Sýndi beint frá fæðingu hvolpanna á Snapchat Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 20:30 „Þegar fór að líða að lokasprettinum fékk ég nokkur skilaboð um hvort fólk mætti fylgjast með fæðingunni. Þannig að á endanum ákvað ég bara að hafa það opið fyrir alla að sjá. Fæðingar hjá hundum geta verið svo misjafnar og ef það hefði eitthvað komið uppá er frábært að fólk átti sig á að þetta er ekki dans á rósum,“ segir hundaræktandinn Erna Christiansen. Hún sýndi beint frá því á Snapchat þegar tíkin hennar Natía, af Russian Toy-tegund, eignaðist fjóra hvolpa í dag. „Ég hef svaka tilfinningu fyrir hundunum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mjög mikið í gegnum andlega erfiðleika. Að sjá svona fæðingu og fylgjast með hvolpunum vaxa er ólýsanlegt,“ segir Erna, aðspurð um tilfinninguna að sjá litla hvolpa koma í heiminn, en seinasti hvolpurinn fæddist nú rétt fyrir kvöldmatarleyti. Nokkur snöpp frá Ernu í dag. Til hamingju með barnabörnin Einungis eru tuttugu Russian Toy-hundar á landinu að sögn Ernu, en hún er einnig stoltur eigandi rakkans Leó, sem er faðir hvolpanna. „Ég átti mitt fyrsta got árið 2016 og féll þá algjörlega fyrir hundaræktun. Ég fékk ræktunarnafnið mitt samþykkt þann 13. janúar á þessu ári hjá Hundaræktunarfélagi Íslands,“ segir Erna, sem tók sjálf á móti Leó og Natíu. „Það var í fyrsta sinn sem ég gerði þetta sjálf. Svo hef ég einnig horft á nokkrar hvolpafæðingar,“ segir Erna, sem opnaði nýverið aðgang á Snapchat undir nafninu ernachristians. Erna er mikill hundavinur og flytur inn hunda af tegundinni Russian Toy. „Ég hef verið að leika mér aðeins á Snapchat og hafa það opið. Það urðu margir spenntir þegar ég sagði að tíkin væri hvolpafull og ég er búin að vera að setja inn helling af myndum af henni. Það eru ekki nema 500 manns að fylgja mér, þar sem ég er nýbúin að stofna aðgang, en viðbrögðin við beinu útsendingunni af fæðingunni hafa verið æðisleg. Það hrúgast inn skilaboðin og allir að óska mér til hamingju með barnabörnin,“ segir Erna í sæluvímu eftir langan dag og kvöld. En hvað verður svo um hvolpana fjóra sem fæddust í dag? „Ég reikna með að selja þá á gott heimili. Það gæti vel verið að ég haldi einum fyrir mig og verður það skemmtileg viðbót í hundahópinn.“ Hægt er að smella hér til að fylgja Ernu á Snapchat. Og hér til að skoða Facebook-síðu hennar. Hvolparnir fjórir sem fæddust í dag. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Þegar fór að líða að lokasprettinum fékk ég nokkur skilaboð um hvort fólk mætti fylgjast með fæðingunni. Þannig að á endanum ákvað ég bara að hafa það opið fyrir alla að sjá. Fæðingar hjá hundum geta verið svo misjafnar og ef það hefði eitthvað komið uppá er frábært að fólk átti sig á að þetta er ekki dans á rósum,“ segir hundaræktandinn Erna Christiansen. Hún sýndi beint frá því á Snapchat þegar tíkin hennar Natía, af Russian Toy-tegund, eignaðist fjóra hvolpa í dag. „Ég hef svaka tilfinningu fyrir hundunum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mjög mikið í gegnum andlega erfiðleika. Að sjá svona fæðingu og fylgjast með hvolpunum vaxa er ólýsanlegt,“ segir Erna, aðspurð um tilfinninguna að sjá litla hvolpa koma í heiminn, en seinasti hvolpurinn fæddist nú rétt fyrir kvöldmatarleyti. Nokkur snöpp frá Ernu í dag. Til hamingju með barnabörnin Einungis eru tuttugu Russian Toy-hundar á landinu að sögn Ernu, en hún er einnig stoltur eigandi rakkans Leó, sem er faðir hvolpanna. „Ég átti mitt fyrsta got árið 2016 og féll þá algjörlega fyrir hundaræktun. Ég fékk ræktunarnafnið mitt samþykkt þann 13. janúar á þessu ári hjá Hundaræktunarfélagi Íslands,“ segir Erna, sem tók sjálf á móti Leó og Natíu. „Það var í fyrsta sinn sem ég gerði þetta sjálf. Svo hef ég einnig horft á nokkrar hvolpafæðingar,“ segir Erna, sem opnaði nýverið aðgang á Snapchat undir nafninu ernachristians. Erna er mikill hundavinur og flytur inn hunda af tegundinni Russian Toy. „Ég hef verið að leika mér aðeins á Snapchat og hafa það opið. Það urðu margir spenntir þegar ég sagði að tíkin væri hvolpafull og ég er búin að vera að setja inn helling af myndum af henni. Það eru ekki nema 500 manns að fylgja mér, þar sem ég er nýbúin að stofna aðgang, en viðbrögðin við beinu útsendingunni af fæðingunni hafa verið æðisleg. Það hrúgast inn skilaboðin og allir að óska mér til hamingju með barnabörnin,“ segir Erna í sæluvímu eftir langan dag og kvöld. En hvað verður svo um hvolpana fjóra sem fæddust í dag? „Ég reikna með að selja þá á gott heimili. Það gæti vel verið að ég haldi einum fyrir mig og verður það skemmtileg viðbót í hundahópinn.“ Hægt er að smella hér til að fylgja Ernu á Snapchat. Og hér til að skoða Facebook-síðu hennar. Hvolparnir fjórir sem fæddust í dag.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira