Rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna ekki verið betri síðan 2007 Rósa Júlía Steinþórsdóttir og Elvar Orri Hreinsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Íslensk sveitarfélög eru 74 talsins og hefur þeim fækkað um meira en helming í kjölfar sameininga frá árinu 1990. Starfsemi sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Undir A-hluta falla lögbundin verkefni ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem að hluta til eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Dæmi um slík verkefni eru rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta og málefni fatlaðra. Í B-hluta eru fyrirtæki/stofnanir sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, eða eru að meirihluta á ábyrgð þess og rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Fyrirtæki/stofnanir í B-hluta eru að mestu eða öllu leyti fjármagnaðar með þjónustugjöldum. Dæmi um fyrirtæki í B-hluta eru hafnarsjóður, vatnsveita, rafveita, hitaveita, fráveita og sorphirða. Í nýútgefinni skýrslu okkar um sveitarfélögin [EOH1] kemur fram að tekjur A- og B-hluta starfsemi sveitarfélaga námu 371 ma.kr., og jukust um 8% á árinu 2016. Hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007. Gjöld A- og B-hluta námu 326 mö.kr. og jukust um 0,2% á árinu 2016. Þar sem að tekjur jukust hlutfallslega meira (8%) en gjöld (0,2%) batnaði rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagns- og óreglulega liði umtalsvert og hækkaði úr tæpum 18 mö.kr. í rúma 45 ma.kr., eða um 152%. Rekstrarreikningur sveitarfélaganna litaðist talsvert af hækkandi launakostnaði og lífeyrisskuldbindingum á árunum 2014 og 2015 vegna kjarasamninga og breyttra forsenda varðandi dánar- og lífslíkur. Á árinu 2016 hækkuðu laun og launatengd gjöld ásamt lífeyrisskuldbindingum minna. Veldur þetta, ásamt miklum tekjuvexti, því að rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna fyrir fjármagns- og óreglulega liði batnar með fyrrgreindum hætti á árinu 2016. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta að teknu tilliti til fjármagns- og óreglulegra liða nam 46,4 mö.kr. á árinu 2016 og batnaði um 48,6 ma.kr. frá árinu 2015 þegar hún var -2 ma.kr. Skýringin felst m.a. í lægri fjármagnsgjöldum á árinu 2016 m.a. sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis. Einnig jukust tekjur vegna óreglulegra liða umtalsvert á milli áranna. Heildarskuldir sveitarfélaganna námu rúmum 569 mö.kr. á árinu 2016 og lækkuðu um 3,3% frá árinu 2015. Hafa sveitarfélögin lækkað langtímaskuldir sínar um rúma 174 ma.kr. frá því að þær stóðu hæst árið 2009. Góð rekstrarniðurstaða og lækkun skulda á árinu 2016 leiðir til þess að rúmlega 98% sveitarfélaga stóðu undir skuldsetningu ársins 2016 þegar horft er til A- og B-hluta, sem er betri niðurstaða en á árinu 2015 þegar hlutfallið nam 90%. Jafnmörg sveitarfélög stóðu undir skuldsetningu ársins 2016 þegar A-hluti er skoðaður, eða rúmlega 98%. Er það talsvert betri niðurstaða en á árinu 2015 þegar hlutfallið nam 77%. Það er ánægjulegt að sjá jákvæða rekstrarniðurstöðu sveitarfélaganna fyrir árið 2016. Lægri skuldsetning og hagfelldari rekstrarniðurstaða veldur því að flest öll sveitarfélög standa vel undir núverandi skuldsetningu. Þá skapar lægri skuldsetning og jákvæð rekstrarniðurstaða einnig svigrúm fyrir frekari innviðafjárfestingu og þar með aukna þjónustu við íbúa sveitarfélaganna.Elvar Orri Hreinsson er sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka og Rósa Júlía Steinþórsdóttir er viðskiptastjóri sveitarfélaga hjá fyrirtækjum og fjárfestum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ættarnöfn eru annað mál Algeng eftirnöfn eins og t.d. Hallgrímsdóttir og Sigfússon eru yfirleitt ekki fýsileg rímorð í skáldskap og eru þar sjaldgæf eftir því. Innlend og erlend ættarnöfn eru annað mál. 29. júní 2017 07:00 Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Íslensk sveitarfélög eru 74 talsins og hefur þeim fækkað um meira en helming í kjölfar sameininga frá árinu 1990. Starfsemi sveitarfélaga er skipt í A- og B-hluta. Undir A-hluta falla lögbundin verkefni ásamt öðrum tilfallandi verkefnum sem að hluta til eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Dæmi um slík verkefni eru rekstur leikskóla og grunnskóla, staðbundin félagsþjónusta og málefni fatlaðra. Í B-hluta eru fyrirtæki/stofnanir sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, eða eru að meirihluta á ábyrgð þess og rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Fyrirtæki/stofnanir í B-hluta eru að mestu eða öllu leyti fjármagnaðar með þjónustugjöldum. Dæmi um fyrirtæki í B-hluta eru hafnarsjóður, vatnsveita, rafveita, hitaveita, fráveita og sorphirða. Í nýútgefinni skýrslu okkar um sveitarfélögin [EOH1] kemur fram að tekjur A- og B-hluta starfsemi sveitarfélaga námu 371 ma.kr., og jukust um 8% á árinu 2016. Hefur tekjuvöxtur samstæðu sveitarfélaganna ekki verið eins hraður frá árinu 2007. Gjöld A- og B-hluta námu 326 mö.kr. og jukust um 0,2% á árinu 2016. Þar sem að tekjur jukust hlutfallslega meira (8%) en gjöld (0,2%) batnaði rekstrarniðurstaða samstæðunnar fyrir fjármagns- og óreglulega liði umtalsvert og hækkaði úr tæpum 18 mö.kr. í rúma 45 ma.kr., eða um 152%. Rekstrarreikningur sveitarfélaganna litaðist talsvert af hækkandi launakostnaði og lífeyrisskuldbindingum á árunum 2014 og 2015 vegna kjarasamninga og breyttra forsenda varðandi dánar- og lífslíkur. Á árinu 2016 hækkuðu laun og launatengd gjöld ásamt lífeyrisskuldbindingum minna. Veldur þetta, ásamt miklum tekjuvexti, því að rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna fyrir fjármagns- og óreglulega liði batnar með fyrrgreindum hætti á árinu 2016. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta að teknu tilliti til fjármagns- og óreglulegra liða nam 46,4 mö.kr. á árinu 2016 og batnaði um 48,6 ma.kr. frá árinu 2015 þegar hún var -2 ma.kr. Skýringin felst m.a. í lægri fjármagnsgjöldum á árinu 2016 m.a. sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis. Einnig jukust tekjur vegna óreglulegra liða umtalsvert á milli áranna. Heildarskuldir sveitarfélaganna námu rúmum 569 mö.kr. á árinu 2016 og lækkuðu um 3,3% frá árinu 2015. Hafa sveitarfélögin lækkað langtímaskuldir sínar um rúma 174 ma.kr. frá því að þær stóðu hæst árið 2009. Góð rekstrarniðurstaða og lækkun skulda á árinu 2016 leiðir til þess að rúmlega 98% sveitarfélaga stóðu undir skuldsetningu ársins 2016 þegar horft er til A- og B-hluta, sem er betri niðurstaða en á árinu 2015 þegar hlutfallið nam 90%. Jafnmörg sveitarfélög stóðu undir skuldsetningu ársins 2016 þegar A-hluti er skoðaður, eða rúmlega 98%. Er það talsvert betri niðurstaða en á árinu 2015 þegar hlutfallið nam 77%. Það er ánægjulegt að sjá jákvæða rekstrarniðurstöðu sveitarfélaganna fyrir árið 2016. Lægri skuldsetning og hagfelldari rekstrarniðurstaða veldur því að flest öll sveitarfélög standa vel undir núverandi skuldsetningu. Þá skapar lægri skuldsetning og jákvæð rekstrarniðurstaða einnig svigrúm fyrir frekari innviðafjárfestingu og þar með aukna þjónustu við íbúa sveitarfélaganna.Elvar Orri Hreinsson er sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka og Rósa Júlía Steinþórsdóttir er viðskiptastjóri sveitarfélaga hjá fyrirtækjum og fjárfestum
Ættarnöfn eru annað mál Algeng eftirnöfn eins og t.d. Hallgrímsdóttir og Sigfússon eru yfirleitt ekki fýsileg rímorð í skáldskap og eru þar sjaldgæf eftir því. Innlend og erlend ættarnöfn eru annað mál. 29. júní 2017 07:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun