#höfumhátt Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 07:00 Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Líkt og undanfarin ár stendur UN Women fyrir Ljósagöngu sem farin verður í dag kl.17.00. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Átakinu lýkur 10. desember á alþjóðlegum mannréttindadegi. Ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Þetta eru hræðilegar tölur og sýna í hnotskurn þetta mein sem þrífst í öllum samfélögum. Því miður er enn langt í land í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Hingað til hafa raddir þolenda oft á tíðum verið þaggaðar niður, bæði í íslensku samfélagi sem og heiminum öllum. Síðastliðið sumar var okkur sýnt hvað samtakamátturinn getur gert. Fjórar ungar konur, þær Anna Katrín Snorradóttir, Glódís Tara, Halla Ólöf Jónsdóttir og Nína Rún Bergsdóttir spiluðu aðalhlutverk í atburðarás sem leiddi til ríkisstjórnarslita á Íslandi. Þær neituðu að þegja lengur. Þær neituðu að samþykkja það að ofbeldismaður þeirra fengi uppreist æru. Þær fengu nóg af leyndarhyggju þar sem tekið er á ofbeldi gegn konum og börnum af léttúð og andvaraleysi. Af stað fór átakið #höfumhátt sem var í raun ekkert annað en bylting. Umræðan var komin af stað og hefur ekki aðeins náð háum hæðum á Íslandi heldur fór í haust af stað önnur bylgja á alþjóðavettvangi undir merkjum #metoo. Þar byrjuðu konur að fjalla um það kynbundna ofbeldi sem þær hafa upplifað. Milljónir kvenna um heim allan hafa tjáð sig og neita að þegja lengur, heilu fagstéttirnar hafa opnað sig um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem hefur verið ríkjandi á vinnustöðum. Þögnin hefur verið rofin. UN Women vinnur að því á heimsvísu að uppræta ofbeldi gegn konum. Helstu áherslur eru að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð, stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum. Á meðan ofbeldi viðgengst og refsileysi ríkir munu framfarir í jafnréttisbaráttunni ekki eiga sér stað. Við hjá UN Women á Íslandi fögnum því að konur láti í sér heyra. Við eigum öll, bæði íslenskt samfélag sem og stjórnvöld, að styðja og hjálpa brotaþolum að ná fram réttlæti. Það má ekki gerast að þeir sem svívirða stúlkur og konur geti gengið um hvítþvegnir á meðan þolendur feta sig áfram í myrkrinu þar sem enginn heyrir í þeim né vill hlusta. Seinna í dag munum við fylkja okkur að baki þessum fjórum hugrökku ungu konum, þeim Önnu Katrínu, Höllu Ólöfu, Nínu Rún og Glódísi Töru. Þátttaka þeirra er táknræn fyrir raddir allra þeirra kvenna sem ekki fá hljómgrunn. Sterkar konur sem höfðu hátt og gáfust ekki upp. Þær eru kyndilberar Ljósagöngu UN Women í ár. Baráttunni er ekki lokið - en byltingin er hafin! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar