#höfumhátt Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar