf ekkert að vera alveg frá átta til átta á næturnar. Ég skipulegg vinnuna bara í takt við hversu mikið er að gera.“ Lára kveðst ekki hafa neinn áhuga á bílum en henni þykir gaman að rúnta. „Ég hef engan áhuga á bílum sko, en mér finnst gaman að keyra. Ég er líka mikil tónlistaráhugakona og mér finnst gaman að finna góða tónlist og keyra um. Þannig að já, mér finnst gaman að keyra en ég hef engan áhuga á bílum!“„Maður hefur alveg lent í einhverju tæpu“Lára vekur gjarnan athygli hjá farþegum sínum og fólk er forvitið, „Já, fólk er áhugasamt og maður spjallar við flesta. Maður nær að kynnast fullt af fólki sem er alltaf gaman. En maður hefur líka lent í einhverjum minna skemmtilegum atvikum, sem fylgir því kannski að vera ung ljóshærð stelpa. Maður hefur alveg lent í einhverju tæpu en kannski minna en flestir búast við. Þá þarf maður að vera með bein í nefinu, en ég hef ekki lent í neinu lífshættulegu.“En hvað segja vinir og fjölskylda? „Foreldrarnir eru kannski með smá áhyggjur. En ég reyni bara að sannfæra þau um að þetta sé kannski ekki eins hættulegt og maður býst við í upphafi.“ Eins og áður sagði vinnur Lára um helgar en henni finnst hún ekki vera að missa af neinu þó að hún sé að vinna þegar margir aðrir eru að sletta úr klaufunum. „Nei, alls ekki. Ég er bara vön því að „missa af“. Maður tekur íþróttirnar fram yfir allt þannig að það er ekki eins og maður sé niðri í bæ að djamma hvort sem er. Í þessu starfi fæ ég bara smjörþefinn af því að djamma án þess að drekka áfengi. Ég hef nefnilega alveg gaman af djamminu og gaman af því að vera í kringum drukkið fólk, ég skemmti mér konunglega,“ segir Lára sem þykir alls ekkert krefjandi að umgangast fullt fólk þegar hún sjálf er edrú. „Nei, bara skemmtilegt. Ég hef næga þolinmæði.“
Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira