„Langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:37 Kallað er eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vísir/Getty Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“ Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Kemur fram í fréttatilkynningu að samtökin séu reiðubúin til að taka þátt í slíkum aðgerðum. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda.Sjaldgæft að þolendur leiti til stéttarfélags „Samtök launafólks standa þétt að baki þolendum. Við hvetjum hverja þá og hvern þann sem þolað hefur ofbeldi og áreitni á vinnustað að leita til stéttarfélags síns eftir aðstoð.“ Er þeirra mat að það sé langt í að kynferðislegri áreitni og ofbeldi verði útrýmt á vinnumarkaði. Því miður er sjaldgæft að þolendur kynferðislegrar áreitni eða ofbeldis á vinnustöðum leiti til stéttarfélaga sinna, eftirlitsaðila, úrskurðarnefnda eða dómstóla eftir úrlausn mála. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til að kynferðisleg áreitni sé landlæg og alvarleg á íslenskum vinnumarkaði.“ Að þeirra mati er brýn þörf á vitundarvakningu og benda á að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Samkvæmt henni skulu atvinnurekendur gera skriflegt mat á áhættuþáttum kynferðislegrar áreitni og ofbeldi á vinnustaðnum, áætlun um forvarnir og aðgerðir til að koma í veg fyrir slíka hegðun og loks þær aðgerðir sem grípa skuli til ef talið er eða vitað að slík hegðun eigi sér stað eða hafi átt sér stað.“Á ekki að sópa undir teppið Konur ættu ekki að þurfa að berjast fyrir réttindum sínum heldur sé það í höndum atvinnurekenda og stjórnvalda að tryggja öruggt vinnuumhverfi á vinnustað. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Því þurfi að efla forvarnir, stuðla að vitundarvakningu og tryggja að hlustað sé á þolendur. „Atvinnurekendur eiga að bregðast rétt við og sýna þolendum stuðning. Samtök launafólks skorast ekki undan því að taka þátt í þeim aðgerðum.“
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira