Töfrandi tvífarar: Líkindin eru sláandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 20:30 Tvífarar eru víða Vísir / Samsett mynd Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Stundum þarf maður bara að hafa gaman í skammdeginu, finna sér krefjandi verkefni sem gleður mann og aðra í kringum sig. Það er alltaf glettilega skemmtilegt að leita að tvíförum í röðum fræga fólksins og förum við yfir nokkra slíka hér að neðan. Lumið þið á sniðugum tvíförum? Elisabeth og Áslaug.Vísir / Samsett myndDásamlegir dugnaðarforkarLeikkonan Elisabeth Moss leikur aðalhlutverkið í einum besta sjónvarpsþætti síðari tíma, The Handmaid’s Tale. Ferilsskrá hennar er orðin ansi löng, þrátt fyrir ungan aldur, og inniheldur meðal annars sjónvarpsþættina Mad Men og The West Wing og kvikmyndirnar Girl, Interrupted og Chuck. Alþingiskonan Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka afrekað mikið á stuttri ævi, hefur unnið sem lögregluþjónn, verið formaður Heimdallar og ritari Sjálfstæðisflokksins svo fátt eitt sé nefnt. Þær Elisabeth eiga ekki aðeins dugnaðinn sameiginlegan heldur eru þær einnig fáránlega líkar.Birgitta og Natalie.Vísir / Samsett myndÞær hljóta að vera skyldarÞað er eiginlega ekki hægt að fara í tvífarapælingar nema að minnast á þá staðreynd að söngkonan Birgitta Haukdal og leikkonan Natalie Wood eru nánast alveg eins. Birgitta er að sjálfsögðu ein okkar ástælasta söngkona og gerði fyrst garðinn frægan með hljómsveitinni Írafár. Á síðari árum hefur hún meira einbeitt sér að barnabókaskrifum.Natalie var þekkt fyrir hlutverk sín í Miracle on 34th Street, Rebel Without a Cause og West Side Story en hún lést í nóvember árið 1981. Roald og Conchita.Vísir / Samsett myndFönix og fræðimaðurConchita Wurst kom, sá og sigraði í Eurovision árið 2014 með laginu Rise Like a Phoenix. Conchitu, sem er sviðsnafn listamannsins Thomas Neuwirth, hefur vegnað vel síðan þá og treður reglulega upp út um alla Evrópu.Færri vita það að Conchita á tvífara á Íslandi, nefnilega Roald Viðar Eyvindsson, blaðamann, bókmenntafræðing og ritstjóra, sem er líka afskaplega hæfileikaríkur, þó hann taki kannski seint þátt í Eurovision.Eva María og Jennie.Vísir / Samsett myndNei, hættu nú alveg!Fjölmiðlakonan Eva María Jónsdóttir er áberandi á sjónvarpsskjám landsmanna um þessar mundir eftir að hún heimsótti Zaatari-flóttamannabúðirnar í Jórdaníu á vegum UN Women. Tvífari hennar í Ameríku hefur þó lítið sést á sjónvarpsskjánum eftir að hún sló í gegn í goðsagnakenndu sjónvarpsseríunni Beverly Hills 90210. Við erum að tala um Jennie Garth sem brá sér í hlutverk vinsælu stelpunnar Kelly. Sigurður og Per-Mathias.Vísir / Samsett myndBoltar og bankamennFótboltakempan Per-Mathias Hogmo hefur þjálfað bæði kvenna og karla landslið Noregs í fótbolta en ekki er á allra vitorði að hann á ansi þekktan tvífara hér á Íslandi.Við erum að sjálfsögðu að tala um Sigurð Einarsson, einn umdeildasta bankamann Íslands eins og hann hefur stundum verið kallaður. Óvíst er hvort Sigurður kann eitthvað að sparka í tuðru - eitthvað sem tvífari hans gæti vel kennt honum.Sting og Jón.Vísir / Samsett myndAðskildir við fæðingu?Tónlistarmanninn Sting þarf vart að kynna, enda hefur hann heillað heimsbyggðina með ljúfum tónum síðustu áratugina. En getur verið að Sting eigi fjarskyldan ættingja á Íslandi? Nefnilega rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson? Það má varla á milli sjá hvor er hvor þegar litið er á þá Sting og Jón. Algjörlega magnaðir tvífarar, svo ekki sé minnst á hve fjölhæfir listamenn þeir eru.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira