Hanna Rún handlímdi 30 þúsund steina á brúðarkjól Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. nóvember 2017 11:30 Steinarnir og perlurnar, alls þrjátíu þúsund, voru sett á í höndunum. „Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna.. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna..
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira