Hæð og smæð stjarnanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 20:30 Stundum er gaman að velta sér upp úr gjörsamlega tilgangslausum hlutum, eins og hæð stjarnanna. Vísir / Samsett mynd Á kvikmyndavefsíðunni IMDb er að finna ýmsar upplýsingar um okkar þekktustu listamenn - til dæmis hve háir þeir eru. Við ákváðum því að skyggnast á bak við sentímetrana og athuga hve hátt, nú eða smátt, okkar hæfileikaríka listafólk eru. Björk, Anita, Nína og Elma.Vísir / Samsett mynd Ef við byrjum á þeim sem lægstir eru þá eru þær Björk Guðmundsdóttir og Anita Briem jafnar, 163 sentímetrar hvor. Þetta er ágætismeðalhæð kvenna, en þess má geta að Björk og Anita eru jafn háar og leikkonur eins og Rachel McAdams, Megan Fox og Mila Kunis. Ekki slæmur hópur að slást í þar! Aðeins fyrir ofan þær Anitu og Björk eru leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir, sem er 165 sentímetra há, og leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir, sem slær Nínu við um einn sentímetra og mælist 166 sentímetrar að hæð. Dæmi um leikkonur sem eru 165 sentímetra háar eru Kate Bosworth og Selena Gomez. Þess má geta að fjölmargar leikkonur eru lægri en Björk, Anita, Nína og Elma ef tölur IMDb eru réttar. Á þeim lista eru til dæmis Winona Ryder (161 cm), Rachel Bilson (155 cm), Scarlett Johansson (160 cm), Sarah Jessica Parker (160 cm) og Eva Longoria (157 cm). Berglind, Heiða og Hera.Vísir / Samsett mynd Berglind hæst kvenna Þrjár leikkonur í úrtakinu okkar eru 170 sentímetra háar eða hærri, en það eru Heiða Rún og Hera Hilmarsdóttir, báðar 170 sentímetrar hvor, og Berglind Icey, sem ber höfuð og herðar yfir aðrar leikkonur í 179 sentímetrum. Hún er jafnframt hæsta leikkonan á listanum okkar, og hærri en tveir af karlmönnunum á listanum. Dæmi um hávaxnar leikkonur í Hollywood eru Uma Thurman (183 cm), Famke Janssen (183 cm) og Julia Roberts (173 cm). Magnús og Þorvaldur Davíð.Vísir / Samsett mynd Íþróttaálfurinn lægstur karla Ef við færum okkur yfir í karlpeninginn í úrtakinu okkar þá er Íþróttaálfurinn Magnús Scheving lægstur af þeim, 174 sentímerar að hæð. Þorvaldur Davíð Kristjánsson er örlítið hærri, eða 178 sentímetra hár. Dæmi um erlenda leikara sem eru lægri en 180 sentímetrar að hæð eru Antonio Banderas (174 cm), Danny DeVito (152 cm), Tom Cruise (170 cm) og Al Pacino (170 cm). Ólafur Darri og Gísli Örn.Vísir / Samsett mynd Ólafur Darri hástökkvari Því næst koma nokkrir listamenn sem eru allir frekar svipaðir að hæð. Við erum að tala um leikarana Darra Ingólfsson (180 cm), Jóhannes Hauk Jóhannesson (185 cm), Ingvar E. Sigurðsson (186 cm) og Stefán Karl Stefánsson (189 cm). Leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur teygir sig í þennan hóp, 186 sentímetrar að hæð. Hástökkvarar á listanum eru hins vegar leikararnir Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson. Gísli er 190 sentímetrar að hæð en Ólafur Darri er hæstur og telur 194 sentímetra. Nóg er til af hávöxnum leikurum í Hollywood, til dæmis Vince Vaughn (196 cm), Dwayne Johnson (196 cm), Jeff Goldblum (194 cm) og Liam Neeson (193 cm). Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Á kvikmyndavefsíðunni IMDb er að finna ýmsar upplýsingar um okkar þekktustu listamenn - til dæmis hve háir þeir eru. Við ákváðum því að skyggnast á bak við sentímetrana og athuga hve hátt, nú eða smátt, okkar hæfileikaríka listafólk eru. Björk, Anita, Nína og Elma.Vísir / Samsett mynd Ef við byrjum á þeim sem lægstir eru þá eru þær Björk Guðmundsdóttir og Anita Briem jafnar, 163 sentímetrar hvor. Þetta er ágætismeðalhæð kvenna, en þess má geta að Björk og Anita eru jafn háar og leikkonur eins og Rachel McAdams, Megan Fox og Mila Kunis. Ekki slæmur hópur að slást í þar! Aðeins fyrir ofan þær Anitu og Björk eru leikkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir, sem er 165 sentímetra há, og leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir, sem slær Nínu við um einn sentímetra og mælist 166 sentímetrar að hæð. Dæmi um leikkonur sem eru 165 sentímetra háar eru Kate Bosworth og Selena Gomez. Þess má geta að fjölmargar leikkonur eru lægri en Björk, Anita, Nína og Elma ef tölur IMDb eru réttar. Á þeim lista eru til dæmis Winona Ryder (161 cm), Rachel Bilson (155 cm), Scarlett Johansson (160 cm), Sarah Jessica Parker (160 cm) og Eva Longoria (157 cm). Berglind, Heiða og Hera.Vísir / Samsett mynd Berglind hæst kvenna Þrjár leikkonur í úrtakinu okkar eru 170 sentímetra háar eða hærri, en það eru Heiða Rún og Hera Hilmarsdóttir, báðar 170 sentímetrar hvor, og Berglind Icey, sem ber höfuð og herðar yfir aðrar leikkonur í 179 sentímetrum. Hún er jafnframt hæsta leikkonan á listanum okkar, og hærri en tveir af karlmönnunum á listanum. Dæmi um hávaxnar leikkonur í Hollywood eru Uma Thurman (183 cm), Famke Janssen (183 cm) og Julia Roberts (173 cm). Magnús og Þorvaldur Davíð.Vísir / Samsett mynd Íþróttaálfurinn lægstur karla Ef við færum okkur yfir í karlpeninginn í úrtakinu okkar þá er Íþróttaálfurinn Magnús Scheving lægstur af þeim, 174 sentímerar að hæð. Þorvaldur Davíð Kristjánsson er örlítið hærri, eða 178 sentímetra hár. Dæmi um erlenda leikara sem eru lægri en 180 sentímetrar að hæð eru Antonio Banderas (174 cm), Danny DeVito (152 cm), Tom Cruise (170 cm) og Al Pacino (170 cm). Ólafur Darri og Gísli Örn.Vísir / Samsett mynd Ólafur Darri hástökkvari Því næst koma nokkrir listamenn sem eru allir frekar svipaðir að hæð. Við erum að tala um leikarana Darra Ingólfsson (180 cm), Jóhannes Hauk Jóhannesson (185 cm), Ingvar E. Sigurðsson (186 cm) og Stefán Karl Stefánsson (189 cm). Leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur teygir sig í þennan hóp, 186 sentímetrar að hæð. Hástökkvarar á listanum eru hins vegar leikararnir Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson. Gísli er 190 sentímetrar að hæð en Ólafur Darri er hæstur og telur 194 sentímetra. Nóg er til af hávöxnum leikurum í Hollywood, til dæmis Vince Vaughn (196 cm), Dwayne Johnson (196 cm), Jeff Goldblum (194 cm) og Liam Neeson (193 cm).
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira