Samfélagsábyrgð í verki Svavar Halldórsson skrifar 2. nóvember 2017 07:00 Heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt er 291 þúsund tonn kolefnisígilda (CO2) á ári eða sem nemur 28,6 kg á hvert kíló lambakjöts samkvæmt kortlagningu sem sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands unnu nýverið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda. Í skýrslu þeirra eru annars vegar lagðar til aðgerðir til að draga úr losun með minni áburðarnotkun, eldsneytisskiptum o.fl. og hins vegar mótvægisaðgerðir með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Á grundvelli þessa kynntu samtökin á dögunum tímasetta aðgerðaáætlun um fulla kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar árið 2022 sem vonandi verður hluti af umhverfis- og loftslagsstefnu Íslands.Vörslumenn landsins Bændur vinna nú þegar náið með Landgræðslunni að landbótum í gegnum verkefni eins og Bændur græða landið, gæðastýringu í sauðfjárrækt og Kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Á rúmum aldarfjórðungi hafa sauðfjárbændur um allt land grætt upp 50 þúsund hektara lands og 300 þúsund hektarar verið verndaðir fyrir beit. Um 90 prósent bænda hafa stundað uppgræðslu og þeir vilja halda áfram á sömu braut samkvæmt könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda gerðu meðal félagsmanna sinna í sumar. Um 40 prósent hafa ræktað skóg og 60 prósent vilja stunda aukna skógrækt í framtíðinni.Siðlegir búskaparhættir Íslenskur landbúnaður er í algerum sérflokki þegar kemur að litlu umhverfisfótspori og hreinleika afurða. Notkun sýklalyfja er ein sú minnsta í heimi, bændur nota að stórum hluta græna orku, hormónar eru ólöglegir og bann við notkun á erfðabreyttu fóðri í íslenskri sauðfjárrækt var staðfest í fyrra. Að sjálfsögðu liðkar það fyrir sölu að afurðin sé framleidd á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag. En bændur vilja líka sýna samfélagsábyrgð í verki, óháð því hvort það hjálpar til við sölu eður ei. Sauðfjárbændur vilja vera í fararbroddi þegar kemur að siðlegum búskaparháttum og ábyrgri umgengni við náttúruna. Þess vegna verður íslensk sauðfjárrækt kolefnisjöfnuð. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Heildarlosun frá íslenskri sauðfjárrækt er 291 þúsund tonn kolefnisígilda (CO2) á ári eða sem nemur 28,6 kg á hvert kíló lambakjöts samkvæmt kortlagningu sem sérfræðingar Umhverfisráðgjafar Íslands unnu nýverið fyrir Landssamtök sauðfjárbænda. Í skýrslu þeirra eru annars vegar lagðar til aðgerðir til að draga úr losun með minni áburðarnotkun, eldsneytisskiptum o.fl. og hins vegar mótvægisaðgerðir með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Á grundvelli þessa kynntu samtökin á dögunum tímasetta aðgerðaáætlun um fulla kolefnisjöfnun íslenskrar sauðfjárræktar árið 2022 sem vonandi verður hluti af umhverfis- og loftslagsstefnu Íslands.Vörslumenn landsins Bændur vinna nú þegar náið með Landgræðslunni að landbótum í gegnum verkefni eins og Bændur græða landið, gæðastýringu í sauðfjárrækt og Kortlagningu gróðurauðlindarinnar. Á rúmum aldarfjórðungi hafa sauðfjárbændur um allt land grætt upp 50 þúsund hektara lands og 300 þúsund hektarar verið verndaðir fyrir beit. Um 90 prósent bænda hafa stundað uppgræðslu og þeir vilja halda áfram á sömu braut samkvæmt könnun sem Landssamtök sauðfjárbænda gerðu meðal félagsmanna sinna í sumar. Um 40 prósent hafa ræktað skóg og 60 prósent vilja stunda aukna skógrækt í framtíðinni.Siðlegir búskaparhættir Íslenskur landbúnaður er í algerum sérflokki þegar kemur að litlu umhverfisfótspori og hreinleika afurða. Notkun sýklalyfja er ein sú minnsta í heimi, bændur nota að stórum hluta græna orku, hormónar eru ólöglegir og bann við notkun á erfðabreyttu fóðri í íslenskri sauðfjárrækt var staðfest í fyrra. Að sjálfsögðu liðkar það fyrir sölu að afurðin sé framleidd á heilnæman hátt í sátt við náttúru og samfélag. En bændur vilja líka sýna samfélagsábyrgð í verki, óháð því hvort það hjálpar til við sölu eður ei. Sauðfjárbændur vilja vera í fararbroddi þegar kemur að siðlegum búskaparháttum og ábyrgri umgengni við náttúruna. Þess vegna verður íslensk sauðfjárrækt kolefnisjöfnuð. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar