Sjálfsmyndin varð að engu 9. desember 2017 11:00 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segir meðvirkni vera vísbendingu um óheilbrigt samband. Hún var beitt andlegu ofbeldi í sínu fyrsta sambandi og líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. mynd/Eyþór Þórhildur Gyða Arnarsdóttir var sextán ára í sambandi með strák sem beitti hana andlegu ofbeldi og líkamlegu. Hún segir unglingsstúlkur gera sér rósrauðar hugmyndir um fyrsta sambandið. Tala þurfi um ofbeldi við börn og unglinga."Ég áttaði ég mig engan veginn á hvað var í gangi, krakkar vita ekkert hvað andlegt ofbeldi er. Sextán ára stelpa vill bara sjá það besta í þeim sem hún er ástfangin af,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir en hún upplifði andlegt ofbeldi í sínu fyrsta sambandi. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. „Hann notaði klám gegn mér ef ég vildi ekki hitta hann. Hann reykti einnig mikið gras og lofaði að hætta en það voru eintómar lygar. Hann kenndi mér um reykingarnar, ég væri svo erfið. Líkamlega ofbeldið hófst eftir að við hættum saman,“ segir Þórhildur. „Ég var alltaf manneskja sem stóð með sjálfri sér en þessum einstaklingi tókst að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma. Ég var alveg heilaþvegin og fannst allt vera mér að kenna. Sjálfsmyndin bara hvarf. Eftir að hann réðst á mig líkamlega í fyrsta skipti hringdi ég í hann og bað hann afsökunar á hvað allt hefði farið illa hjá okkur! Hann leit á mig sem eign, vissi alltaf hvar ég var, hvað ég var að gera. Hann sendi mér skilaboð nánast daglega með illum orðum um mig.“ Eftir að sambandinu lauk var Þórhildi nauðgað af öðrum manni. Hún segir það til marks um það hversu mikið tangarhald fyrrverandi kærastinn hafði á henni að hann var sá sem hún trúði fyrst fyrir því. „Hann sendi mér þá skilaboð um að ég ætti bara ekki að klæða mig alltaf eins og ég vildi láta sofa hjá mér. Ég sökk ofan í þunglyndi og allt fór í rúst,“ segir Þórhildur. Hún leitaði til Stígamóta og í viðtölunum rann upp fyrir henni hversu mikið andlega ofbeldið hafði brotið hana niður. Krakkar þurfi miklu meiri fræðslu. „Ég var í afneitun, maður vill ekki að fyrsta manneskjan sem maður elskar hagi sér svona. Við kunnum ekkert á andlegt ofbeldi. Í grunnskóla fór ég í eitthvað sem kallaðist lífsleikni, sem ég man ekkert eftir, var svo ómerkilegt. Svo er einhver klukkutíma kynfræðsla um hvernig á að setja smokk á banana! Það þarf að tala um ofbeldi við krakka og unglinga og í hvaða myndum það getur verið. Það á ekki að segja við stelpu að strákur sé skotinn í henni ef hann er að stríða henni eða ýtir henni á leikvellinum og öfugt ef stelpur eru að stríða strákum. Það þarf að fræða þau um ofbeldishegðun. Meðvirknin myndi ég segja að væri fyrsta viðvörunarbjallan um að það sé andlegt ofbeldi til staðar. Ef þú ert farinn að hugsa allt út frá einhverjum öðrum en sjálfum þér, þá er ekki allt í lagi.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir var sextán ára í sambandi með strák sem beitti hana andlegu ofbeldi og líkamlegu. Hún segir unglingsstúlkur gera sér rósrauðar hugmyndir um fyrsta sambandið. Tala þurfi um ofbeldi við börn og unglinga."Ég áttaði ég mig engan veginn á hvað var í gangi, krakkar vita ekkert hvað andlegt ofbeldi er. Sextán ára stelpa vill bara sjá það besta í þeim sem hún er ástfangin af,“ segir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir en hún upplifði andlegt ofbeldi í sínu fyrsta sambandi. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjölfarið. „Hann notaði klám gegn mér ef ég vildi ekki hitta hann. Hann reykti einnig mikið gras og lofaði að hætta en það voru eintómar lygar. Hann kenndi mér um reykingarnar, ég væri svo erfið. Líkamlega ofbeldið hófst eftir að við hættum saman,“ segir Þórhildur. „Ég var alltaf manneskja sem stóð með sjálfri sér en þessum einstaklingi tókst að brjóta mig niður á mjög skömmum tíma. Ég var alveg heilaþvegin og fannst allt vera mér að kenna. Sjálfsmyndin bara hvarf. Eftir að hann réðst á mig líkamlega í fyrsta skipti hringdi ég í hann og bað hann afsökunar á hvað allt hefði farið illa hjá okkur! Hann leit á mig sem eign, vissi alltaf hvar ég var, hvað ég var að gera. Hann sendi mér skilaboð nánast daglega með illum orðum um mig.“ Eftir að sambandinu lauk var Þórhildi nauðgað af öðrum manni. Hún segir það til marks um það hversu mikið tangarhald fyrrverandi kærastinn hafði á henni að hann var sá sem hún trúði fyrst fyrir því. „Hann sendi mér þá skilaboð um að ég ætti bara ekki að klæða mig alltaf eins og ég vildi láta sofa hjá mér. Ég sökk ofan í þunglyndi og allt fór í rúst,“ segir Þórhildur. Hún leitaði til Stígamóta og í viðtölunum rann upp fyrir henni hversu mikið andlega ofbeldið hafði brotið hana niður. Krakkar þurfi miklu meiri fræðslu. „Ég var í afneitun, maður vill ekki að fyrsta manneskjan sem maður elskar hagi sér svona. Við kunnum ekkert á andlegt ofbeldi. Í grunnskóla fór ég í eitthvað sem kallaðist lífsleikni, sem ég man ekkert eftir, var svo ómerkilegt. Svo er einhver klukkutíma kynfræðsla um hvernig á að setja smokk á banana! Það þarf að tala um ofbeldi við krakka og unglinga og í hvaða myndum það getur verið. Það á ekki að segja við stelpu að strákur sé skotinn í henni ef hann er að stríða henni eða ýtir henni á leikvellinum og öfugt ef stelpur eru að stríða strákum. Það þarf að fræða þau um ofbeldishegðun. Meðvirknin myndi ég segja að væri fyrsta viðvörunarbjallan um að það sé andlegt ofbeldi til staðar. Ef þú ert farinn að hugsa allt út frá einhverjum öðrum en sjálfum þér, þá er ekki allt í lagi.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Vertu hress um verslunarmannahelgina með After Party! Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Er þetta hinn fullkomni pulled pork borgari? Bylgjulestin mætti á Götubitahátíðina - Ilmandi myndaveisla Strumpaður dagur á forsýningu á Strumpum Bylgjulestin og dásamlegur götubiti í Hljómskálagarðinum Kjóstu flottasta garð ársins 2025! „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Góð ráð fyrir garðinn í sumar „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Flottasti garður landsins - taktu þátt! Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Sjá meira