Orka og umhverfi: Er lagatúlkun smekksatriði? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 14. desember 2017 09:45 Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að:a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstrib. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlumc. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi samkvæmt fyrstu grein laganna. Fram kemur einnig að tillit skuli tekið til umhverfissjónarmiða. Með skýrum hætti er markmið laganna skilgreint; raforkuflutningskerfi skulu vera umhverfisvæn OG þjóðhagslega hagkvæm. Ekki bara annað hvort og ekki hvorugt. Þrátt fyrir þetta ber Landsnet á borð almennings lausnir sem hvorki eru umhverfisvænar né þjóðhagslega hagkvæmar. Að auki – í stað þess að fylgja lögum og reglum – fer fyrirtækið ítrekað til dómstóla með tæknilegar lausnir sem fólk ekki vill. En svo er meira. Í raforkulögum er vísað í samkeppnislög, væntanlega til að hnykkja á mikilvægi þeirra. Ekkert finnst þar um undanþágur sem Landsnet virðist álíta sig hafa. Samkeppnislög eru afar afgerandi: „Lög þessi hafa það markmið að efla virka samkeppni í viðskiptum og þar með vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins. Markmiði þessu skal náð með því að:a. vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstrib. vinna gegn skaðlegri fákeppni og samkeppnishömlumc. auðvelda aðgang nýrra samkeppnisaðila að markaðnum.“ Sem sagt: Nýsköpun, tækniþróun og samkeppni er leiðin að framförum. En þrátt fyrir að lögin séu eins og skrifuð fyrir nýsköpunarfyrirtæki, samkeppni og framfarir í þágu þjóðfélagsins, virðist Landsnet EKKI þurfa að fylgja lögunum. Ítrekaðar fyrirspurnir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafa ekki skilað svörum. Enginn útskýrir hvar lögin veita Landsneti undanþágur. Þetta er ekki allt. Til er nokkuð sem heitir lög um opinber innkaup. Hlutverk þeirra er; „að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu“. Að Landsnet sé „hf“ breytir ekki eftirfarandi: Landsnet gætir ekki jafnræðis, enda samningar gerðir beint við sérhagsmunaliða um stórverkefni sem almenningur kostar. Engin útboð fara fram um hönnun og lausnir og því vandséð hvernig stuðlað er að hagkvæmni og auknum umhverfisgæðum. Virk samkeppni er af sömu ástæðum ekki til staðar og því útilokað að nýsköpun og framþróun þrífist á eðlilegum forsendum. Deilurnar snúast jú einmitt um nákvæmlega þetta; óviðunandi lausnir og óásættanlegar starfsaðferðir sem eiga að kosta 100 milljarða á silfurfati. Hvernig veitir hf-væðing Landsnets heimild til að fara gegn samfélagslegum hagsmunum, sem gildandi lagarammi heldur bara býsna vel utan um? Afleit staða íslenskra raforkuflutningskerfa er afleiðing af vanvirðingu við gildandi lög. Fákeppni og sérhagsmunagæsla leiðir af sér stöðnun. Og stöðnuð fortíð er það sem við fáum. Að þetta sé svona leikandi létt mögulegt er hið stóra áhyggjuefni? Af hverju að skrifa lög ef ekki þarf að fylgja þeim? Landsnet er ekki á undanþágu frá íslenskum lögum. Orkusérfræðingar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins virðast hins vegar líta svo á, án þess að geta útskýrt það. Ráðuneytið hefur enn ekki útskýrt hvar nákvæmlega lögin veita undanþágur. Ef ráðuneytið gætir þess ekki að lögunum sé framfylgt, hver þá? Sumum gæti þótt það tilheyra skyldum ráðuneytis að gæta hagsmuna almennings – jafnvel alveg án þess að það sé nefnt sérstaklega. Einmitt það er reyndar gert í raforkulögum og því einfaldlega ekki um það að ræða að iðnaðarráðherra hafi val. Raforkulög fjalla sérstaklega um hvað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu beri að gera, þegar lögunum er ekki fylgt; „Fari flutningsfyrirtækið ekki að skilyrðum laga þessara, reglugerðum settum samkvæmt þeim, skilyrðum samnings … skal ráðherra veita flutningsfyrirtækinu skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úrbóta. Ef flutningsfyrirtækið sinnir ekki aðvörun ráðherra innan tilgreindra tímamarka getur ráðherra endurskoðað samninginn eða rift honum“ (8. gr. raforkulaga). Virðist skýrt, en heldur ekki. Misskilningur? Iðnaðarráðherra fær nú nýtt tækifæri til að varpa ljósi á þann misskilning. Þetta mál varðar grundvallarhagsmuni; ferðamannaiðnað, nýtingu auðlinda, umhverfisgæði, nýsköpun og 100 milljarða raforkuflutningskerfi. Af hverju er ekki séð til þess að Landsnet fari að lögum? Höfundur er verkfræðingur og starfar að nýsköpun á orkusviði.
Sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Ísland hefur mikla sérstöðu í alþjóðaumhverfinu þegar kemur að möguleikum til sjálfbærni. Þessi sérstaða byggir á nokkrum þáttum, ekki síst á þeirri staðreynd að Ísland er eyja, með ríkulegar auðlindir til lands og sjávar sem er tært og ósnortið að miklu leyti sökum hnattstöðu landsins og landfræðilegrar uppbyggingar þess. 17. nóvember 2017 07:00
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun