Enn allt á huldu um dularfullan leka geislavirks efnis í Evrópu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. nóvember 2017 07:30 Rúþen finnst ekki að staðaldri í náttúrunni. Fréttablaðið/Getty Vísindamönnum í Evrópu hefur ekki enn tekist að rekja uppruna geislavirka efnisins rúþen-106 sem mældist í miklu magni í álfunni fyrr í þessum mánuði. Efnið mældist ekki hér á landi. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. „Ýmsar stofnanir hafa reiknað sig til baka og tekið mið af veðuraðstæðum og dreifilíkönunum og uppruni efnanna er talinn vera við Úralfjöll.“ Rússneska veðurfræðistofnunin staðfesti á dögunum að geislavirka efnið hefði mælst í óvenju miklu magni í Argayash-héraði í suðurhluta Úralfjalla. Þar var magnið 986 sinnum meira en venjulega. Í 20 kílómetra fjarlægð frá Argayash er landsvæðið Mayak en þar stunduðu Rússar umfangsmikla kjarnorkuvinnslu á tímum kalda stríðsins. Rússnesk yfirvöld segja það af og frá að óhapp hafi átt sér stað. Sigurður hjá Geislavörnum ríkisins bendir á að margs konar efni kastist út í andrúmsloftið við slíka atburði, en aðeins rúþen-106 hafi greinst. Efnið greindist á mælum víðsvegar um Evrópu en undir venjulegum kringumstæðum mælist rúþen ekki í andrúmsloftinu. „Það er ekki svo að kjarnorkuslys hafi átt sér stað. Þá hefðu menn verið að greina miklu fleiri efni sem eru lýsandi fyrir kjarnasundrun.“ Ekki er talið að lekinn geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Rúþen-106, sem myndast við kjarnahvörf þar sem úraníum eða plútóníum eru upphaflegu eldsneytisgjafarnir, er oftast notað í krabbameinslækningum. Grænfriðungar hafa farið fram á að lekinn verði rannsakaður hið snarasta og hafa gert því skóna að rússnesk yfirvöld freisti þess nú að hylma yfir kjarnorkuslys. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna lekans. „Uppruninn hefur ekki verið staðfestur og það er mjög mikilvægt að komast að því,“ segir Sigurður. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Vísindamönnum í Evrópu hefur ekki enn tekist að rekja uppruna geislavirka efnisins rúþen-106 sem mældist í miklu magni í álfunni fyrr í þessum mánuði. Efnið mældist ekki hér á landi. „Þetta er mjög óvenjulegt mál,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins. „Ýmsar stofnanir hafa reiknað sig til baka og tekið mið af veðuraðstæðum og dreifilíkönunum og uppruni efnanna er talinn vera við Úralfjöll.“ Rússneska veðurfræðistofnunin staðfesti á dögunum að geislavirka efnið hefði mælst í óvenju miklu magni í Argayash-héraði í suðurhluta Úralfjalla. Þar var magnið 986 sinnum meira en venjulega. Í 20 kílómetra fjarlægð frá Argayash er landsvæðið Mayak en þar stunduðu Rússar umfangsmikla kjarnorkuvinnslu á tímum kalda stríðsins. Rússnesk yfirvöld segja það af og frá að óhapp hafi átt sér stað. Sigurður hjá Geislavörnum ríkisins bendir á að margs konar efni kastist út í andrúmsloftið við slíka atburði, en aðeins rúþen-106 hafi greinst. Efnið greindist á mælum víðsvegar um Evrópu en undir venjulegum kringumstæðum mælist rúþen ekki í andrúmsloftinu. „Það er ekki svo að kjarnorkuslys hafi átt sér stað. Þá hefðu menn verið að greina miklu fleiri efni sem eru lýsandi fyrir kjarnasundrun.“ Ekki er talið að lekinn geti haft skaðleg áhrif á heilsu manna. Rúþen-106, sem myndast við kjarnahvörf þar sem úraníum eða plútóníum eru upphaflegu eldsneytisgjafarnir, er oftast notað í krabbameinslækningum. Grænfriðungar hafa farið fram á að lekinn verði rannsakaður hið snarasta og hafa gert því skóna að rússnesk yfirvöld freisti þess nú að hylma yfir kjarnorkuslys. Enn sem komið er er ekkert vitað um uppruna lekans. „Uppruninn hefur ekki verið staðfestur og það er mjög mikilvægt að komast að því,“ segir Sigurður.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira