Lyklafellslína, afhendingar- öryggi og umræðan Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2017 07:00 Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umræðan og samtalið miklu máli og því er mér ljúft og skylt að svara hér nokkrum spurningum sem Örn Þorvaldsson setti fram hér í Fréttablaðinu í gær.Ein lína í stað tveggja Lyklafellslína er framkvæmd sem er í fullu samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga, er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og samþykkt af Orkustofnun. Línan, sem áður hét Sandskeiðslína 1, er um 27 km 220 kV raflína frá nýju 220 kV tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og liggur samhliða Búrfellslínu 3. Fyrirsjáanlegt hefur verið um nokkurn tíma að styrkja þarf flutningskerfið við höfuðborgarsvæðið vegna breyttrar flutningsþarfar, byggðaþróunar og uppbyggingar innan sveitarfélaganna. Landsnet og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag sem miðar m.a. að því að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 fjær byggðinni en samkomulagið kveður á um að verkefnunum eigi að vera lokið 2018. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfin eru forsenda þess að hægt sé að byrja framkvæmdir en stefnt hefur verið á að þær hefjist á árinu 2018. Leyfisveiting Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er von á úrskurði á fyrri hluta næsta árs. Í sambandi við kostnað við jarðstrengi þá höfum við tekið saman skýrslu sem hægt er nálgast á www.landsnet.isÍ sátt við samfélag og umhverfi Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umhverfið máli. Við höfum lagt okkur fram við að ganga vel um náttúruna og höfum m.a. fengið hrós fyrir frágang vegna línulagna á Norðausturlandi. Í tilfelli Lyklafellslínu er áhætta vegna vatnsbóla nær eingöngu á framkvæmdatíma en hverfandi áhætta á rekstrartíma línunnar. Gert hefur verið ítarlegt áhættumat þar sem farið hefur verið ofan í saumana á hverju einasta atriði, öllum þeim tækjum, efnum og umferð sem þarf að vera inni á svæðinu, hvernig við getum komið í veg fyrir slys og til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til að koma í veg fyrir að það verði mengun ef einhver atburður á sér stað svo fátt eitt sé nefnt.Afhendingaröryggi Straumleysið á Reykjanesi í óveðrinu þann 5. nóvember þegar eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 sýnir mikilvægi þess að byggja aðra tengingu til Suðurnesja. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en til þess þarf að taka línuna úr rekstri, sem hefur mikil áhrif á bæði raforkunotendur og framleiðendur á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir íbúa og atvinnulíf á Reykjanesi við meginflutningskerfið. Á vefnum okkar má finna frétt um rafmagnsleysið og tilkynningar frá stjórnstöð á meðan á því stóð.Rekstraröryggi skiptir miklu máli Það er alls ekki rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti með þeim hætti sem minnst er á í greininni. Fyrir okkur er lagt að reka flutningskerfið á sem hagkvæmastan hátt en jafnframt að gæta að rekstraröryggi flutningsmannvirkjanna og það er ávallt okkar mikilvægasta verkefni. Í okkar starfsemi skiptir rekstraröryggið máli og ekki síður jafnréttismálin sem einnig var spurt um. Unnið er að jafnlaunaúttekt hjá okkur og lýkur þeirri vinnu vonandi á árinu 2018. Og að lokum hvet ég alla til að fylgjast með umræðunni og framkvæmdum m.a. á heimasíðunni okkar www.landsnet.is og samfélagsmiðlum. Takk fyrir spurningarnar, Örn, þú er alltaf velkominn í spjall til okkar á Gylfaflötina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umræðan og samtalið miklu máli og því er mér ljúft og skylt að svara hér nokkrum spurningum sem Örn Þorvaldsson setti fram hér í Fréttablaðinu í gær.Ein lína í stað tveggja Lyklafellslína er framkvæmd sem er í fullu samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga, er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og samþykkt af Orkustofnun. Línan, sem áður hét Sandskeiðslína 1, er um 27 km 220 kV raflína frá nýju 220 kV tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og liggur samhliða Búrfellslínu 3. Fyrirsjáanlegt hefur verið um nokkurn tíma að styrkja þarf flutningskerfið við höfuðborgarsvæðið vegna breyttrar flutningsþarfar, byggðaþróunar og uppbyggingar innan sveitarfélaganna. Landsnet og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag sem miðar m.a. að því að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 fjær byggðinni en samkomulagið kveður á um að verkefnunum eigi að vera lokið 2018. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfin eru forsenda þess að hægt sé að byrja framkvæmdir en stefnt hefur verið á að þær hefjist á árinu 2018. Leyfisveiting Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er von á úrskurði á fyrri hluta næsta árs. Í sambandi við kostnað við jarðstrengi þá höfum við tekið saman skýrslu sem hægt er nálgast á www.landsnet.isÍ sátt við samfélag og umhverfi Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umhverfið máli. Við höfum lagt okkur fram við að ganga vel um náttúruna og höfum m.a. fengið hrós fyrir frágang vegna línulagna á Norðausturlandi. Í tilfelli Lyklafellslínu er áhætta vegna vatnsbóla nær eingöngu á framkvæmdatíma en hverfandi áhætta á rekstrartíma línunnar. Gert hefur verið ítarlegt áhættumat þar sem farið hefur verið ofan í saumana á hverju einasta atriði, öllum þeim tækjum, efnum og umferð sem þarf að vera inni á svæðinu, hvernig við getum komið í veg fyrir slys og til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til að koma í veg fyrir að það verði mengun ef einhver atburður á sér stað svo fátt eitt sé nefnt.Afhendingaröryggi Straumleysið á Reykjanesi í óveðrinu þann 5. nóvember þegar eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 sýnir mikilvægi þess að byggja aðra tengingu til Suðurnesja. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en til þess þarf að taka línuna úr rekstri, sem hefur mikil áhrif á bæði raforkunotendur og framleiðendur á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir íbúa og atvinnulíf á Reykjanesi við meginflutningskerfið. Á vefnum okkar má finna frétt um rafmagnsleysið og tilkynningar frá stjórnstöð á meðan á því stóð.Rekstraröryggi skiptir miklu máli Það er alls ekki rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti með þeim hætti sem minnst er á í greininni. Fyrir okkur er lagt að reka flutningskerfið á sem hagkvæmastan hátt en jafnframt að gæta að rekstraröryggi flutningsmannvirkjanna og það er ávallt okkar mikilvægasta verkefni. Í okkar starfsemi skiptir rekstraröryggið máli og ekki síður jafnréttismálin sem einnig var spurt um. Unnið er að jafnlaunaúttekt hjá okkur og lýkur þeirri vinnu vonandi á árinu 2018. Og að lokum hvet ég alla til að fylgjast með umræðunni og framkvæmdum m.a. á heimasíðunni okkar www.landsnet.is og samfélagsmiðlum. Takk fyrir spurningarnar, Örn, þú er alltaf velkominn í spjall til okkar á Gylfaflötina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun