Hanna Rún handlímdi 30 þúsund steina á brúðarkjól Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. nóvember 2017 11:30 Steinarnir og perlurnar, alls þrjátíu þúsund, voru sett á í höndunum. „Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna.. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna..
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira