Karlar, tökum ábyrgð Heimir Örn Hólmarsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Undanfarin misseri hafa netmiðlar og jafnvel fjölmiðlar verið stútfullir af skilaboðum frá konum sem innihalda skilaboð líkt og #höfumhátt, #þöggun, #metoo og fleiri skilaboð til samfélagsins. Ég sé ekki betur en að í þessu felist ákall til samfélagsins og þar með til okkar karlmanna en það virðist vera lítið um viðbrögð, fyrir utan #strákahitting sem er enn annað ákallið. Afhverju er það? Ég ætla að leyfa mér í þessum pistli að horfa á málið út frá sjónarmiði karlmanna. Teljum við okkur trú um að við séum ekki hluti af þessu vandamáli? Getur verið að við höfum rangt fyrir okkur í því samhengi? Ég fór að velta fyrir mér hvort ég sé ekki örugglega þessi heiðarlegi, góði og einfaldlega frábæri náungi sem hefur aldrei gert neinum neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að halda að maður sé algjörlega frábær einstaklingur og ástæðan er einföld. Ég er karlmaður og „er bara með ´etta“! En svörin við vangaveltum mínum hér að framan eru mjög einföld. Ég er hluti af vandamálinu og ef þú ert karlmaður þá ert þú sennilega það líka, meðvitað eða ómeðvitað. Ég er hluti af vandamálinu á ómeðvitaðan hátt. Ég fór að hugsa til baka hvort ég hafi kynferðislega áreitt einhvern eða lent jafnvel í því sjálfur. Fyrsta svar mitt var „nei“ við báðum spurningum. Síðan fór ég að hugsa mig vel um og þá komst ég að því að svarið var í raun „já“ við báðum spurningum. Ég man eftir einu atviki í menntaskóla þar sem ég hegðaði mér á mjög ósæmilegan máta. Þetta var á 80‘s balli í Menntaskólanum við Sund. Það var einhvern veginn viðurkennt af samnemendum, sennilega strákunum, að það væri í góðu lagi að vera ógeðslegur á þessum böllum þar sem allir voru hvort eð er í hallærislegum fötum og fáránlega málaðir í framan. Á þessu tiltekna balli var ég mjög uppáþrengjandi við eina stelpu og var frekar ógnandi þó svo að það hafi ekki verið ætlunin mín. Að lokum kom sameiginlegur félagi okkar að mér og sagði mér að hætta þessu þar sem henni leið illa vegna minnar hegðunar. Mér þykir enn leitt að hafa áreitt þessa stúlku og bið hana hér með afsökunar á hegðun minni. Svo var það hin spurningin, hvort ég hafi lent í því sjálfur. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem ég hef lent í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenna. Sú upplifun er verulega óþægileg. En þá er spurningin, afhverju hef ég ekki séð t.d. #metoo skilaboð frá karlmönnum á samfélagsmiðlum? Er það vegna þess að við lendum ekki í þessu? Jú, við lendum að öllum líkindum einnig í slíkri áreitni en er einhver munur þarna á og ef svo er hver ætli hann sé? Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta snerti okkur karlmenn ekki eins mikið og konur er vegna þess að við karlmenn upplifum okkur ekki í hættu og að sama skapi lenda konur í þessu miklu oftar en karlmenn. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum að í fyrsta lagi hugsum við „vá hvað ég er með ´etta“ og ef þetta verður of óþægilegt þá getum við alltaf komið okkur sjálfir út úr aðstæðunum. Karlmaðurinn eru oft á tíðum líkamlega sterkari en konan sem verður fyrir áreitninni og því skil ég vel að hennar upplifun sé sú að hennar öryggi sé ógnað og veiti henni verulega mikilli vanlíðan. Það er ekki hægt að horfa lengur upp á skilaboð eins og #höfumhátt, #þöggun, #metoo án þess að bregðast við. Karlmenn! Tökum ábyrgð á hegðun okkar og gjörðum. Komum vel fram við samborgara okkar. Sýnum öllum virðingu og berum virðingu fyrir mannréttindum annarra. Tökum stöðu með konum í þessu máli. Ákallið er þeirra og við skulum virða það. Að sama skapi þurfum við að kenna ungum karlmönnum í samfélaginu að koma vel fram og byggja þar upp grunninn að góðri hegðun og ánægjulegu umhverfi fyrir alla. Hefjum samræðuna um kynbundið ofbeldi. Konur hafa kallað hátt og vel og núna hefjumst við handa við að laga ástandið í sameiningu. En hvernig gerum við það? Það hefst til dæmis með því að rjúfa þöggunarmúrinn og að menn viðurkenni mistök sín og læri af þeim. Ég tel líka að opinn samræðu vettvangur, líkt og þjóðfundar form, myndi vera góð byrjun á því að færa samfélag okkar á hærra siðferðislegt plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa netmiðlar og jafnvel fjölmiðlar verið stútfullir af skilaboðum frá konum sem innihalda skilaboð líkt og #höfumhátt, #þöggun, #metoo og fleiri skilaboð til samfélagsins. Ég sé ekki betur en að í þessu felist ákall til samfélagsins og þar með til okkar karlmanna en það virðist vera lítið um viðbrögð, fyrir utan #strákahitting sem er enn annað ákallið. Afhverju er það? Ég ætla að leyfa mér í þessum pistli að horfa á málið út frá sjónarmiði karlmanna. Teljum við okkur trú um að við séum ekki hluti af þessu vandamáli? Getur verið að við höfum rangt fyrir okkur í því samhengi? Ég fór að velta fyrir mér hvort ég sé ekki örugglega þessi heiðarlegi, góði og einfaldlega frábæri náungi sem hefur aldrei gert neinum neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að halda að maður sé algjörlega frábær einstaklingur og ástæðan er einföld. Ég er karlmaður og „er bara með ´etta“! En svörin við vangaveltum mínum hér að framan eru mjög einföld. Ég er hluti af vandamálinu og ef þú ert karlmaður þá ert þú sennilega það líka, meðvitað eða ómeðvitað. Ég er hluti af vandamálinu á ómeðvitaðan hátt. Ég fór að hugsa til baka hvort ég hafi kynferðislega áreitt einhvern eða lent jafnvel í því sjálfur. Fyrsta svar mitt var „nei“ við báðum spurningum. Síðan fór ég að hugsa mig vel um og þá komst ég að því að svarið var í raun „já“ við báðum spurningum. Ég man eftir einu atviki í menntaskóla þar sem ég hegðaði mér á mjög ósæmilegan máta. Þetta var á 80‘s balli í Menntaskólanum við Sund. Það var einhvern veginn viðurkennt af samnemendum, sennilega strákunum, að það væri í góðu lagi að vera ógeðslegur á þessum böllum þar sem allir voru hvort eð er í hallærislegum fötum og fáránlega málaðir í framan. Á þessu tiltekna balli var ég mjög uppáþrengjandi við eina stelpu og var frekar ógnandi þó svo að það hafi ekki verið ætlunin mín. Að lokum kom sameiginlegur félagi okkar að mér og sagði mér að hætta þessu þar sem henni leið illa vegna minnar hegðunar. Mér þykir enn leitt að hafa áreitt þessa stúlku og bið hana hér með afsökunar á hegðun minni. Svo var það hin spurningin, hvort ég hafi lent í því sjálfur. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem ég hef lent í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenna. Sú upplifun er verulega óþægileg. En þá er spurningin, afhverju hef ég ekki séð t.d. #metoo skilaboð frá karlmönnum á samfélagsmiðlum? Er það vegna þess að við lendum ekki í þessu? Jú, við lendum að öllum líkindum einnig í slíkri áreitni en er einhver munur þarna á og ef svo er hver ætli hann sé? Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta snerti okkur karlmenn ekki eins mikið og konur er vegna þess að við karlmenn upplifum okkur ekki í hættu og að sama skapi lenda konur í þessu miklu oftar en karlmenn. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum að í fyrsta lagi hugsum við „vá hvað ég er með ´etta“ og ef þetta verður of óþægilegt þá getum við alltaf komið okkur sjálfir út úr aðstæðunum. Karlmaðurinn eru oft á tíðum líkamlega sterkari en konan sem verður fyrir áreitninni og því skil ég vel að hennar upplifun sé sú að hennar öryggi sé ógnað og veiti henni verulega mikilli vanlíðan. Það er ekki hægt að horfa lengur upp á skilaboð eins og #höfumhátt, #þöggun, #metoo án þess að bregðast við. Karlmenn! Tökum ábyrgð á hegðun okkar og gjörðum. Komum vel fram við samborgara okkar. Sýnum öllum virðingu og berum virðingu fyrir mannréttindum annarra. Tökum stöðu með konum í þessu máli. Ákallið er þeirra og við skulum virða það. Að sama skapi þurfum við að kenna ungum karlmönnum í samfélaginu að koma vel fram og byggja þar upp grunninn að góðri hegðun og ánægjulegu umhverfi fyrir alla. Hefjum samræðuna um kynbundið ofbeldi. Konur hafa kallað hátt og vel og núna hefjumst við handa við að laga ástandið í sameiningu. En hvernig gerum við það? Það hefst til dæmis með því að rjúfa þöggunarmúrinn og að menn viðurkenni mistök sín og læri af þeim. Ég tel líka að opinn samræðu vettvangur, líkt og þjóðfundar form, myndi vera góð byrjun á því að færa samfélag okkar á hærra siðferðislegt plan.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar