Karlar, tökum ábyrgð Heimir Örn Hólmarsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Undanfarin misseri hafa netmiðlar og jafnvel fjölmiðlar verið stútfullir af skilaboðum frá konum sem innihalda skilaboð líkt og #höfumhátt, #þöggun, #metoo og fleiri skilaboð til samfélagsins. Ég sé ekki betur en að í þessu felist ákall til samfélagsins og þar með til okkar karlmanna en það virðist vera lítið um viðbrögð, fyrir utan #strákahitting sem er enn annað ákallið. Afhverju er það? Ég ætla að leyfa mér í þessum pistli að horfa á málið út frá sjónarmiði karlmanna. Teljum við okkur trú um að við séum ekki hluti af þessu vandamáli? Getur verið að við höfum rangt fyrir okkur í því samhengi? Ég fór að velta fyrir mér hvort ég sé ekki örugglega þessi heiðarlegi, góði og einfaldlega frábæri náungi sem hefur aldrei gert neinum neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að halda að maður sé algjörlega frábær einstaklingur og ástæðan er einföld. Ég er karlmaður og „er bara með ´etta“! En svörin við vangaveltum mínum hér að framan eru mjög einföld. Ég er hluti af vandamálinu og ef þú ert karlmaður þá ert þú sennilega það líka, meðvitað eða ómeðvitað. Ég er hluti af vandamálinu á ómeðvitaðan hátt. Ég fór að hugsa til baka hvort ég hafi kynferðislega áreitt einhvern eða lent jafnvel í því sjálfur. Fyrsta svar mitt var „nei“ við báðum spurningum. Síðan fór ég að hugsa mig vel um og þá komst ég að því að svarið var í raun „já“ við báðum spurningum. Ég man eftir einu atviki í menntaskóla þar sem ég hegðaði mér á mjög ósæmilegan máta. Þetta var á 80‘s balli í Menntaskólanum við Sund. Það var einhvern veginn viðurkennt af samnemendum, sennilega strákunum, að það væri í góðu lagi að vera ógeðslegur á þessum böllum þar sem allir voru hvort eð er í hallærislegum fötum og fáránlega málaðir í framan. Á þessu tiltekna balli var ég mjög uppáþrengjandi við eina stelpu og var frekar ógnandi þó svo að það hafi ekki verið ætlunin mín. Að lokum kom sameiginlegur félagi okkar að mér og sagði mér að hætta þessu þar sem henni leið illa vegna minnar hegðunar. Mér þykir enn leitt að hafa áreitt þessa stúlku og bið hana hér með afsökunar á hegðun minni. Svo var það hin spurningin, hvort ég hafi lent í því sjálfur. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem ég hef lent í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenna. Sú upplifun er verulega óþægileg. En þá er spurningin, afhverju hef ég ekki séð t.d. #metoo skilaboð frá karlmönnum á samfélagsmiðlum? Er það vegna þess að við lendum ekki í þessu? Jú, við lendum að öllum líkindum einnig í slíkri áreitni en er einhver munur þarna á og ef svo er hver ætli hann sé? Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta snerti okkur karlmenn ekki eins mikið og konur er vegna þess að við karlmenn upplifum okkur ekki í hættu og að sama skapi lenda konur í þessu miklu oftar en karlmenn. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum að í fyrsta lagi hugsum við „vá hvað ég er með ´etta“ og ef þetta verður of óþægilegt þá getum við alltaf komið okkur sjálfir út úr aðstæðunum. Karlmaðurinn eru oft á tíðum líkamlega sterkari en konan sem verður fyrir áreitninni og því skil ég vel að hennar upplifun sé sú að hennar öryggi sé ógnað og veiti henni verulega mikilli vanlíðan. Það er ekki hægt að horfa lengur upp á skilaboð eins og #höfumhátt, #þöggun, #metoo án þess að bregðast við. Karlmenn! Tökum ábyrgð á hegðun okkar og gjörðum. Komum vel fram við samborgara okkar. Sýnum öllum virðingu og berum virðingu fyrir mannréttindum annarra. Tökum stöðu með konum í þessu máli. Ákallið er þeirra og við skulum virða það. Að sama skapi þurfum við að kenna ungum karlmönnum í samfélaginu að koma vel fram og byggja þar upp grunninn að góðri hegðun og ánægjulegu umhverfi fyrir alla. Hefjum samræðuna um kynbundið ofbeldi. Konur hafa kallað hátt og vel og núna hefjumst við handa við að laga ástandið í sameiningu. En hvernig gerum við það? Það hefst til dæmis með því að rjúfa þöggunarmúrinn og að menn viðurkenni mistök sín og læri af þeim. Ég tel líka að opinn samræðu vettvangur, líkt og þjóðfundar form, myndi vera góð byrjun á því að færa samfélag okkar á hærra siðferðislegt plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa netmiðlar og jafnvel fjölmiðlar verið stútfullir af skilaboðum frá konum sem innihalda skilaboð líkt og #höfumhátt, #þöggun, #metoo og fleiri skilaboð til samfélagsins. Ég sé ekki betur en að í þessu felist ákall til samfélagsins og þar með til okkar karlmanna en það virðist vera lítið um viðbrögð, fyrir utan #strákahitting sem er enn annað ákallið. Afhverju er það? Ég ætla að leyfa mér í þessum pistli að horfa á málið út frá sjónarmiði karlmanna. Teljum við okkur trú um að við séum ekki hluti af þessu vandamáli? Getur verið að við höfum rangt fyrir okkur í því samhengi? Ég fór að velta fyrir mér hvort ég sé ekki örugglega þessi heiðarlegi, góði og einfaldlega frábæri náungi sem hefur aldrei gert neinum neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að halda að maður sé algjörlega frábær einstaklingur og ástæðan er einföld. Ég er karlmaður og „er bara með ´etta“! En svörin við vangaveltum mínum hér að framan eru mjög einföld. Ég er hluti af vandamálinu og ef þú ert karlmaður þá ert þú sennilega það líka, meðvitað eða ómeðvitað. Ég er hluti af vandamálinu á ómeðvitaðan hátt. Ég fór að hugsa til baka hvort ég hafi kynferðislega áreitt einhvern eða lent jafnvel í því sjálfur. Fyrsta svar mitt var „nei“ við báðum spurningum. Síðan fór ég að hugsa mig vel um og þá komst ég að því að svarið var í raun „já“ við báðum spurningum. Ég man eftir einu atviki í menntaskóla þar sem ég hegðaði mér á mjög ósæmilegan máta. Þetta var á 80‘s balli í Menntaskólanum við Sund. Það var einhvern veginn viðurkennt af samnemendum, sennilega strákunum, að það væri í góðu lagi að vera ógeðslegur á þessum böllum þar sem allir voru hvort eð er í hallærislegum fötum og fáránlega málaðir í framan. Á þessu tiltekna balli var ég mjög uppáþrengjandi við eina stelpu og var frekar ógnandi þó svo að það hafi ekki verið ætlunin mín. Að lokum kom sameiginlegur félagi okkar að mér og sagði mér að hætta þessu þar sem henni leið illa vegna minnar hegðunar. Mér þykir enn leitt að hafa áreitt þessa stúlku og bið hana hér með afsökunar á hegðun minni. Svo var það hin spurningin, hvort ég hafi lent í því sjálfur. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem ég hef lent í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenna. Sú upplifun er verulega óþægileg. En þá er spurningin, afhverju hef ég ekki séð t.d. #metoo skilaboð frá karlmönnum á samfélagsmiðlum? Er það vegna þess að við lendum ekki í þessu? Jú, við lendum að öllum líkindum einnig í slíkri áreitni en er einhver munur þarna á og ef svo er hver ætli hann sé? Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta snerti okkur karlmenn ekki eins mikið og konur er vegna þess að við karlmenn upplifum okkur ekki í hættu og að sama skapi lenda konur í þessu miklu oftar en karlmenn. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum að í fyrsta lagi hugsum við „vá hvað ég er með ´etta“ og ef þetta verður of óþægilegt þá getum við alltaf komið okkur sjálfir út úr aðstæðunum. Karlmaðurinn eru oft á tíðum líkamlega sterkari en konan sem verður fyrir áreitninni og því skil ég vel að hennar upplifun sé sú að hennar öryggi sé ógnað og veiti henni verulega mikilli vanlíðan. Það er ekki hægt að horfa lengur upp á skilaboð eins og #höfumhátt, #þöggun, #metoo án þess að bregðast við. Karlmenn! Tökum ábyrgð á hegðun okkar og gjörðum. Komum vel fram við samborgara okkar. Sýnum öllum virðingu og berum virðingu fyrir mannréttindum annarra. Tökum stöðu með konum í þessu máli. Ákallið er þeirra og við skulum virða það. Að sama skapi þurfum við að kenna ungum karlmönnum í samfélaginu að koma vel fram og byggja þar upp grunninn að góðri hegðun og ánægjulegu umhverfi fyrir alla. Hefjum samræðuna um kynbundið ofbeldi. Konur hafa kallað hátt og vel og núna hefjumst við handa við að laga ástandið í sameiningu. En hvernig gerum við það? Það hefst til dæmis með því að rjúfa þöggunarmúrinn og að menn viðurkenni mistök sín og læri af þeim. Ég tel líka að opinn samræðu vettvangur, líkt og þjóðfundar form, myndi vera góð byrjun á því að færa samfélag okkar á hærra siðferðislegt plan.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar