Best af öllu að mega lifa Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 09:30 Jónsi ætlar að rokka feitt með Í svörtum fötum á Spot í kvöld. Honum þykir tyrkneskur piparbrjóstsykur besta sælgætið og borðar hann þar til hann fær brjóstsviða. MYND/ERNIR Söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson er orkubolti sem elskar tyrkneskan piparbrjóstsykur og venjulegt fjölskyldulíf. Hann ætlar að trylla áhorfendur í kvöld á afmælisballi Í svörtum fötum. „Ég held að hrukkur séu kúl og grá hár svöl. Örugglega skalli og bumba líka, en það að fá að lifa verður alltaf það besta sem er,“ segir Jónsi sem varð fertugur í sumar. „Mér finnst ég afskaplega heppinn því ég á vini sem aldrei urðu fertugir. Ég er því ævinlega þakklátur, með öllum þeim kenjum sem fylgir því að ná þessum aldri, og hlakka til framhaldsins.“ Jónsi ber aldurinn vel. „Ég hef alltaf verið í fínu formi en það er genetískur arfur frá foreldrum mínum, enda er pabbi flottasti sjötugi maðurinn norðan heiða. Ég hef alltaf hreyft mig mikið og þykir skemmtilegra að hlaupa upp stiga en að taka lyftuna. Ég þarf líka að hafa meira fyrir því að halda mér í þyngd en að léttast.“ Á nýárinu verður Jónsi kynnir í Skólahreysti tíunda árið í röð. „Skólahreysti er verkefni sem ég er hvað stoltastur af og mín besta stund í íþróttastarfi. Annars er ég afleitur í íþróttum og ef það þvælist bolti fyrir mér er ég glataður. Allt sem er kringlótt og ég eru sama sem núll.“Varð að betri manniJónsi er staddur á Akureyrarflugvelli og bíður flugs suður. Þó ekki svartklæddur. „Ég dulbýst bara sem maður í svörtum fötum með hljómsveitinni og breyti þar ekkert út af gömlum vana,“ segir hann kátur í sínum gamla heimabæ. „Ég fer heim þegar ég fer til Akureyrar og þar býr öll mín fjölskylda. Það er kærkomið að geta faðmað þau og kysst, og ég nýt þess að setjast niður með kaffibolla og fylgjast með mannlífinu í göngugötunni, enda lærði ég að þekkja alla Akureyringa í sjón þegar ég vann árum saman í grænmetinu í Hagkaup.“ Jónsi er með í smíðum meistararitgerð í mannauðsstjórnun. Hann hefur unnið sem flugþjónn í áratug en er nú í leyfi til að sinna þjónustuverkefni fyrir Arion banka. „Mig langaði að ljúka háskólanámi og fann hvernig það þroskaði mig. Ég bý vel að því að hafa farið seint í háskóla sem auðveldaði mér námið. Ég vil vera börnunum mínum góð fyrirmynd og hvet þau til mennta því sjálfur gat ég ekki farið í háskóla eftir menntaskóla þar sem ég var kominn í vinsæla hljómsveit og vann með. En háskólagráðan er holl og námið gerir menn iðulega að betri mönnum.“ Jónsi segir rödd sína hafa gerbreyst og orðið minna hása eftir að hætt var að reykja á skemmtistöðum.MYND/ERNIRLosnaði við óbeinar reykingar Í kvöld stígur Jónsi á svið á Spot með hljómsveit sinni Í svörtum fötum. Tilefnið er fimmtán ára afmæli fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem seldist í bílförmum og varð fyrsta af þremur sem fór í gullplötu. „Við ætlum að gera það sem við höfum alltaf verið bestir í að gera; að spila ótrúlega kröftugt ball. Við ætlum að sýna hvers vegna við vorum valdir „bestir á balli“ árum saman og hvers vegna við spiluðum á Þjóðhátíð átta ár í röð,“ segir Jónsi sem hefur sungið allar helgar í haust með hljómsveitinni, sem trúbador og einsöngvari. „Ég var allt í einu tilbúinn til að bóka mig oftar. Mér finnst gaman að segja já við verkefnum því þau veita mér sanna ánægju. Mér finnst gaman að gleðja fólk og skora á sjálfan mig að standa mig vel og jafnvel betur en fólk telur mig geta,“ segir Jónsi og rödd hans hefur breyst. „Ég er mun ánægðari með rödd mína nú en um tvítugt. Hún er hærri, dýpri og stöðugri, og ég verð minna hás en áður. Það gerbreyttist þegar hætt var að reykja á skemmtistöðum því áður hafði ég verið sprengmóður eins og eftir þrjá eróbikktíma þar sem allir reyktu ofan í mig. Með óbeinum reykingum náði ég einfaldlega ekki að syngja eins hátt og ég hefði ella getað gert.“Elskar þennan fíling Tímamót urðu í lífi Jónsa árið 2002 þegar Í svörtum fötum fékk plötusamning við Skífuna upp á fjórar plötur. Við tók frægð og fjögurra ára rússíbanareið. „Frægðin hefur orðið meðfærilegri með tímanum. Ég var heppinn að þroskast með henni á heilbrigðan hátt og hafa haft ánægju af henni á stundum. Ég held að það endurspegli hvernig ég mæti fólki á hverjum degi; ég er enn sami jákvæði gaurinn,“ segir Jónsi sem var eltur uppi þegar hæst stóð. „Það endurspeglaði ekki hvað ég var þekktur heldur hversu ungir og óheflaðir aðdáendurnir voru. Það var stundum áhugavert. Eitt sinn sat ég inni í stofu þegar unglingsstrákur kom hjólandi inn um svaladyrnar til að segja hæ. Ég tók honum vitaskuld vel en bað hann að skilja hjólið eftir úti,“ segir Jónsi og hlær að minningunni. Andlit fortíðar birtast nú líka á böllum hljómsveitarinnar. „Við tökum vel eftir þessum yndislegu og heilbrigðu andlitum og sem betur fer var Í svörtum fötum þeim alltaf góð fyrirmynd. Mér finnst gaman að sjá þetta unga fólk vera orðið fullorðna mektarborgara. Við bjuggumst hins vegar ekki við að mikið af ungu fólki kæmi á böllin okkar nú,“ segir Jónsi og telur það vera vegna skorts á sterkum ballhljómsveitum. „Það jafnast fátt á við það að sjá lifandi hljóðfæraleik á sviði. Þá gerast töfrar og ég verð alltaf nostalgískur þegar ég hugsa um það. Ég þekki þennan fíling svo vel og elska hann.“ Vinskapur strákanna í Í svörtum fötum til nítján ára verði einstaklega gjöfull á slíkum stundum. „Yngri hélt ég því fram að við værum fimm sæmilegir tónlistarmenn sem væru ógeðslega góðir saman, en það hefur breyst því strákarnir eru stórkostlega sterkir og góðir hljóðfæraleikarar. Í svörtum fötum státar af besta ryþmapari landsins, því Páll og Áki eru svakalegir á trommur og bassa. Einar er jafnvígur á hljómborð og píanó og djásnið mitt, hann Hrafnkell, sem er eins og bróðir minn og alveg eins og ég, nema ótrúlegur listamaður á gítar,“ segir Jónsi. Hljómsveitin tók sér pásu árið 2007 en hefur spilað reglulega síðan. „Við auglýsum okkur lítið en erum heppnir hvað síminn hringir mikið. Nú erum við farnir að spila mun oftar því alltaf þegar við stígum af sviði horfumst við í augu og segjum: Djöfull var þetta gaman!“Hamingjusamastur heima Jónsi þvertekur ekki fyrir að syngja jólarokksmellinn Jólin eru að koma á Spot í kvöld, en lagið samdi hljómborðsleikarinn Einar Örn Jónsson. „Mér væri heiður að syngja þetta geggjaða jólalag. Ég söng það á sínum tíma í hljóðveri klukkan sjö á þriðjudagsmorgni því það var eini tíminn sem hljóðverið var laust. Þá var óvænt hringt og ég sagður eini maðurinn sem gæti komið á þessum tíma dags og verið hress. Ég er snöggur að vakna og blessaður af því að vera með mikla orku og kunna að fara með hana,“ segir orkuboltinn Jónsi sem nýtur þess að eiga fríhelgi þegar þær gefast. „Þá finnst mér draumur að vakna með fjölskyldunni á laugardagsmorgni og fá mér hleypt egg á súrdeigsbrauði með heitum kaffibolla. Eins og á venjulegu heimili þarf að setja í þvottavél, þrífa aðeins og kannski fara með rusl í Sorpu, og svo er æðislegt að fara að versla, elda góðan mat að kvöldi og reyna að stela stund með börnunum sem orðin eru 12 og 16 ára. Fara svo sæl í rúmið og eyða sunnudeginum í að kanna hvort ekki sé búið að læra og undirbúa næstu viku. Þessir einföldu, heimilislegu hlutir þykja mér heillandi því þeir hafa aldrei verið sjálfsagðir í mínum huga. Ég er því hamingjusamastur þegar skín í rútínu með fjölskyldunni á frídegi og tek því fagnandi þegar allir eru saman.“ Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson er orkubolti sem elskar tyrkneskan piparbrjóstsykur og venjulegt fjölskyldulíf. Hann ætlar að trylla áhorfendur í kvöld á afmælisballi Í svörtum fötum. „Ég held að hrukkur séu kúl og grá hár svöl. Örugglega skalli og bumba líka, en það að fá að lifa verður alltaf það besta sem er,“ segir Jónsi sem varð fertugur í sumar. „Mér finnst ég afskaplega heppinn því ég á vini sem aldrei urðu fertugir. Ég er því ævinlega þakklátur, með öllum þeim kenjum sem fylgir því að ná þessum aldri, og hlakka til framhaldsins.“ Jónsi ber aldurinn vel. „Ég hef alltaf verið í fínu formi en það er genetískur arfur frá foreldrum mínum, enda er pabbi flottasti sjötugi maðurinn norðan heiða. Ég hef alltaf hreyft mig mikið og þykir skemmtilegra að hlaupa upp stiga en að taka lyftuna. Ég þarf líka að hafa meira fyrir því að halda mér í þyngd en að léttast.“ Á nýárinu verður Jónsi kynnir í Skólahreysti tíunda árið í röð. „Skólahreysti er verkefni sem ég er hvað stoltastur af og mín besta stund í íþróttastarfi. Annars er ég afleitur í íþróttum og ef það þvælist bolti fyrir mér er ég glataður. Allt sem er kringlótt og ég eru sama sem núll.“Varð að betri manniJónsi er staddur á Akureyrarflugvelli og bíður flugs suður. Þó ekki svartklæddur. „Ég dulbýst bara sem maður í svörtum fötum með hljómsveitinni og breyti þar ekkert út af gömlum vana,“ segir hann kátur í sínum gamla heimabæ. „Ég fer heim þegar ég fer til Akureyrar og þar býr öll mín fjölskylda. Það er kærkomið að geta faðmað þau og kysst, og ég nýt þess að setjast niður með kaffibolla og fylgjast með mannlífinu í göngugötunni, enda lærði ég að þekkja alla Akureyringa í sjón þegar ég vann árum saman í grænmetinu í Hagkaup.“ Jónsi er með í smíðum meistararitgerð í mannauðsstjórnun. Hann hefur unnið sem flugþjónn í áratug en er nú í leyfi til að sinna þjónustuverkefni fyrir Arion banka. „Mig langaði að ljúka háskólanámi og fann hvernig það þroskaði mig. Ég bý vel að því að hafa farið seint í háskóla sem auðveldaði mér námið. Ég vil vera börnunum mínum góð fyrirmynd og hvet þau til mennta því sjálfur gat ég ekki farið í háskóla eftir menntaskóla þar sem ég var kominn í vinsæla hljómsveit og vann með. En háskólagráðan er holl og námið gerir menn iðulega að betri mönnum.“ Jónsi segir rödd sína hafa gerbreyst og orðið minna hása eftir að hætt var að reykja á skemmtistöðum.MYND/ERNIRLosnaði við óbeinar reykingar Í kvöld stígur Jónsi á svið á Spot með hljómsveit sinni Í svörtum fötum. Tilefnið er fimmtán ára afmæli fyrstu breiðskífu sveitarinnar sem seldist í bílförmum og varð fyrsta af þremur sem fór í gullplötu. „Við ætlum að gera það sem við höfum alltaf verið bestir í að gera; að spila ótrúlega kröftugt ball. Við ætlum að sýna hvers vegna við vorum valdir „bestir á balli“ árum saman og hvers vegna við spiluðum á Þjóðhátíð átta ár í röð,“ segir Jónsi sem hefur sungið allar helgar í haust með hljómsveitinni, sem trúbador og einsöngvari. „Ég var allt í einu tilbúinn til að bóka mig oftar. Mér finnst gaman að segja já við verkefnum því þau veita mér sanna ánægju. Mér finnst gaman að gleðja fólk og skora á sjálfan mig að standa mig vel og jafnvel betur en fólk telur mig geta,“ segir Jónsi og rödd hans hefur breyst. „Ég er mun ánægðari með rödd mína nú en um tvítugt. Hún er hærri, dýpri og stöðugri, og ég verð minna hás en áður. Það gerbreyttist þegar hætt var að reykja á skemmtistöðum því áður hafði ég verið sprengmóður eins og eftir þrjá eróbikktíma þar sem allir reyktu ofan í mig. Með óbeinum reykingum náði ég einfaldlega ekki að syngja eins hátt og ég hefði ella getað gert.“Elskar þennan fíling Tímamót urðu í lífi Jónsa árið 2002 þegar Í svörtum fötum fékk plötusamning við Skífuna upp á fjórar plötur. Við tók frægð og fjögurra ára rússíbanareið. „Frægðin hefur orðið meðfærilegri með tímanum. Ég var heppinn að þroskast með henni á heilbrigðan hátt og hafa haft ánægju af henni á stundum. Ég held að það endurspegli hvernig ég mæti fólki á hverjum degi; ég er enn sami jákvæði gaurinn,“ segir Jónsi sem var eltur uppi þegar hæst stóð. „Það endurspeglaði ekki hvað ég var þekktur heldur hversu ungir og óheflaðir aðdáendurnir voru. Það var stundum áhugavert. Eitt sinn sat ég inni í stofu þegar unglingsstrákur kom hjólandi inn um svaladyrnar til að segja hæ. Ég tók honum vitaskuld vel en bað hann að skilja hjólið eftir úti,“ segir Jónsi og hlær að minningunni. Andlit fortíðar birtast nú líka á böllum hljómsveitarinnar. „Við tökum vel eftir þessum yndislegu og heilbrigðu andlitum og sem betur fer var Í svörtum fötum þeim alltaf góð fyrirmynd. Mér finnst gaman að sjá þetta unga fólk vera orðið fullorðna mektarborgara. Við bjuggumst hins vegar ekki við að mikið af ungu fólki kæmi á böllin okkar nú,“ segir Jónsi og telur það vera vegna skorts á sterkum ballhljómsveitum. „Það jafnast fátt á við það að sjá lifandi hljóðfæraleik á sviði. Þá gerast töfrar og ég verð alltaf nostalgískur þegar ég hugsa um það. Ég þekki þennan fíling svo vel og elska hann.“ Vinskapur strákanna í Í svörtum fötum til nítján ára verði einstaklega gjöfull á slíkum stundum. „Yngri hélt ég því fram að við værum fimm sæmilegir tónlistarmenn sem væru ógeðslega góðir saman, en það hefur breyst því strákarnir eru stórkostlega sterkir og góðir hljóðfæraleikarar. Í svörtum fötum státar af besta ryþmapari landsins, því Páll og Áki eru svakalegir á trommur og bassa. Einar er jafnvígur á hljómborð og píanó og djásnið mitt, hann Hrafnkell, sem er eins og bróðir minn og alveg eins og ég, nema ótrúlegur listamaður á gítar,“ segir Jónsi. Hljómsveitin tók sér pásu árið 2007 en hefur spilað reglulega síðan. „Við auglýsum okkur lítið en erum heppnir hvað síminn hringir mikið. Nú erum við farnir að spila mun oftar því alltaf þegar við stígum af sviði horfumst við í augu og segjum: Djöfull var þetta gaman!“Hamingjusamastur heima Jónsi þvertekur ekki fyrir að syngja jólarokksmellinn Jólin eru að koma á Spot í kvöld, en lagið samdi hljómborðsleikarinn Einar Örn Jónsson. „Mér væri heiður að syngja þetta geggjaða jólalag. Ég söng það á sínum tíma í hljóðveri klukkan sjö á þriðjudagsmorgni því það var eini tíminn sem hljóðverið var laust. Þá var óvænt hringt og ég sagður eini maðurinn sem gæti komið á þessum tíma dags og verið hress. Ég er snöggur að vakna og blessaður af því að vera með mikla orku og kunna að fara með hana,“ segir orkuboltinn Jónsi sem nýtur þess að eiga fríhelgi þegar þær gefast. „Þá finnst mér draumur að vakna með fjölskyldunni á laugardagsmorgni og fá mér hleypt egg á súrdeigsbrauði með heitum kaffibolla. Eins og á venjulegu heimili þarf að setja í þvottavél, þrífa aðeins og kannski fara með rusl í Sorpu, og svo er æðislegt að fara að versla, elda góðan mat að kvöldi og reyna að stela stund með börnunum sem orðin eru 12 og 16 ára. Fara svo sæl í rúmið og eyða sunnudeginum í að kanna hvort ekki sé búið að læra og undirbúa næstu viku. Þessir einföldu, heimilislegu hlutir þykja mér heillandi því þeir hafa aldrei verið sjálfsagðir í mínum huga. Ég er því hamingjusamastur þegar skín í rútínu með fjölskyldunni á frídegi og tek því fagnandi þegar allir eru saman.“
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira