Innlent

Bein útsending: Stjórnarmyndun og óvissa í kjaramálum í Víglínunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Formlegar stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hófust í gær og verður framhaldið í Reykjavík nú eftir hádegi. Reikna má með að það skýrist snemma í komandi viku hvort flokkarnir ná saman.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræðir úrslit þingkosninganna við Heimi Má Pétursson í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20 í dag.

Eitt stærsta viðfangsefni verðandi stjórnar og þings verður að tryggja jafnvægi á vinnumarkaði en kjarasamningar en samningar tugþúsund opinberra starfsmanna eru lausir eða að losna á næstunni.

Til að ræða stöðuna á vinnumarkaði koma þau Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM og Sigurður Bessason fyrsti forseti Alþýðusambandsins og formaður Eflingar í seinni hluta þáttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×