Kynbundið ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna Edythe L. Mangindin skrifar 7. desember 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. Konur af erlendum uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfisins. Hlutfall erlendra kvenna er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 um erlendar konur sem höfðu leitað í Kvennaathvarfið, kom í ljós að mikill munur er á aðstöðu og upplifun þeirra eftir landfræðilegum uppruna vegna reglugerðar um frjálst flæði vinnuafls innan EES. Í sumum tilvikum eru konur frá löndum utan EES háðar maka varðandi dvalarleyfi í landinu, sem gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi eiginmanna sinna. Ókunnugleiki og tungumálaerfiðleikar auðvelda misnotkun og geta stuðlað að félagslegri einangrun. Vitað er til þess að fleiri en ein erlend kona hafa komið vegna sama manns og svo virðist sem einstaka ofbeldismenn velji kerfisbundið konur frá löndum utan EES og telji þær auðveldari fórnarlömb ofbeldis vegna stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Sökum tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið ofbeldi felur í sér ójafnan aðgang að heilsufarsþáttum (t.d. húsnæði, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu) sem veldur því að þessar konur verða mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu. Stjórnvöld þurfa að kanna hvað orsakar kerfisbundið ofbeldi, ofbeldi milli einstaklinga og hvernig slík sambönd móta ofbeldis upplifun kvenna. Stjónvöld þurfa að gera meira en að bregðast við eftirmála ofbeldisins og komast að því hvað veldur þessu ofbeldi og hvernig má koma í veg fyrir það. Til að ná varanlegri breytingu er mikilvægt að innleiða löggjöf og þróa stefnumál sem takast á við fordóma gegn öllum konum, stuðla að kynjajafnrétti og styðja konur. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja afar mikilvægt að auka stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag til kvenna af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að þær viti af úrræðum sem eru í boði eins og Jafningjaráðgjöf, Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð. Jafningjaráðgjöf er ókeypis þjónusta þar sem þjálfaðir ráðgjafar samtakanna bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að af finna bestu lausnirnar í trúnaði. Jafningjaráðgjöf er annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til kl. 22:00 á skrifstofu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Túngötu 14, 2. hæð. Ráðgjafarnir eru konur af erlendum uppruna sem tala ýmis tungumál, m.a. íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, tælensku og spænsku. Stórkostlegir hlutir gerast þegar konur styðja hver aðra. Byrjum á því að halda frið á heimilinu, svo stígum við stoltar út og dreifum friði um heiminn.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. Konur af erlendum uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfisins. Hlutfall erlendra kvenna er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 um erlendar konur sem höfðu leitað í Kvennaathvarfið, kom í ljós að mikill munur er á aðstöðu og upplifun þeirra eftir landfræðilegum uppruna vegna reglugerðar um frjálst flæði vinnuafls innan EES. Í sumum tilvikum eru konur frá löndum utan EES háðar maka varðandi dvalarleyfi í landinu, sem gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi eiginmanna sinna. Ókunnugleiki og tungumálaerfiðleikar auðvelda misnotkun og geta stuðlað að félagslegri einangrun. Vitað er til þess að fleiri en ein erlend kona hafa komið vegna sama manns og svo virðist sem einstaka ofbeldismenn velji kerfisbundið konur frá löndum utan EES og telji þær auðveldari fórnarlömb ofbeldis vegna stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Sökum tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið ofbeldi felur í sér ójafnan aðgang að heilsufarsþáttum (t.d. húsnæði, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu) sem veldur því að þessar konur verða mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu. Stjórnvöld þurfa að kanna hvað orsakar kerfisbundið ofbeldi, ofbeldi milli einstaklinga og hvernig slík sambönd móta ofbeldis upplifun kvenna. Stjónvöld þurfa að gera meira en að bregðast við eftirmála ofbeldisins og komast að því hvað veldur þessu ofbeldi og hvernig má koma í veg fyrir það. Til að ná varanlegri breytingu er mikilvægt að innleiða löggjöf og þróa stefnumál sem takast á við fordóma gegn öllum konum, stuðla að kynjajafnrétti og styðja konur. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja afar mikilvægt að auka stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag til kvenna af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að þær viti af úrræðum sem eru í boði eins og Jafningjaráðgjöf, Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð. Jafningjaráðgjöf er ókeypis þjónusta þar sem þjálfaðir ráðgjafar samtakanna bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að af finna bestu lausnirnar í trúnaði. Jafningjaráðgjöf er annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til kl. 22:00 á skrifstofu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Túngötu 14, 2. hæð. Ráðgjafarnir eru konur af erlendum uppruna sem tala ýmis tungumál, m.a. íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, tælensku og spænsku. Stórkostlegir hlutir gerast þegar konur styðja hver aðra. Byrjum á því að halda frið á heimilinu, svo stígum við stoltar út og dreifum friði um heiminn.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar