Sport

Conor gerði allt vitlaust í Las Vegas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Conor McGregor hittir stuðningsmenn í nótt.
Conor McGregor hittir stuðningsmenn í nótt. Vísir/AFP
Fyrsti opinberi viðburðurinn fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather fór fram í Las Vegas í nótt en þá komu bardagakappanir báðir til Las Vegas til að hitta aðdáendur og fjölmiðla.

Mayweather hefur aldrei tapað bardaga á ferlinum en var heldur fálega tekið. Púað var á hann og hafði hann lítil sem engin samskipti við aðdéndur.

McGregor var hins vegar gríðarlega vel fagnað og gerði hann allt sem hann gat til að taka í hendur stuðningsmanna, þrátt fyrir mikla öryggisgæslu á svæðinu.

Hann sagði að hann yrði „rólegur og svalur“ þegar bardaginn myndi hefjast á laugardag. Hann þyrfti enn fremur að svæfa Mayweather.

„Hann mun vakna betri maður. Þess vegna ætla ég að gera þetta fyrir hann,“ sagði McGregor.

BBC ræddi stuttlega við hann og spurði hvort hann muni koma hnefaleikaheiminum í opna skjöldu eins og hann hefur lofað. „Fyrir þessa stuðningsmenn, ég elska þessa stuðningsmenn,“ svaraði hann.

Ferill McGregor er í blönduðum bardagalistum en hann hefur aldrei barist sem hnefaleikamaður. Bardaginn á aðfaranótt sunnudags verður því hans fyrsti sem slíkur.

Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag en bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

Mayweather hafði hægt um sig.Vísir/AFP
MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×