Innlent

Veitingastaðir þurfa að tilkynna til heilbrigðiseftirlitsins ef þeir ætla að leyfa hunda og ketti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gæludýraeigendur geta tekið ferfætta vini sína með á vel valin veitingahús landsins en ekki fyrr en breyting á reglugerð hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Gæludýraeigendur geta tekið ferfætta vini sína með á vel valin veitingahús landsins en ekki fyrr en breyting á reglugerð hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Rekstraraðilar í Reykjavík, á borð við veitingastaði og kaffihús, þurfa að tilkynna það til Heilbrigðiseftirlits borgarinnar ef þeir ætla að leyfa hunda og ketti.

Sjá einnig:Gæludýr nú velkomin á veitingastaði

Þá þurfa veitingastaðirnir að „uppfylla kröfur sem fram koma í reglugerðinni varðandi aðstöðu og kröfur í matvælalöggjöf þannig að hægt sé að meta hvort hundar og kettir megi fara inn í veitingasali viðkomandi staða,“ að því er segir í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Í tilkynningunni er það jafnframt áréttað að breytingin á reglugerðinni um hollustuhætti varðandi gæludýr á veitingastöðum tekur ekki gildi fyrr en reglugerðin hefur verið birt í Stjórnartíðindum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×