Lyklafellslína, afhendingar- öryggi og umræðan Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2017 07:00 Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umræðan og samtalið miklu máli og því er mér ljúft og skylt að svara hér nokkrum spurningum sem Örn Þorvaldsson setti fram hér í Fréttablaðinu í gær.Ein lína í stað tveggja Lyklafellslína er framkvæmd sem er í fullu samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga, er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og samþykkt af Orkustofnun. Línan, sem áður hét Sandskeiðslína 1, er um 27 km 220 kV raflína frá nýju 220 kV tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og liggur samhliða Búrfellslínu 3. Fyrirsjáanlegt hefur verið um nokkurn tíma að styrkja þarf flutningskerfið við höfuðborgarsvæðið vegna breyttrar flutningsþarfar, byggðaþróunar og uppbyggingar innan sveitarfélaganna. Landsnet og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag sem miðar m.a. að því að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 fjær byggðinni en samkomulagið kveður á um að verkefnunum eigi að vera lokið 2018. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfin eru forsenda þess að hægt sé að byrja framkvæmdir en stefnt hefur verið á að þær hefjist á árinu 2018. Leyfisveiting Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er von á úrskurði á fyrri hluta næsta árs. Í sambandi við kostnað við jarðstrengi þá höfum við tekið saman skýrslu sem hægt er nálgast á www.landsnet.isÍ sátt við samfélag og umhverfi Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umhverfið máli. Við höfum lagt okkur fram við að ganga vel um náttúruna og höfum m.a. fengið hrós fyrir frágang vegna línulagna á Norðausturlandi. Í tilfelli Lyklafellslínu er áhætta vegna vatnsbóla nær eingöngu á framkvæmdatíma en hverfandi áhætta á rekstrartíma línunnar. Gert hefur verið ítarlegt áhættumat þar sem farið hefur verið ofan í saumana á hverju einasta atriði, öllum þeim tækjum, efnum og umferð sem þarf að vera inni á svæðinu, hvernig við getum komið í veg fyrir slys og til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til að koma í veg fyrir að það verði mengun ef einhver atburður á sér stað svo fátt eitt sé nefnt.Afhendingaröryggi Straumleysið á Reykjanesi í óveðrinu þann 5. nóvember þegar eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 sýnir mikilvægi þess að byggja aðra tengingu til Suðurnesja. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en til þess þarf að taka línuna úr rekstri, sem hefur mikil áhrif á bæði raforkunotendur og framleiðendur á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir íbúa og atvinnulíf á Reykjanesi við meginflutningskerfið. Á vefnum okkar má finna frétt um rafmagnsleysið og tilkynningar frá stjórnstöð á meðan á því stóð.Rekstraröryggi skiptir miklu máli Það er alls ekki rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti með þeim hætti sem minnst er á í greininni. Fyrir okkur er lagt að reka flutningskerfið á sem hagkvæmastan hátt en jafnframt að gæta að rekstraröryggi flutningsmannvirkjanna og það er ávallt okkar mikilvægasta verkefni. Í okkar starfsemi skiptir rekstraröryggið máli og ekki síður jafnréttismálin sem einnig var spurt um. Unnið er að jafnlaunaúttekt hjá okkur og lýkur þeirri vinnu vonandi á árinu 2018. Og að lokum hvet ég alla til að fylgjast með umræðunni og framkvæmdum m.a. á heimasíðunni okkar www.landsnet.is og samfélagsmiðlum. Takk fyrir spurningarnar, Örn, þú er alltaf velkominn í spjall til okkar á Gylfaflötina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umræðan og samtalið miklu máli og því er mér ljúft og skylt að svara hér nokkrum spurningum sem Örn Þorvaldsson setti fram hér í Fréttablaðinu í gær.Ein lína í stað tveggja Lyklafellslína er framkvæmd sem er í fullu samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga, er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og samþykkt af Orkustofnun. Línan, sem áður hét Sandskeiðslína 1, er um 27 km 220 kV raflína frá nýju 220 kV tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og liggur samhliða Búrfellslínu 3. Fyrirsjáanlegt hefur verið um nokkurn tíma að styrkja þarf flutningskerfið við höfuðborgarsvæðið vegna breyttrar flutningsþarfar, byggðaþróunar og uppbyggingar innan sveitarfélaganna. Landsnet og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag sem miðar m.a. að því að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 fjær byggðinni en samkomulagið kveður á um að verkefnunum eigi að vera lokið 2018. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfin eru forsenda þess að hægt sé að byrja framkvæmdir en stefnt hefur verið á að þær hefjist á árinu 2018. Leyfisveiting Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er von á úrskurði á fyrri hluta næsta árs. Í sambandi við kostnað við jarðstrengi þá höfum við tekið saman skýrslu sem hægt er nálgast á www.landsnet.isÍ sátt við samfélag og umhverfi Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umhverfið máli. Við höfum lagt okkur fram við að ganga vel um náttúruna og höfum m.a. fengið hrós fyrir frágang vegna línulagna á Norðausturlandi. Í tilfelli Lyklafellslínu er áhætta vegna vatnsbóla nær eingöngu á framkvæmdatíma en hverfandi áhætta á rekstrartíma línunnar. Gert hefur verið ítarlegt áhættumat þar sem farið hefur verið ofan í saumana á hverju einasta atriði, öllum þeim tækjum, efnum og umferð sem þarf að vera inni á svæðinu, hvernig við getum komið í veg fyrir slys og til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til að koma í veg fyrir að það verði mengun ef einhver atburður á sér stað svo fátt eitt sé nefnt.Afhendingaröryggi Straumleysið á Reykjanesi í óveðrinu þann 5. nóvember þegar eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 sýnir mikilvægi þess að byggja aðra tengingu til Suðurnesja. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en til þess þarf að taka línuna úr rekstri, sem hefur mikil áhrif á bæði raforkunotendur og framleiðendur á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir íbúa og atvinnulíf á Reykjanesi við meginflutningskerfið. Á vefnum okkar má finna frétt um rafmagnsleysið og tilkynningar frá stjórnstöð á meðan á því stóð.Rekstraröryggi skiptir miklu máli Það er alls ekki rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti með þeim hætti sem minnst er á í greininni. Fyrir okkur er lagt að reka flutningskerfið á sem hagkvæmastan hátt en jafnframt að gæta að rekstraröryggi flutningsmannvirkjanna og það er ávallt okkar mikilvægasta verkefni. Í okkar starfsemi skiptir rekstraröryggið máli og ekki síður jafnréttismálin sem einnig var spurt um. Unnið er að jafnlaunaúttekt hjá okkur og lýkur þeirri vinnu vonandi á árinu 2018. Og að lokum hvet ég alla til að fylgjast með umræðunni og framkvæmdum m.a. á heimasíðunni okkar www.landsnet.is og samfélagsmiðlum. Takk fyrir spurningarnar, Örn, þú er alltaf velkominn í spjall til okkar á Gylfaflötina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar