Lífið kynningar

Kynferðisofbeldi gegn konum – hvað getum við karlar gert?

Hjálmar Gunnar Sigmarsson
.
.

Stígamót hafa alla tíð lagt mikla áherslu á umræðuna um ofbeldismenn, enda snýst allt starf Stígamóta um afleiðingar gerða þeirra.

Við karlmenn erum í lykilhlutverki til þess að takast á við nauðgunarmenningu og það hvernig þessi menning réttlætir ofbeldi og gerir ofbeldismönnum kleift að komast upp með ofbeldisverkin. Byltingar undanfarinna ára hafa sýnt að þeir sem beita ofbeldi eru venjulegir menn – þetta eru vinir, ættingjar, vinnufélagar og áhrifavaldar. Við karlmenn komumst því ekki lengur upp með að segja að ofbeldi komi okkur ekki við og það séu bara örfá skrímsli sem fremji slíka verknaði. Við karlar erum í lykilstöðu til að takast á við þá ofbeldismenn sem við þekkjum.


Við karlmenn erum í lykilhlutverki til þess að takast á við nauðgunarmenningu og það hvernig þessi menning réttlætir ofbeldi og gerir ofbeldismönnum kleift að komast upp með ofbeldisverkin. Byltingar undanfarinna ára hafa sýnt að þeir sem beita ofbeldi eru venjulegir menn – þetta eru vinir, ættingjar, vinnufélagar og áhrifavaldar. Við karlmenn komumst því ekki lengur upp með að segja að ofbeldi komi okkur ekki við og það séu bara örfá skrímsli sem fremji slíka verknaði. Við karlar erum í lykilstöðu til að takast á við þá ofbeldismenn sem við þekkjum.

Þetta vekur auðvitað upp þá spurningu hvernig við nálgumst þessa umræðu og auk þess hvernig við tryggjum að umræðan sé brotaþolavæn. Hvernig tryggjum við að umræðan nái lengra í að brjóta niður nauðgunarmenningu og að færri karlmenn beiti kynferðisofbeldi? Karlar eru meira áberandi í jafnréttisumræðunni í dag en áður. En það er ekki nóg að virkja fleiri karlmenn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, og það er ekki nóg að segja „góðir strákar nauðga ekki“. Það þarf að dýpka umræðuna. Við karlmenn þurfum að taka virkan þátt í að berjast gegn fjölbreyttum birtingarmyndum kynjamisréttis og kynferðisofbeldis í okkar umhverfi. Til þess að vera raunverulegir bandamenn í þessari baráttu þurfum við að taka ábyrgð, við verðum að leggjast í sjálfskoðun og eiga erfið samtöl við karla í okkar lífi. Það er skylda okkar að bæta hlustunarskilyrðin. Til þess þurfum við að halda áfram að hlusta, læra og skilja.

Námskeið fyrir áhugasama karla

Stígamót munu halda námskeið helgina 24.-25. febrúar 2018, fyrir karla sem vilja taka virkan þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Markmiðið verður að þátttakendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum viðfangsefnum sem varða kynferðisofbeldi gegn konum og öðlist verkfæri til að þróa aðferðir og aðgerðir til að ná til og virkja fleiri karlmenn í baráttunni. Til að skrá ykkur og fá nánari upplýsingar um námskeiðið sendið tölvupóst á hjalmar@stigamot.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.