Skreyttu eins og vindurinn! Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 10:00 Soffía Dögg Garðarsdóttir blómaskreytir er aðeins farin að hita upp fyrir jólaskreytingar heimilisins með snjókornum, jólatrjám og ljósum. MYND/ANTON BRINK Loks er kominn niðdimmur nóvember. 33 dagar í aðventu. Samt iða margir í skinninu að taka fram einstaka skraut og jólaljós í glugga. En má strax byrja að skreyta? Eða þurfum við enn að bíða?„Það er alveg nóg af boðum og bönnum í þessum heimi, en þegar kemur að jólum og jólaskrauti er bara að njóta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir blómaskreytir og eigandi heimilisbloggsins Skreytum hús. „Það yndislegasta við þetta allt saman er að það getur enginn bannað manni að byrja að skreyta, nema hugsanlega heimilisfólkið. Svo ef skreytivilji er fyrir hendi, þá segi ég bara: Skreyttu eins og vindurinn!“ Soffía er aðeins farin að hita upp fyrir jólaskreytingarnar heima fyrir og finnst það einkar kósí. „Um leið og dimma tekur fer mann að langa að gera meira kósí í kringum sig. Haustinu fylgja stærri teppi, jafnvel fleiri púðar og kerti, en þegar vetur gengur í garð fer að kvikna á hvítum seríum og einstaka hreindýr rekur inn nefið – enda tekur tíma að koma allri hjörðinni í hús. Og könglar, því það eru könglar í náttúrunni allt árið, sko,“ segir Soffía sem gerir greinarmun á jóla- og vetrarskrauti. „Allt sem er áfram úti í náttúrunni á veturna er líka fullkomlega leyfilegt inni hjá mér. Eins og sígrænar greinar, fura og greni, könglar, hreindýr og bambar, stjörnur, börkur og allt svona náttúrulegt. Það sem getur svo skemmt þetta er ef viðkomandi hlutur er hlaðinn glimmeri, eða hreindýrin eru með rautt nef!“Náttúran fær á sig ævintýralegan vetrarblæ og margvíslegar kynjamyndir, eins og sést undir glerkúpli Soffíu.MYND/ANTON BRINKSkrambi ertu seint að þessu!Soffía gefur lítið fyrir hæversku og feimni þegar kemur að því að vera með þeim fyrstu til að setja jólalegan brag á heimilið. „Ég sé enga ástæðu til að vera feimin við að gera það sem mann langar til heima hjá sér, og finnst það eiginlega stinga í stúf við það að heimilið er griðastaður. Það hlýtur að fela í sér að maður eigi að láta sér líða sem best og gera það sem maður vill.“ Og við mögulegum pirringi og neikvæðum athugasemdum nágranna, sem helst vilja skreyta á Þorláksmessu, mundi Soffía segja: „Skrambi ertu seint að þessu!“ Og: „Ég lofa að koma ekki og skreyta heima hjá þér.“ En í alvöru hef ég aldrei heyrt neinn nágranna kvarta; það er helst að maður verði var við kvartanir í netheimum.“ Eitt sinn skreytti Soffía heimilið í byrjun nóvember fyrir myndatöku en það var alltof snemmt. „Að vera með jólatré uppi í tvo mánuði er ekki góð skemmtun. Þess vegna er gaman að byrja bara rólega og njóta þess að setja þetta upp. Færa heimilið smám saman í hátíðabúning og gera það svolítið ævintýralegt.“ Að morgni aðfangadags er heimili Soffíu orðið alskreytt; þá er búið að leggja á borð og allt komið á sinn stað. „Mest snýst þetta um að njóta. Fyrir nokkrum árum tókum við upp á að setja löng og mjög mjó gervitré inn til krakkanna. Þau hafa haft mjög gaman af því og eru trén skreytt mismunandi eftir árum. Ein jólin var perl eftir krakkana til skrauts og önnur jól voru það ofurhetjur frá litla gaurnum, bangsar og stundum gerviblóm. Bara eftir því sem okkur dettur í hug,“ segir Soffía, en hjartfólgnasta jólaskrautið í hennar fórum er lítil kirkja sem er spiladós og móðursystir hennar og nafna gaf henni á bernskuárunum. Soffía segist vera með breyti- og skreytiáráttu. Hún skreyti því sjaldnast eins. „Þó eru sumir hlutir sem halda alltaf sínum sessi. Visst skraut sem þarf alltaf að fara upp og maður tengist tilfinningaböndum. Ég prófaði ein jólin að setja það markmið að ekkert mætti fara þar sem það hafði áður verið, og það var alveg furðu erfitt – en það er alltaf gaman að ýta sjálfum sér út fyrir þægindakassann.“ Ótal margt minnir á jólin í glugga Soffíu Daggar.MYND/ANTON BRINK50.000 sýna sig og sjá aðraHeimilisblogg Soffíu, SkreytumHús.is, er nú sjö ára og eitt það elsta sinnar tegundar á Íslandi. Facebook-hóp með sama nafni stofnaði Soffía 2014. „Því var trúr og dyggur lesendahópur sem fylgdi með, en orðið var fljótt að berast og hópurinn stækkaði með ógnarhraða. Fólk hefur almennan áhuga á að sjá hvað „allir hinir“ eru að gera. Ég hugsa að margir vilji fylgjast þöglir með, á meðan aðrir hafa gaman af því að sýna sitt og sjá hjá öðrum,“ segir Soffía og telur heimilið vera Íslendingum mikilvægt sökum þess hversu miklum tíma þeir verja heima. „Við búum í köldu landi og byggjum okkur skjól og hreiður sem heldur utan um okkur. Styrkur hópsins er fólginn í því að þar eru 50 þúsund manns og allar líkur á að fólk finni eitthvað við sitt hæfi, en ef ekki getur það alltaf látið ljós sitt skína og sýnt eitthvað alveg nýtt.“ Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira
Loks er kominn niðdimmur nóvember. 33 dagar í aðventu. Samt iða margir í skinninu að taka fram einstaka skraut og jólaljós í glugga. En má strax byrja að skreyta? Eða þurfum við enn að bíða?„Það er alveg nóg af boðum og bönnum í þessum heimi, en þegar kemur að jólum og jólaskrauti er bara að njóta,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir blómaskreytir og eigandi heimilisbloggsins Skreytum hús. „Það yndislegasta við þetta allt saman er að það getur enginn bannað manni að byrja að skreyta, nema hugsanlega heimilisfólkið. Svo ef skreytivilji er fyrir hendi, þá segi ég bara: Skreyttu eins og vindurinn!“ Soffía er aðeins farin að hita upp fyrir jólaskreytingarnar heima fyrir og finnst það einkar kósí. „Um leið og dimma tekur fer mann að langa að gera meira kósí í kringum sig. Haustinu fylgja stærri teppi, jafnvel fleiri púðar og kerti, en þegar vetur gengur í garð fer að kvikna á hvítum seríum og einstaka hreindýr rekur inn nefið – enda tekur tíma að koma allri hjörðinni í hús. Og könglar, því það eru könglar í náttúrunni allt árið, sko,“ segir Soffía sem gerir greinarmun á jóla- og vetrarskrauti. „Allt sem er áfram úti í náttúrunni á veturna er líka fullkomlega leyfilegt inni hjá mér. Eins og sígrænar greinar, fura og greni, könglar, hreindýr og bambar, stjörnur, börkur og allt svona náttúrulegt. Það sem getur svo skemmt þetta er ef viðkomandi hlutur er hlaðinn glimmeri, eða hreindýrin eru með rautt nef!“Náttúran fær á sig ævintýralegan vetrarblæ og margvíslegar kynjamyndir, eins og sést undir glerkúpli Soffíu.MYND/ANTON BRINKSkrambi ertu seint að þessu!Soffía gefur lítið fyrir hæversku og feimni þegar kemur að því að vera með þeim fyrstu til að setja jólalegan brag á heimilið. „Ég sé enga ástæðu til að vera feimin við að gera það sem mann langar til heima hjá sér, og finnst það eiginlega stinga í stúf við það að heimilið er griðastaður. Það hlýtur að fela í sér að maður eigi að láta sér líða sem best og gera það sem maður vill.“ Og við mögulegum pirringi og neikvæðum athugasemdum nágranna, sem helst vilja skreyta á Þorláksmessu, mundi Soffía segja: „Skrambi ertu seint að þessu!“ Og: „Ég lofa að koma ekki og skreyta heima hjá þér.“ En í alvöru hef ég aldrei heyrt neinn nágranna kvarta; það er helst að maður verði var við kvartanir í netheimum.“ Eitt sinn skreytti Soffía heimilið í byrjun nóvember fyrir myndatöku en það var alltof snemmt. „Að vera með jólatré uppi í tvo mánuði er ekki góð skemmtun. Þess vegna er gaman að byrja bara rólega og njóta þess að setja þetta upp. Færa heimilið smám saman í hátíðabúning og gera það svolítið ævintýralegt.“ Að morgni aðfangadags er heimili Soffíu orðið alskreytt; þá er búið að leggja á borð og allt komið á sinn stað. „Mest snýst þetta um að njóta. Fyrir nokkrum árum tókum við upp á að setja löng og mjög mjó gervitré inn til krakkanna. Þau hafa haft mjög gaman af því og eru trén skreytt mismunandi eftir árum. Ein jólin var perl eftir krakkana til skrauts og önnur jól voru það ofurhetjur frá litla gaurnum, bangsar og stundum gerviblóm. Bara eftir því sem okkur dettur í hug,“ segir Soffía, en hjartfólgnasta jólaskrautið í hennar fórum er lítil kirkja sem er spiladós og móðursystir hennar og nafna gaf henni á bernskuárunum. Soffía segist vera með breyti- og skreytiáráttu. Hún skreyti því sjaldnast eins. „Þó eru sumir hlutir sem halda alltaf sínum sessi. Visst skraut sem þarf alltaf að fara upp og maður tengist tilfinningaböndum. Ég prófaði ein jólin að setja það markmið að ekkert mætti fara þar sem það hafði áður verið, og það var alveg furðu erfitt – en það er alltaf gaman að ýta sjálfum sér út fyrir þægindakassann.“ Ótal margt minnir á jólin í glugga Soffíu Daggar.MYND/ANTON BRINK50.000 sýna sig og sjá aðraHeimilisblogg Soffíu, SkreytumHús.is, er nú sjö ára og eitt það elsta sinnar tegundar á Íslandi. Facebook-hóp með sama nafni stofnaði Soffía 2014. „Því var trúr og dyggur lesendahópur sem fylgdi með, en orðið var fljótt að berast og hópurinn stækkaði með ógnarhraða. Fólk hefur almennan áhuga á að sjá hvað „allir hinir“ eru að gera. Ég hugsa að margir vilji fylgjast þöglir með, á meðan aðrir hafa gaman af því að sýna sitt og sjá hjá öðrum,“ segir Soffía og telur heimilið vera Íslendingum mikilvægt sökum þess hversu miklum tíma þeir verja heima. „Við búum í köldu landi og byggjum okkur skjól og hreiður sem heldur utan um okkur. Styrkur hópsins er fólginn í því að þar eru 50 þúsund manns og allar líkur á að fólk finni eitthvað við sitt hæfi, en ef ekki getur það alltaf látið ljós sitt skína og sýnt eitthvað alveg nýtt.“
Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Fleiri fréttir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Sjá meira