Flugvélin sem nauðlenti í Heiðmörk varð eldsneytislaus Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2017 17:26 Vélinni var nauðlent á Heiðmerkurvegi. Vísir/HKS Ástæða þess að lítilli flugvél var nauðlent í Heiðmörk í desember síðastliðinum er sú að hún varð eldsneytislaus. Flugmaðurinn taldi sig hafa sett nóg bensín á vélina en svo reyndist ekki vera. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa á nauðlendingunni. Skömmu eftir hádegi þann 2. desember á síðasta ári barst barst flugturninum á Reykjavíkurflugvelli neyðarkall frá flugvélinni og fór viðbragðsáætlun í gang. Flugmanninum tókst hins vegar að lenda flugvélinni giftusamlega á Heiðmerkurvegi. Flugmaðurinn slapp ómeiddur og skemmdist vélin ekkert við nauðlendinguna. Við rannsókn rannsóknarnefndarinnar kom í ljós að eftir 1,6 klukkustunda flug byrjaði hreyfill vélarinnar að ganga óreglulega. Flugmaðurinn taldi flugvélina vera með eldsneyti til um þriggja klukkustunda flugs er hann lenti í Heiðmörk. Við vettvangsrannsókn RNSA í Heiðmörk kom í ljós að eldsneytisgeymar flugvélarinnar reyndust tómir. og ekki fundust nein ummerki um eldsneytisleka. Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymslum flugvélarinnar fyrir flug. Þess í stað studdist hann einungis við upplýsingar úr flugleiðsögutæki flugvélarinnar. Það tæki mælir ekki eldsneyti heldur styðst við innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar. Þá kom einnig í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar. Umtalsverð skekkja var þannig á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni. Rannsóknarnefnd beinir þeim tilmælum til flugmanna að kynna sér bækling Samgöngustöfu um hvernig megi koma í veg fyrir eldsneytisskort. Er málinu lokið af hálfu Rannsóknarnefndar. Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Heiðmörk Lítilli flugvél var nauðlent á Heiðmerkurvegi rétt eftir hádegi í dag. 2. desember 2016 13:02 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Ástæða þess að lítilli flugvél var nauðlent í Heiðmörk í desember síðastliðinum er sú að hún varð eldsneytislaus. Flugmaðurinn taldi sig hafa sett nóg bensín á vélina en svo reyndist ekki vera. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa á nauðlendingunni. Skömmu eftir hádegi þann 2. desember á síðasta ári barst barst flugturninum á Reykjavíkurflugvelli neyðarkall frá flugvélinni og fór viðbragðsáætlun í gang. Flugmanninum tókst hins vegar að lenda flugvélinni giftusamlega á Heiðmerkurvegi. Flugmaðurinn slapp ómeiddur og skemmdist vélin ekkert við nauðlendinguna. Við rannsókn rannsóknarnefndarinnar kom í ljós að eftir 1,6 klukkustunda flug byrjaði hreyfill vélarinnar að ganga óreglulega. Flugmaðurinn taldi flugvélina vera með eldsneyti til um þriggja klukkustunda flugs er hann lenti í Heiðmörk. Við vettvangsrannsókn RNSA í Heiðmörk kom í ljós að eldsneytisgeymar flugvélarinnar reyndust tómir. og ekki fundust nein ummerki um eldsneytisleka. Í ljós kom að flugmaðurinn hafði ekki tamið sér það verklag að staðfesta magn eldsneytis í eldsneytisgeymslum flugvélarinnar fyrir flug. Þess í stað studdist hann einungis við upplýsingar úr flugleiðsögutæki flugvélarinnar. Það tæki mælir ekki eldsneyti heldur styðst við innslegnar upplýsingar flugmanns sem settar. Þá kom einnig í ljós að stuðull sem var inni í flugleiðsögutækinu fyrir eldsneytisflæði var rangur fyrir hreyfla- og loftskrúfusamsetningu flugvélarinnar. Umtalsverð skekkja var þannig á upplýsingum um eldsneytismagn í flugvélinni. Rannsóknarnefnd beinir þeim tilmælum til flugmanna að kynna sér bækling Samgöngustöfu um hvernig megi koma í veg fyrir eldsneytisskort. Er málinu lokið af hálfu Rannsóknarnefndar.
Tengdar fréttir Lítil flugvél nauðlenti í Heiðmörk Lítilli flugvél var nauðlent á Heiðmerkurvegi rétt eftir hádegi í dag. 2. desember 2016 13:02 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Lítil flugvél nauðlenti í Heiðmörk Lítilli flugvél var nauðlent á Heiðmerkurvegi rétt eftir hádegi í dag. 2. desember 2016 13:02