Töfrandi tvífarar: Líkindin eru sláandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 20:30 Tvífarar eru víða Vísir / Samsett mynd Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru. Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru.
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög