Innlent

Staða íslensku verður bætt

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Íslenskir þingmenn geta nú afhent tillögur sínar á vettvangi norræns samstarfs á íslensku.
Íslenskir þingmenn geta nú afhent tillögur sínar á vettvangi norræns samstarfs á íslensku.
Íslenskir og finnskir þingmenn geta nú afhent tillögur sínar á vettvangi norræns samstarfs á sinni eigin tungu. Fundargerðir sem skrifaðar eru á skandinavísku málunum verða eftirleiðis þýddar á finnsku og íslensku.

Upphaflega var þess krafist að finnska og íslenska yrðu gerð að opinberum vinnutungumálum á vettvangi norræns samstarfs.

Sú leið hefði gert þessum tungumálum jafnhátt undir höfði í samstarfinu og skandinavísku málunum.

Málamiðlunin sem var samþykkt þykir skref í rétta átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×