Fær 450 þúsund í bætur vegna aðgerða lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2017 23:30 Í lögregluskýrslu segir að upphaf málsins megi rekja til nafnslaus símtals til lögreglu Vísir/Eyþór Ríkissjóði hefur verið gert að greiða karlmanni 450 þúsund krónur í bætur vegna tilefnislausrar handtöku, líkamsleitar, leitar í bifreið hans sem og töku þvagsýnis í ágúst 2015. Maðurinn var á ferð með fjórum farþegum í bíl á Vesturlandsvegi í Hafnarfirði. Í lögregluskýrslu segir að upphaf málsins megi rekja til nafnslaus símtals til lögreglu þar sem lýst var grunsemdum um að bílnum væru fíkniefni og að maðurinn og annar farþegi væri undir áhrifum fíkniefna. Þegar bifreiðin var stöðvuð var stefnandi handtekinn og færður á lögreglustöðina á Akranesi. Þar var leitað á honum en ekkert saknæmt fannst við leitina. Hann var færður í fangaklefa og gert að gefa þvagsýni, sem reyndist neikvætt. Voru farþegar bílsins látnir sæta líkamsleit, þar á meðal sextán ára gömul stúlka sem látin var afklæðast. Henni hafa þegar verið dæmdar 800 þúsund krónur í bætur vegna þess. Ekkert saknæmt fannst á neinu þeirra og voru þau látin laus eftir tveggja til þriggja klukkustunda hald á lögreglustöðinni á Akranesi. Manninum var þó gert að greiða tíu þúsund krónur í sekt vegna þess að hjólbarðar voru í ólagi og að of margir farþegar voru í bílnum Maðurinn krafðist þess að fá eina og hálfa milljón króna í miskabætur vegna aðgerða lögreglu. Lögmaður ríkisins viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna aðgerða lögreglu en deilt var um fjárhæð miskabóta í málinu. Féllst héraðsdómur á það aðgerðir lögreglu hefði verið til þess fallnar að valda manninum miska. Héraðsdómur taldi þó að skaðabótakrafa væri of há miðað við atvik málsins, sem og dómaframvæmd. Þarf íslenska ríkið að greiða manninum 450 þúsund krónur í bætur en málflutningsþóknun lögmanns manns greiðist úr ríkissjóði, 796.640 krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Tengdar fréttir Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögregla vanvirti sextán ára stúlku á Akranesi með því að láta hana afklæðast Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða unglingsstúlku 800 þúsund krónur í miskabætur vegna líkamsleitar sem lögreglan á Akranesi framkvæmdi á henni í ágúst í fyrra, þegar hún var sextán ára. 16. nóvember 2016 21:00 Lögreglustjóri telur ekki hafa verið staðið rétt að líkamsleit á 16 ára stúlku Máli sextán ára stúlku sem lögreglan lét afklæðast í fangaklefa hefur veirð sent til héraðssaksóknara. 14. janúar 2016 16:54 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ríkissjóði hefur verið gert að greiða karlmanni 450 þúsund krónur í bætur vegna tilefnislausrar handtöku, líkamsleitar, leitar í bifreið hans sem og töku þvagsýnis í ágúst 2015. Maðurinn var á ferð með fjórum farþegum í bíl á Vesturlandsvegi í Hafnarfirði. Í lögregluskýrslu segir að upphaf málsins megi rekja til nafnslaus símtals til lögreglu þar sem lýst var grunsemdum um að bílnum væru fíkniefni og að maðurinn og annar farþegi væri undir áhrifum fíkniefna. Þegar bifreiðin var stöðvuð var stefnandi handtekinn og færður á lögreglustöðina á Akranesi. Þar var leitað á honum en ekkert saknæmt fannst við leitina. Hann var færður í fangaklefa og gert að gefa þvagsýni, sem reyndist neikvætt. Voru farþegar bílsins látnir sæta líkamsleit, þar á meðal sextán ára gömul stúlka sem látin var afklæðast. Henni hafa þegar verið dæmdar 800 þúsund krónur í bætur vegna þess. Ekkert saknæmt fannst á neinu þeirra og voru þau látin laus eftir tveggja til þriggja klukkustunda hald á lögreglustöðinni á Akranesi. Manninum var þó gert að greiða tíu þúsund krónur í sekt vegna þess að hjólbarðar voru í ólagi og að of margir farþegar voru í bílnum Maðurinn krafðist þess að fá eina og hálfa milljón króna í miskabætur vegna aðgerða lögreglu. Lögmaður ríkisins viðurkenndi skaðabótaskyldu ríkisins vegna aðgerða lögreglu en deilt var um fjárhæð miskabóta í málinu. Féllst héraðsdómur á það aðgerðir lögreglu hefði verið til þess fallnar að valda manninum miska. Héraðsdómur taldi þó að skaðabótakrafa væri of há miðað við atvik málsins, sem og dómaframvæmd. Þarf íslenska ríkið að greiða manninum 450 þúsund krónur í bætur en málflutningsþóknun lögmanns manns greiðist úr ríkissjóði, 796.640 krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Tengdar fréttir Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögregla vanvirti sextán ára stúlku á Akranesi með því að láta hana afklæðast Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða unglingsstúlku 800 þúsund krónur í miskabætur vegna líkamsleitar sem lögreglan á Akranesi framkvæmdi á henni í ágúst í fyrra, þegar hún var sextán ára. 16. nóvember 2016 21:00 Lögreglustjóri telur ekki hafa verið staðið rétt að líkamsleit á 16 ára stúlku Máli sextán ára stúlku sem lögreglan lét afklæðast í fangaklefa hefur veirð sent til héraðssaksóknara. 14. janúar 2016 16:54 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00
Lögregla vanvirti sextán ára stúlku á Akranesi með því að láta hana afklæðast Íslenska ríkinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær gert að greiða unglingsstúlku 800 þúsund krónur í miskabætur vegna líkamsleitar sem lögreglan á Akranesi framkvæmdi á henni í ágúst í fyrra, þegar hún var sextán ára. 16. nóvember 2016 21:00
Lögreglustjóri telur ekki hafa verið staðið rétt að líkamsleit á 16 ára stúlku Máli sextán ára stúlku sem lögreglan lét afklæðast í fangaklefa hefur veirð sent til héraðssaksóknara. 14. janúar 2016 16:54