Ekki vitað hvenær hægt verður að fljúga yfir og rannsaka svæðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 18:45 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum kemur ekki undan Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að fljúga yfir svæðið til þess að kanna nákvæmlega hvers vegna aukið jarðhitavatn er í ánni og óvíst hvenær það verður hægt. Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur verið nokkuð stöðug síðan aukinnar rafleiðni varð vart í síðustu viku en auk þess hafði rennsli í ánni aukist. Þá hefur jarðhitalykt verið á svæðinu og áin óvenju mórauð miðað við árstíma. Það voru vatnamælingarmenn sem uppgötvuðu aukna rafleiðini í Jökulsá á Fjöllum fyrir um viku síðan. Síðan þá hafa sérfræðingar Veðurstofunnar auk Almannavarna reynt að komast að því hvað sé að gerast undir Vatnajökli, en án árangurs því ekki hefur verið hægt að fljúga yfir jökulinn til þess að kanna hvað er að gerast. Í síðustu viku töldu vísindamenn að vatnið kæmi undan Kverkfjöllum en gervihnattamyndir höfðu sýnt breytingar á því svæði. Nú hins vegar halda menn að vatnið kom undan Dyngjujökli. „Við höfum fengið upplýsingar með loftmyndum austan af Egilsstöðum sem að sýna að vatnsrennslið úr Kverkfjöllum er mjög lítið miðað við það sem kemur úr kvísl í Jökulsá á Fjöllum, sem að kemur úr Dyngjujökli,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Oddur segir að staðan á ánni sé svipuð og síðustu viku, langvarandi aukning á leiðini sem sé óvenjuleg á þessum árstíma. „Eitthvað er öðruvísi en venjulega en þetta er samt sem áður ekki hefðbundið jökulhlaup sem að er oftast nær með miklu rennsli og skörpun rennslis toppi,“ segir Oddur. Vísindamenn telja að aukin rafleiðni komi vegna jarðhita undir jöklinum en Oddur telur ólíklegt að það tengist eldsumbrotum. „Það væri ekkert skrýtið að það kæmu upp ný jarðhitasvæði í jöklinum við þessi umbrot sem hafa verið að undanförnu, sérstaklega í sambandi við Bárðarbungu, en þetta virðist ekki vera úr Bárðarbungu,“ segir Oddur. Nú er talið að vatnið komi undan syðri öskju Kverkfjalla og segir Oddur að vel sé fylgst með svæðinu, bæði jarðskorpubreytingum, þeim jarðskjálftum sem hafa komið og gervihnattamyndum. Oddur vonast til að fljótlega verði hægt að segja til hvaðan og hvers vegna vatnið kemur undan jöklinum.Hvenær búist þið við að flogið yfir og lent á svæðinu til þess að rannsaka það? „Nú verð ég að líta á veðurspánna. Ég satt að segja veit það ekki. Það er ekkert spennandi veður í bili,“ segir Oddur. Tengdar fréttir Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13 Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00 Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00 Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59 Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum kemur ekki undan Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Vísindamönnum hefur enn ekki tekist að fljúga yfir svæðið til þess að kanna nákvæmlega hvers vegna aukið jarðhitavatn er í ánni og óvíst hvenær það verður hægt. Rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum hefur verið nokkuð stöðug síðan aukinnar rafleiðni varð vart í síðustu viku en auk þess hafði rennsli í ánni aukist. Þá hefur jarðhitalykt verið á svæðinu og áin óvenju mórauð miðað við árstíma. Það voru vatnamælingarmenn sem uppgötvuðu aukna rafleiðini í Jökulsá á Fjöllum fyrir um viku síðan. Síðan þá hafa sérfræðingar Veðurstofunnar auk Almannavarna reynt að komast að því hvað sé að gerast undir Vatnajökli, en án árangurs því ekki hefur verið hægt að fljúga yfir jökulinn til þess að kanna hvað er að gerast. Í síðustu viku töldu vísindamenn að vatnið kæmi undan Kverkfjöllum en gervihnattamyndir höfðu sýnt breytingar á því svæði. Nú hins vegar halda menn að vatnið kom undan Dyngjujökli. „Við höfum fengið upplýsingar með loftmyndum austan af Egilsstöðum sem að sýna að vatnsrennslið úr Kverkfjöllum er mjög lítið miðað við það sem kemur úr kvísl í Jökulsá á Fjöllum, sem að kemur úr Dyngjujökli,“ segir Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Oddur segir að staðan á ánni sé svipuð og síðustu viku, langvarandi aukning á leiðini sem sé óvenjuleg á þessum árstíma. „Eitthvað er öðruvísi en venjulega en þetta er samt sem áður ekki hefðbundið jökulhlaup sem að er oftast nær með miklu rennsli og skörpun rennslis toppi,“ segir Oddur. Vísindamenn telja að aukin rafleiðni komi vegna jarðhita undir jöklinum en Oddur telur ólíklegt að það tengist eldsumbrotum. „Það væri ekkert skrýtið að það kæmu upp ný jarðhitasvæði í jöklinum við þessi umbrot sem hafa verið að undanförnu, sérstaklega í sambandi við Bárðarbungu, en þetta virðist ekki vera úr Bárðarbungu,“ segir Oddur. Nú er talið að vatnið komi undan syðri öskju Kverkfjalla og segir Oddur að vel sé fylgst með svæðinu, bæði jarðskorpubreytingum, þeim jarðskjálftum sem hafa komið og gervihnattamyndum. Oddur vonast til að fljótlega verði hægt að segja til hvaðan og hvers vegna vatnið kemur undan jöklinum.Hvenær búist þið við að flogið yfir og lent á svæðinu til þess að rannsaka það? „Nú verð ég að líta á veðurspánna. Ég satt að segja veit það ekki. Það er ekkert spennandi veður í bili,“ segir Oddur.
Tengdar fréttir Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13 Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00 Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00 Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59 Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00 Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Fljúga ekki yfir Vatnajökul í dag vegna veðurs "Það er einhver bráðnun sem orsakar þetta.“ 8. nóvember 2017 10:13
Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát við upptök Jökulsár á Fjöllum vegna mögulegs gasútstreymis við upptök. 7. nóvember 2017 19:00
Gervihnattamyndir gefa til kynna að eitthvað sé að gerast í Kverkfjöllum Hugsanlegt er að uppruni aukinnar rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum sé í Kverkfjöllum en Vísindamenn hafa ekki getað flogið yfir svæðið í dag vegna veðurs. 8. nóvember 2017 20:00
Ekkert dró úr rafleiðni Rennslið í Jökulsá á Fjöllum er enn mjög mikið miðað við árstíma. 10. nóvember 2017 07:59
Vilja fljúga yfir Jökulsá á Fjöllum og taka sýni úr ánum í dag Allar vísbendingar benda til þess að aukna rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum megi rekja til vatnslosunar úr svokölluðu Gengissigi í Kverkfjöllum. 9. nóvember 2017 07:00
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings benda einkenni árinnar til þess að um jökulhlaup sé að ræða. 7. nóvember 2017 20:31