Innlent

Ráðist á dyraverði í miðborginni

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í miðborginni í nótt. Myndin er úr safni.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í miðborginni í nótt. Myndin er úr safni. VÍSIR/KTD
Tveir menn voru handteknir fyrir að veitast að dyravörðum í miðborg Reykjavíkur í nótt. Annar dyravörðurinn var sleginn hnefahöggi í andlitið á skemmtistað en árásarmaðurinn hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Hann árásarmaðurinn sló til dyravarðar og var vistaður í fangaklefa í nótt.

Fleira gekk á í skemmtanalífinu í miðbænum í nótt. Skömmu fyrir kl. 2 var bíl ekið á stólpa við Hverfisbarinn og bifreiðinni svo ekið af vettvangi, að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Ekki löngu síðar varð stúlka fyrir því óláni að detta niður stiga á skemmtistað. Hún var færð á slysadeild til aðhlynningar.

Þá voru eigendur skemmtistaðar í miðbænum kærðir fyrir brot á lögum um veitingastaði. Þaðan hafði verið borið út áfengi auk þess sem borð og stólar voru enn fyrir utan staðinn eftir kl. 23:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×