„Langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:37 Kallað er eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vísir/Getty Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“ Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira