Erlent

Gekk afslappaður inn í verslun og skaut þrjá til bana

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið afslappaður inn í verslunina og hafa skotið á fólk af handahófi.
Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið afslappaður inn í verslunina og hafa skotið á fólk af handahófi. Vísir/Getty
Þrír voru myrtir í skotárás í Walmart-verslun í Denver í gærkvöldi. Árásarmaðurinn er sagður hafa gengið afslappaður inn í verslunina og hafa skotið á fólk af handahófi. Tveir karlar og ein kona dóu í árásinni en maðurinn flúði af vettvangi. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um árásina.

Lögreglan í Thornton segir að þeir hafi borið kennsl á hinn 47 ára gamla Scott Ostrem á upptökum úr öryggisvélum verslunarinnar. Hann var handtekinn fjórtán klukkustundum eftir morðin.

Talsmaður lögreglunnar sagði í gærkvöldi að útlit væri fyrir að morðin hefðu verið framin af handahófi og að ekki væri um hryðjuverkaárás að ræða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.



Talsmaðurinn, Victor Avila, lýsti einnig því sem vitni höfðu séð.

„Hann gekk afslappaður inn um aðalinngang verslunarinnar, lyfti byssunni hóf skothríðina.“ Síðan mun Ostrem hafa gengið hinn rólegasti út úr versluninni.

Lögreglan bað um aðstoð almennings við að bera kennsl á Ostrem.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×