Lyklafellslína, afhendingar- öryggi og umræðan Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2017 07:00 Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umræðan og samtalið miklu máli og því er mér ljúft og skylt að svara hér nokkrum spurningum sem Örn Þorvaldsson setti fram hér í Fréttablaðinu í gær.Ein lína í stað tveggja Lyklafellslína er framkvæmd sem er í fullu samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga, er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og samþykkt af Orkustofnun. Línan, sem áður hét Sandskeiðslína 1, er um 27 km 220 kV raflína frá nýju 220 kV tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og liggur samhliða Búrfellslínu 3. Fyrirsjáanlegt hefur verið um nokkurn tíma að styrkja þarf flutningskerfið við höfuðborgarsvæðið vegna breyttrar flutningsþarfar, byggðaþróunar og uppbyggingar innan sveitarfélaganna. Landsnet og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag sem miðar m.a. að því að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 fjær byggðinni en samkomulagið kveður á um að verkefnunum eigi að vera lokið 2018. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfin eru forsenda þess að hægt sé að byrja framkvæmdir en stefnt hefur verið á að þær hefjist á árinu 2018. Leyfisveiting Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er von á úrskurði á fyrri hluta næsta árs. Í sambandi við kostnað við jarðstrengi þá höfum við tekið saman skýrslu sem hægt er nálgast á www.landsnet.isÍ sátt við samfélag og umhverfi Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umhverfið máli. Við höfum lagt okkur fram við að ganga vel um náttúruna og höfum m.a. fengið hrós fyrir frágang vegna línulagna á Norðausturlandi. Í tilfelli Lyklafellslínu er áhætta vegna vatnsbóla nær eingöngu á framkvæmdatíma en hverfandi áhætta á rekstrartíma línunnar. Gert hefur verið ítarlegt áhættumat þar sem farið hefur verið ofan í saumana á hverju einasta atriði, öllum þeim tækjum, efnum og umferð sem þarf að vera inni á svæðinu, hvernig við getum komið í veg fyrir slys og til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til að koma í veg fyrir að það verði mengun ef einhver atburður á sér stað svo fátt eitt sé nefnt.Afhendingaröryggi Straumleysið á Reykjanesi í óveðrinu þann 5. nóvember þegar eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 sýnir mikilvægi þess að byggja aðra tengingu til Suðurnesja. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en til þess þarf að taka línuna úr rekstri, sem hefur mikil áhrif á bæði raforkunotendur og framleiðendur á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir íbúa og atvinnulíf á Reykjanesi við meginflutningskerfið. Á vefnum okkar má finna frétt um rafmagnsleysið og tilkynningar frá stjórnstöð á meðan á því stóð.Rekstraröryggi skiptir miklu máli Það er alls ekki rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti með þeim hætti sem minnst er á í greininni. Fyrir okkur er lagt að reka flutningskerfið á sem hagkvæmastan hátt en jafnframt að gæta að rekstraröryggi flutningsmannvirkjanna og það er ávallt okkar mikilvægasta verkefni. Í okkar starfsemi skiptir rekstraröryggið máli og ekki síður jafnréttismálin sem einnig var spurt um. Unnið er að jafnlaunaúttekt hjá okkur og lýkur þeirri vinnu vonandi á árinu 2018. Og að lokum hvet ég alla til að fylgjast með umræðunni og framkvæmdum m.a. á heimasíðunni okkar www.landsnet.is og samfélagsmiðlum. Takk fyrir spurningarnar, Örn, þú er alltaf velkominn í spjall til okkar á Gylfaflötina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umræðan og samtalið miklu máli og því er mér ljúft og skylt að svara hér nokkrum spurningum sem Örn Þorvaldsson setti fram hér í Fréttablaðinu í gær.Ein lína í stað tveggja Lyklafellslína er framkvæmd sem er í fullu samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga, er á framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og samþykkt af Orkustofnun. Línan, sem áður hét Sandskeiðslína 1, er um 27 km 220 kV raflína frá nýju 220 kV tengivirki við Lyklafell að Straumsvík og liggur samhliða Búrfellslínu 3. Fyrirsjáanlegt hefur verið um nokkurn tíma að styrkja þarf flutningskerfið við höfuðborgarsvæðið vegna breyttrar flutningsþarfar, byggðaþróunar og uppbyggingar innan sveitarfélaganna. Landsnet og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samkomulag sem miðar m.a. að því að rífa Hamraneslínur 1 og 2 og að færa Ísallínur 1 og 2 fjær byggðinni en samkomulagið kveður á um að verkefnunum eigi að vera lokið 2018. Bygging Lyklafellslínu er forsenda þess að hægt verði að rífa Hamraneslínur 1 og 2. Þrjú af fjórum sveitarfélögum sem línan liggur um hafa nú þegar samþykkt framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfin eru forsenda þess að hægt sé að byrja framkvæmdir en stefnt hefur verið á að þær hefjist á árinu 2018. Leyfisveiting Hafnarfjarðarbæjar og Mosfellsbæjar hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er von á úrskurði á fyrri hluta næsta árs. Í sambandi við kostnað við jarðstrengi þá höfum við tekið saman skýrslu sem hægt er nálgast á www.landsnet.isÍ sátt við samfélag og umhverfi Fyrir okkur hjá Landsneti skiptir umhverfið máli. Við höfum lagt okkur fram við að ganga vel um náttúruna og höfum m.a. fengið hrós fyrir frágang vegna línulagna á Norðausturlandi. Í tilfelli Lyklafellslínu er áhætta vegna vatnsbóla nær eingöngu á framkvæmdatíma en hverfandi áhætta á rekstrartíma línunnar. Gert hefur verið ítarlegt áhættumat þar sem farið hefur verið ofan í saumana á hverju einasta atriði, öllum þeim tækjum, efnum og umferð sem þarf að vera inni á svæðinu, hvernig við getum komið í veg fyrir slys og til hvaða aðgerða við þurfum að grípa til að koma í veg fyrir að það verði mengun ef einhver atburður á sér stað svo fátt eitt sé nefnt.Afhendingaröryggi Straumleysið á Reykjanesi í óveðrinu þann 5. nóvember þegar eldingu sló niður í Suðurnesjalínu 1 sýnir mikilvægi þess að byggja aðra tengingu til Suðurnesja. Vegna bilunar í aflrofa fyrir Suðurnesjalínu 1 stóð rafmagnsleysið lengur en ella. Erfitt hefur reynst að sinna viðhaldi á rofanum vegna mikilvægis línunnar en til þess þarf að taka línuna úr rekstri, sem hefur mikil áhrif á bæði raforkunotendur og framleiðendur á Reykjanesi þar sem Suðurnesjalína 1 er eina línan sem tengir íbúa og atvinnulíf á Reykjanesi við meginflutningskerfið. Á vefnum okkar má finna frétt um rafmagnsleysið og tilkynningar frá stjórnstöð á meðan á því stóð.Rekstraröryggi skiptir miklu máli Það er alls ekki rétt að dregið hafi verið úr eftirliti og viðhaldi hjá Landsneti með þeim hætti sem minnst er á í greininni. Fyrir okkur er lagt að reka flutningskerfið á sem hagkvæmastan hátt en jafnframt að gæta að rekstraröryggi flutningsmannvirkjanna og það er ávallt okkar mikilvægasta verkefni. Í okkar starfsemi skiptir rekstraröryggið máli og ekki síður jafnréttismálin sem einnig var spurt um. Unnið er að jafnlaunaúttekt hjá okkur og lýkur þeirri vinnu vonandi á árinu 2018. Og að lokum hvet ég alla til að fylgjast með umræðunni og framkvæmdum m.a. á heimasíðunni okkar www.landsnet.is og samfélagsmiðlum. Takk fyrir spurningarnar, Örn, þú er alltaf velkominn í spjall til okkar á Gylfaflötina. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun