Le Pen telur sig fórnarlamb „fatwa“ fjármálastofnana Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2017 20:13 Hallað hefur undan fæti hjá Marine Le Pen og Þjóðfylkingu hennar eftir að hún laut í lægra hald fyrir Emmanuel Macron í vor. Vísir/AFP Bankareikningum Marine Le Pen og Þjóðfylkingar hennar í Frakklandi hefur verið lokað. Le Pen sakar „fjármálafámennisstjórn” um að reyna að kæfa stjórnarandstöðu og lýðræðið sjálft. Segir hún hægriöfgaflokk sinn fórnarlamb „banka-fatwa“. Bankar í Frakklandi mega loka reikningum viðskiptavina einhliða. Það gerðu bæði Societe Generale og HSBC, að því er kemu fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Le Pen fullyrðir hins vegar að fjármál Þjóðfylkingarinnar séu í góðu jafnvægi. Le Pen er nú til rannsóknar vegna gruns um að hún hafi misfarið með fé frá Evrópuþinginu. Fyrr í þessum mánuði var hún svipt friðhelgi sinni sem þingmaður vegna ólöglegrar birtingar hennar af hrollvekjandi myndum af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Á brattann hefur verið að sækja hjá Le Pen eftir að hún beið ósigur fyrir Emmanuel Macron í forsetakosningum í maí. Þjóðfylkingunni hefur vegnað illa í sveitarstjórnarkosningum síðan þá. BBC segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Þjóðfylking Le Pen á í útistöðum við franska banka. Árið 2014 fékk flokkurinn lán frá Rússlandi eftir að franskir bankar neituðu að lána honum meira fé. „Fatwa“ er trúarleg tilskipun í íslam. Þjóðfylking Le Pen hefur verið sökuð um andúð í garð innflytjenda og múslima í Frakklandi. Tengdar fréttir Ræða mögulega nafnabreytingu á Þjóðfylkingunni Helstu leiðtogar frönsku Þjóðfylkingarinnar koma saman í dag til að ræða hvernig best sé að bregðast við ósigrum flokksins í nýlegum forseta- og þingkosningum í Frakklandi. 21. júlí 2017 12:48 Þingnefnd sviptir Le Pen þinghelginni Franska þingið svipti Marine Le Pen, sem laut í lægra haldi fyrir Emmanuel Macron í forsetakosningum fyrr á árinu, þinghelgi í gær. Þverpólitísk þingnefnd tók þá ákvörðun í gær. 9. nóvember 2017 07:00 Le Pen rannsökuð fyrir fjármálamisferli Fjármálamisferlið er tengt Evrópuþinginu en þingið grunar að um fimm milljónir evra hafi verið greiddar aðstoðarmönnum Þjóðfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Le Pen. 30. júní 2017 16:17 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Bankareikningum Marine Le Pen og Þjóðfylkingar hennar í Frakklandi hefur verið lokað. Le Pen sakar „fjármálafámennisstjórn” um að reyna að kæfa stjórnarandstöðu og lýðræðið sjálft. Segir hún hægriöfgaflokk sinn fórnarlamb „banka-fatwa“. Bankar í Frakklandi mega loka reikningum viðskiptavina einhliða. Það gerðu bæði Societe Generale og HSBC, að því er kemu fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Le Pen fullyrðir hins vegar að fjármál Þjóðfylkingarinnar séu í góðu jafnvægi. Le Pen er nú til rannsóknar vegna gruns um að hún hafi misfarið með fé frá Evrópuþinginu. Fyrr í þessum mánuði var hún svipt friðhelgi sinni sem þingmaður vegna ólöglegrar birtingar hennar af hrollvekjandi myndum af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Á brattann hefur verið að sækja hjá Le Pen eftir að hún beið ósigur fyrir Emmanuel Macron í forsetakosningum í maí. Þjóðfylkingunni hefur vegnað illa í sveitarstjórnarkosningum síðan þá. BBC segir að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Þjóðfylking Le Pen á í útistöðum við franska banka. Árið 2014 fékk flokkurinn lán frá Rússlandi eftir að franskir bankar neituðu að lána honum meira fé. „Fatwa“ er trúarleg tilskipun í íslam. Þjóðfylking Le Pen hefur verið sökuð um andúð í garð innflytjenda og múslima í Frakklandi.
Tengdar fréttir Ræða mögulega nafnabreytingu á Þjóðfylkingunni Helstu leiðtogar frönsku Þjóðfylkingarinnar koma saman í dag til að ræða hvernig best sé að bregðast við ósigrum flokksins í nýlegum forseta- og þingkosningum í Frakklandi. 21. júlí 2017 12:48 Þingnefnd sviptir Le Pen þinghelginni Franska þingið svipti Marine Le Pen, sem laut í lægra haldi fyrir Emmanuel Macron í forsetakosningum fyrr á árinu, þinghelgi í gær. Þverpólitísk þingnefnd tók þá ákvörðun í gær. 9. nóvember 2017 07:00 Le Pen rannsökuð fyrir fjármálamisferli Fjármálamisferlið er tengt Evrópuþinginu en þingið grunar að um fimm milljónir evra hafi verið greiddar aðstoðarmönnum Þjóðfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Le Pen. 30. júní 2017 16:17 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Sjá meira
Ræða mögulega nafnabreytingu á Þjóðfylkingunni Helstu leiðtogar frönsku Þjóðfylkingarinnar koma saman í dag til að ræða hvernig best sé að bregðast við ósigrum flokksins í nýlegum forseta- og þingkosningum í Frakklandi. 21. júlí 2017 12:48
Þingnefnd sviptir Le Pen þinghelginni Franska þingið svipti Marine Le Pen, sem laut í lægra haldi fyrir Emmanuel Macron í forsetakosningum fyrr á árinu, þinghelgi í gær. Þverpólitísk þingnefnd tók þá ákvörðun í gær. 9. nóvember 2017 07:00
Le Pen rannsökuð fyrir fjármálamisferli Fjármálamisferlið er tengt Evrópuþinginu en þingið grunar að um fimm milljónir evra hafi verið greiddar aðstoðarmönnum Þjóðfylkingarinnar, stjórnmálaflokks Le Pen. 30. júní 2017 16:17