Karlar, tökum ábyrgð Heimir Örn Hólmarsson skrifar 28. nóvember 2017 06:00 Undanfarin misseri hafa netmiðlar og jafnvel fjölmiðlar verið stútfullir af skilaboðum frá konum sem innihalda skilaboð líkt og #höfumhátt, #þöggun, #metoo og fleiri skilaboð til samfélagsins. Ég sé ekki betur en að í þessu felist ákall til samfélagsins og þar með til okkar karlmanna en það virðist vera lítið um viðbrögð, fyrir utan #strákahitting sem er enn annað ákallið. Afhverju er það? Ég ætla að leyfa mér í þessum pistli að horfa á málið út frá sjónarmiði karlmanna. Teljum við okkur trú um að við séum ekki hluti af þessu vandamáli? Getur verið að við höfum rangt fyrir okkur í því samhengi? Ég fór að velta fyrir mér hvort ég sé ekki örugglega þessi heiðarlegi, góði og einfaldlega frábæri náungi sem hefur aldrei gert neinum neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að halda að maður sé algjörlega frábær einstaklingur og ástæðan er einföld. Ég er karlmaður og „er bara með ´etta“! En svörin við vangaveltum mínum hér að framan eru mjög einföld. Ég er hluti af vandamálinu og ef þú ert karlmaður þá ert þú sennilega það líka, meðvitað eða ómeðvitað. Ég er hluti af vandamálinu á ómeðvitaðan hátt. Ég fór að hugsa til baka hvort ég hafi kynferðislega áreitt einhvern eða lent jafnvel í því sjálfur. Fyrsta svar mitt var „nei“ við báðum spurningum. Síðan fór ég að hugsa mig vel um og þá komst ég að því að svarið var í raun „já“ við báðum spurningum. Ég man eftir einu atviki í menntaskóla þar sem ég hegðaði mér á mjög ósæmilegan máta. Þetta var á 80‘s balli í Menntaskólanum við Sund. Það var einhvern veginn viðurkennt af samnemendum, sennilega strákunum, að það væri í góðu lagi að vera ógeðslegur á þessum böllum þar sem allir voru hvort eð er í hallærislegum fötum og fáránlega málaðir í framan. Á þessu tiltekna balli var ég mjög uppáþrengjandi við eina stelpu og var frekar ógnandi þó svo að það hafi ekki verið ætlunin mín. Að lokum kom sameiginlegur félagi okkar að mér og sagði mér að hætta þessu þar sem henni leið illa vegna minnar hegðunar. Mér þykir enn leitt að hafa áreitt þessa stúlku og bið hana hér með afsökunar á hegðun minni. Svo var það hin spurningin, hvort ég hafi lent í því sjálfur. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem ég hef lent í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenna. Sú upplifun er verulega óþægileg. En þá er spurningin, afhverju hef ég ekki séð t.d. #metoo skilaboð frá karlmönnum á samfélagsmiðlum? Er það vegna þess að við lendum ekki í þessu? Jú, við lendum að öllum líkindum einnig í slíkri áreitni en er einhver munur þarna á og ef svo er hver ætli hann sé? Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta snerti okkur karlmenn ekki eins mikið og konur er vegna þess að við karlmenn upplifum okkur ekki í hættu og að sama skapi lenda konur í þessu miklu oftar en karlmenn. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum að í fyrsta lagi hugsum við „vá hvað ég er með ´etta“ og ef þetta verður of óþægilegt þá getum við alltaf komið okkur sjálfir út úr aðstæðunum. Karlmaðurinn eru oft á tíðum líkamlega sterkari en konan sem verður fyrir áreitninni og því skil ég vel að hennar upplifun sé sú að hennar öryggi sé ógnað og veiti henni verulega mikilli vanlíðan. Það er ekki hægt að horfa lengur upp á skilaboð eins og #höfumhátt, #þöggun, #metoo án þess að bregðast við. Karlmenn! Tökum ábyrgð á hegðun okkar og gjörðum. Komum vel fram við samborgara okkar. Sýnum öllum virðingu og berum virðingu fyrir mannréttindum annarra. Tökum stöðu með konum í þessu máli. Ákallið er þeirra og við skulum virða það. Að sama skapi þurfum við að kenna ungum karlmönnum í samfélaginu að koma vel fram og byggja þar upp grunninn að góðri hegðun og ánægjulegu umhverfi fyrir alla. Hefjum samræðuna um kynbundið ofbeldi. Konur hafa kallað hátt og vel og núna hefjumst við handa við að laga ástandið í sameiningu. En hvernig gerum við það? Það hefst til dæmis með því að rjúfa þöggunarmúrinn og að menn viðurkenni mistök sín og læri af þeim. Ég tel líka að opinn samræðu vettvangur, líkt og þjóðfundar form, myndi vera góð byrjun á því að færa samfélag okkar á hærra siðferðislegt plan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa netmiðlar og jafnvel fjölmiðlar verið stútfullir af skilaboðum frá konum sem innihalda skilaboð líkt og #höfumhátt, #þöggun, #metoo og fleiri skilaboð til samfélagsins. Ég sé ekki betur en að í þessu felist ákall til samfélagsins og þar með til okkar karlmanna en það virðist vera lítið um viðbrögð, fyrir utan #strákahitting sem er enn annað ákallið. Afhverju er það? Ég ætla að leyfa mér í þessum pistli að horfa á málið út frá sjónarmiði karlmanna. Teljum við okkur trú um að við séum ekki hluti af þessu vandamáli? Getur verið að við höfum rangt fyrir okkur í því samhengi? Ég fór að velta fyrir mér hvort ég sé ekki örugglega þessi heiðarlegi, góði og einfaldlega frábæri náungi sem hefur aldrei gert neinum neitt. Það er nefnilega mjög auðvelt að halda að maður sé algjörlega frábær einstaklingur og ástæðan er einföld. Ég er karlmaður og „er bara með ´etta“! En svörin við vangaveltum mínum hér að framan eru mjög einföld. Ég er hluti af vandamálinu og ef þú ert karlmaður þá ert þú sennilega það líka, meðvitað eða ómeðvitað. Ég er hluti af vandamálinu á ómeðvitaðan hátt. Ég fór að hugsa til baka hvort ég hafi kynferðislega áreitt einhvern eða lent jafnvel í því sjálfur. Fyrsta svar mitt var „nei“ við báðum spurningum. Síðan fór ég að hugsa mig vel um og þá komst ég að því að svarið var í raun „já“ við báðum spurningum. Ég man eftir einu atviki í menntaskóla þar sem ég hegðaði mér á mjög ósæmilegan máta. Þetta var á 80‘s balli í Menntaskólanum við Sund. Það var einhvern veginn viðurkennt af samnemendum, sennilega strákunum, að það væri í góðu lagi að vera ógeðslegur á þessum böllum þar sem allir voru hvort eð er í hallærislegum fötum og fáránlega málaðir í framan. Á þessu tiltekna balli var ég mjög uppáþrengjandi við eina stelpu og var frekar ógnandi þó svo að það hafi ekki verið ætlunin mín. Að lokum kom sameiginlegur félagi okkar að mér og sagði mér að hætta þessu þar sem henni leið illa vegna minnar hegðunar. Mér þykir enn leitt að hafa áreitt þessa stúlku og bið hana hér með afsökunar á hegðun minni. Svo var það hin spurningin, hvort ég hafi lent í því sjálfur. Ég man eftir nokkrum tilfellum þar sem ég hef lent í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenna. Sú upplifun er verulega óþægileg. En þá er spurningin, afhverju hef ég ekki séð t.d. #metoo skilaboð frá karlmönnum á samfélagsmiðlum? Er það vegna þess að við lendum ekki í þessu? Jú, við lendum að öllum líkindum einnig í slíkri áreitni en er einhver munur þarna á og ef svo er hver ætli hann sé? Ég tel að ástæðan fyrir því að þetta snerti okkur karlmenn ekki eins mikið og konur er vegna þess að við karlmenn upplifum okkur ekki í hættu og að sama skapi lenda konur í þessu miklu oftar en karlmenn. Við erum svo uppteknir af okkur sjálfum að í fyrsta lagi hugsum við „vá hvað ég er með ´etta“ og ef þetta verður of óþægilegt þá getum við alltaf komið okkur sjálfir út úr aðstæðunum. Karlmaðurinn eru oft á tíðum líkamlega sterkari en konan sem verður fyrir áreitninni og því skil ég vel að hennar upplifun sé sú að hennar öryggi sé ógnað og veiti henni verulega mikilli vanlíðan. Það er ekki hægt að horfa lengur upp á skilaboð eins og #höfumhátt, #þöggun, #metoo án þess að bregðast við. Karlmenn! Tökum ábyrgð á hegðun okkar og gjörðum. Komum vel fram við samborgara okkar. Sýnum öllum virðingu og berum virðingu fyrir mannréttindum annarra. Tökum stöðu með konum í þessu máli. Ákallið er þeirra og við skulum virða það. Að sama skapi þurfum við að kenna ungum karlmönnum í samfélaginu að koma vel fram og byggja þar upp grunninn að góðri hegðun og ánægjulegu umhverfi fyrir alla. Hefjum samræðuna um kynbundið ofbeldi. Konur hafa kallað hátt og vel og núna hefjumst við handa við að laga ástandið í sameiningu. En hvernig gerum við það? Það hefst til dæmis með því að rjúfa þöggunarmúrinn og að menn viðurkenni mistök sín og læri af þeim. Ég tel líka að opinn samræðu vettvangur, líkt og þjóðfundar form, myndi vera góð byrjun á því að færa samfélag okkar á hærra siðferðislegt plan.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar