Kannast ekki við bandalag með Miðflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 16:41 Inga Sæland ræðir við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta Íslands. Vísir/Eyþór Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir það liggja í augum uppi að sá flokkur sem er með mestan þingstyrk að loknum kosningum eða sá sem geti talist sigurvegari kosninganna skuli fá umboð til stjórnarmyndunar. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í dag og átti þar við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Hún segist þó ekki kannast við að vera kominn í kosningabandalag með Miðflokknum. „Við drukkum alveg yndislegt kaffi og svo spjölluðum við um heima og geima og hið pólitíska landslag,“ sagði Inga um fundinn með forsetanum. Aðspurð um bandalag Flokks fólksins og Miðflokksins í stjórnarmyndunarviðræðum sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ýjaði að eftir sinn fund, sagðist Inga ekki kannast við neitt slíkt. „Ég hef nú ekki heyrt um neitt bandalag. Við spjölluðum nú bara saman í dag og Sigmundur var svo elskulegur að biðja bílstjórann sinn að skutla mér heim,“ sagði Inga. „En við erum afskaplega lík um margt í okkar stefnu þannig að eðli málsins samkvæmt tölum við saman.“Inga Sæland á fundi forseta í dag.Vísir/EyþórHún segir að Flokkur fólksins sé bæði reiðubúinn til að starfa í ríkisstjórn sem og í öflugri stjórnarandstöðu. Hún segir það vel koma til greina að slást í lið með fráfarandi stjórnarandstöðunni í ríkisstjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. „Við gengum óbundin til þessara kosninga og við erum enn óbundin þannig lagað séð, þó að sumir stjórnmálaflokkar séu meira inn á okkar stefnu en aðrir. Þannig að það væri lang farsælast ef við gætum þjappað saman þeim flokkum sem væru með svipuð og sambærileg málefni, en það kemur allt til greina hvað það varðar,“ segir Inga. Hún segir að enginn hafi leitað til hennar til formlegra viðræðna en hún finni þó engan kala í garð flokksins. „Það er bara afskaplega gaman núna og við erum að spjalla saman. Það eru svona o´formlega þreifingar eins og sagt er. Svo sjáum við hvað forsetinn gerir.“Hver finnst þér að ætti að fá umboðið? „Að mínu mati þá finnst mér það liggja nokkuð í augum uppi að annað hvort sá sem er með stærsta flokkinn eða sá sem er sigurvegari kosninganna.“Hver er sigurvegari kosninganna? „Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47 „Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48 Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39 Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Telja réttast að Katrín fái umboðið Það er mat Pírata að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, eigi að fá stjórnarmyndunarumboðið. 30. október 2017 15:50
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust fyrir tilviljun á Alþingi í morgun Formenn stjórnarandstöðuflokkanna áttu stuttan og óformlegan fund í húsakynnum Alþingis í morgun. Þetta staðfesti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þegar hann ræddi við fréttamenn að loknum fundi hans og forseta í dag. 30. október 2017 13:47
„Við vorum að koma af leynifundi“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að hann og Inga Sæland hafi verið að koma af leynifundi og því hafi hún verið í aftursæti bifreiðar hans þegar hann kom á fund forseta á Bessastöðum. 30. október 2017 14:48
Katrín byrjuð að ræða ríkisstjórnarsamstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana Katrín Jakobsdóttir hefur tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að hún telji réttast að hún fái umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 30. október 2017 11:39
Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. 30. október 2017 10:40
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45