Hanna Rún handlímdi 30 þúsund steina á brúðarkjól Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. nóvember 2017 11:30 Steinarnir og perlurnar, alls þrjátíu þúsund, voru sett á í höndunum. „Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna.. Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Ég hef aldrei saumað brúðarkjól fyrir neinn. Ég hef verið að sauma danskjóla fyrir mig en það er annað að sauma fyrir aðra,“ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir sem hannaði brúðarkjól fyrir Valdísi Sylvíu Sigurþórsdóttur. Hún eyddi 300 klukkustundum í kjólinn sem hún kallar Mónadísu, enda var hún staðráðinn í að gera kjólinn að sínu Mónu Lísu verki. „Hún hringdi í mig níu vikum fyrir brúðkaupið og spurði hvort ég væri til í þetta en ég afþakkaði. Hún bað mig um að hugsa málið til enda og mér fannst eins og einhver væri að gefa mér merki um að ég ætti að taka þetta verkefni að mér. Ég sagði því já á endanum. Þetta var mitt Mónu Lísu verkefni og ég var staðráðin í að gera eitthvert listaverk. Ég vildi hafa hann geggjaðan. En ég fattaði þegar ég var búin að eyða 10 klukkustundum í kjólinn að ég myndi ekki ná að klára hann fyrir brúðkaupið með því að vinna bara á daginn þannig að ég fór að vinna á nóttunni líka.“Valdís í essinu sínu í kjólnum ásamt eiginmanni sínum, Friðþjófi Arnari Friðþjófssyni.Þegar styttist í brúðkaupið var unnið myrkranna á milli. Maður Hönnu og sonur fóru út úr húsi og hún fékk Hanna næði til að klára kjólinn. „Brúðkaupið var á laugardaginn og þegar ég afhenti kjólinn á föstudag þá var ég ekki búin að sofa síðan á miðvikudag og var því orðin svolítið þvoglumælt.“ Kjóllinn sló í gegn í brúðkaupinu og hefur Hanna fengið mikið hrós fyrir hann. Brúðurin geislaði og glitraði sem aldrei fyrr og gerði kjóllinn glæsilegt brúðkaup enn glæsilegra. „Ég er stolt og ánægð með kjólinn og ekki síður þakklát henni Valdísi að trúa svona á mig. Hún peppaði mig upp og lét mig öðlast trú á því að ég gæti þetta. Hún lét mig hafa trú á sjálfri mér. Mig langaði aðeins að gráta þegar ég setti síðasta steininn í og kláraði kjólinn. En táraflóðið kom þegar hún tók fyrstu skrefin inn kirkjugólfið. Þá grét ég og maðurinn minn líka.“ .Eins og sjá má var mikið lagt í kjólinn. Hún notaði lítið teikningar...Hanna segir að stofugólfið hafi verið sinn besti vinur á meðan að verkinu stóð..Glæsilegar saman á brúðkaupsdaginn, Valdís og Hanna..
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein