Forstöðumaður á Landspítalanum segir það algjöra vitleysu að líma fyrir munninn á næturnar Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2017 18:44 Grein eftir einkaþjálfara vakti mikla athygli þar sem hann sagðist sofa með teipað fyrir munninn. Um algjöru vitleysu er að ræða segir forstöðumaður svefnmælinga hjá Landspítalanum. Vísir/Getty „Ég fann enga vísindagrein um þetta mál,“ segir dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala og formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, í samtali við Vísi um grein eftir einkaþjálfarann Rafn Franklín sem sagðist sofa með límband fyrir munninn til að sofa betur. Greinin hans Rafns vakti mikla athygli á Facebook og sömuleiðis grein sem var birt á Vísi um málið. Rafn heldur því fram að þessi aðferð hefði margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna, það er að segja að nota límband til að koma í veg fyrir að maður sofi með opinn munninn og andi þess í stað með nefinu, sem er fólki eðlislægt.Erna Sif Arnardóttir.Erna Sif segist í samtali við Vísi hafa leitað sérstaklega eftir því hvort það væru einhver vísindaleg rök fyrir að þetta gæti staðist, en fann þau hvergi. Eina vísindagreinin sem hún fann um málið var rannsókn á fólk sem er með astma. Rannsóknin náði yfir þrjátíu daga þar sem fólk svaf með límband fyrir munninn til að hvetja til neföndunar og hafði það engin áhrif á astmaeinkenni.Munnöndun á sér stað þegar eitthvað er að „Maður fer ekki yfir í munnöndun í svefni nema það sé eitthvað að; þrengingar, skekkja í nefi, ofnæmi eða einfaldlega kvef. Þá er einhver ástæða fyrir því að þú átt í erfiðleikum með að anda með nefinu og þá byrjar þú að anda með munninum. Þú leysir ekki vandann með því að teipa fyrir munninn á fólki,“ segir Erna. Hún segir eitt af helstu einkennum kæfisvefns vera þurran munn á morgnanna. „Þannig að ef fólk er að lenda ítrekað í því og upplifir syfju og þreytu að degi til er mun betra að það tali við sinn heimilislækni og láti athuga hvort það sé með kæfisvefn,“ segir Erna. Í grein sinni lýsti Rafn hrotum og allskonar vandræðum í svefni. Erna segir það gefa ástæðu til að athuga með kæfisvefn eða aðra svefnsjúkdóma. „Þú leysir maður ekki málin með því að teipa fyrir munninn á þér.“Erna segir það leysa engan vanda að teipa fyrir munn á fólki sem andar með munninum þegar það sefur.Vísir/GettySvefnrannsókn betri leið Erna Sif segir að mannfólkinu sé eðlislægt að anda með nefinu og að það sofi oft verr þegar það er t.d. kvefað af því að þá getur það ekki andað með nefinu. Ef vísbendingar eru um kæfisvefn, hrotur og öndunarerfiðleika á nóttunni, þá getur heimilislæknir vísað fólki í svefnrannsókn. Erna segir að boðið sé upp á svefnmælingu á Landspítalanum. Þar mætir fólk að degi til og fær einfaldan mælibúnað til að taka með sér heim. Þeir sem fá slíkan búnað sofa með hann í eina nótt. Síðan eru fengnar upplýsingar úr búnaðinum um svefn einstaklinga og hægt að fara í viðeigandi meðferð ef á þarf að halda.Nefsprey og aðgerðir Aðrar ástæður geta legið að baki sem valda því að fólk andar ekki með nefinu á nóttunni og við því eru ýmsar meðferðir, t.d. nefsprey og aðgerðir hjá háls- nef og eyrnalæknum ef þetta er að valda fólki miklum vandræðum. Einnig er mikilvægt að láta skoða börn sem eru með mikla munnöndun að nóttu á staðaldri, þar sem þetta er einnig einkenni kæfisvefns hjá börnum með víðtæk heilsufarsáhrif. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ segir Erna Sif. Tengdar fréttir Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Einkaþjálfarinn Rafn Franklín segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. 1. nóvember 2017 07:15 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
„Ég fann enga vísindagrein um þetta mál,“ segir dr. Erna Sif Arnardóttir, forstöðumaður svefnmælinga hjá Svefndeild Landspítala og formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags, í samtali við Vísi um grein eftir einkaþjálfarann Rafn Franklín sem sagðist sofa með límband fyrir munninn til að sofa betur. Greinin hans Rafns vakti mikla athygli á Facebook og sömuleiðis grein sem var birt á Vísi um málið. Rafn heldur því fram að þessi aðferð hefði margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna, það er að segja að nota límband til að koma í veg fyrir að maður sofi með opinn munninn og andi þess í stað með nefinu, sem er fólki eðlislægt.Erna Sif Arnardóttir.Erna Sif segist í samtali við Vísi hafa leitað sérstaklega eftir því hvort það væru einhver vísindaleg rök fyrir að þetta gæti staðist, en fann þau hvergi. Eina vísindagreinin sem hún fann um málið var rannsókn á fólk sem er með astma. Rannsóknin náði yfir þrjátíu daga þar sem fólk svaf með límband fyrir munninn til að hvetja til neföndunar og hafði það engin áhrif á astmaeinkenni.Munnöndun á sér stað þegar eitthvað er að „Maður fer ekki yfir í munnöndun í svefni nema það sé eitthvað að; þrengingar, skekkja í nefi, ofnæmi eða einfaldlega kvef. Þá er einhver ástæða fyrir því að þú átt í erfiðleikum með að anda með nefinu og þá byrjar þú að anda með munninum. Þú leysir ekki vandann með því að teipa fyrir munninn á fólki,“ segir Erna. Hún segir eitt af helstu einkennum kæfisvefns vera þurran munn á morgnanna. „Þannig að ef fólk er að lenda ítrekað í því og upplifir syfju og þreytu að degi til er mun betra að það tali við sinn heimilislækni og láti athuga hvort það sé með kæfisvefn,“ segir Erna. Í grein sinni lýsti Rafn hrotum og allskonar vandræðum í svefni. Erna segir það gefa ástæðu til að athuga með kæfisvefn eða aðra svefnsjúkdóma. „Þú leysir maður ekki málin með því að teipa fyrir munninn á þér.“Erna segir það leysa engan vanda að teipa fyrir munn á fólki sem andar með munninum þegar það sefur.Vísir/GettySvefnrannsókn betri leið Erna Sif segir að mannfólkinu sé eðlislægt að anda með nefinu og að það sofi oft verr þegar það er t.d. kvefað af því að þá getur það ekki andað með nefinu. Ef vísbendingar eru um kæfisvefn, hrotur og öndunarerfiðleika á nóttunni, þá getur heimilislæknir vísað fólki í svefnrannsókn. Erna segir að boðið sé upp á svefnmælingu á Landspítalanum. Þar mætir fólk að degi til og fær einfaldan mælibúnað til að taka með sér heim. Þeir sem fá slíkan búnað sofa með hann í eina nótt. Síðan eru fengnar upplýsingar úr búnaðinum um svefn einstaklinga og hægt að fara í viðeigandi meðferð ef á þarf að halda.Nefsprey og aðgerðir Aðrar ástæður geta legið að baki sem valda því að fólk andar ekki með nefinu á nóttunni og við því eru ýmsar meðferðir, t.d. nefsprey og aðgerðir hjá háls- nef og eyrnalæknum ef þetta er að valda fólki miklum vandræðum. Einnig er mikilvægt að láta skoða börn sem eru með mikla munnöndun að nóttu á staðaldri, þar sem þetta er einnig einkenni kæfisvefns hjá börnum með víðtæk heilsufarsáhrif. „Það er ýmislegt annað hægt að gera en að teipa fyrir munninn og um að gera að leita til læknis til að ræða málin frekar en að leita í slíka vitleysu,“ segir Erna Sif.
Tengdar fréttir Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Einkaþjálfarinn Rafn Franklín segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. 1. nóvember 2017 07:15 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Einkaþjálfarinn Rafn Franklín segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. 1. nóvember 2017 07:15