Innlent

Töluvert tjón varð á salerni Setbergsskóla vegna elds

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi við Setbergsskóla í dag.
Frá vettvangi við Setbergsskóla í dag.
Um hádegisbil í dag var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað að Setbergsskóla í Hafnafirði þar sem eldur hafði komið upp á salerni á gangi skólans.  

Starfsmenn rýmdu skólann strax og náðu að slökkva eldinn með slökkvitæki en töluverður reykur fór um miðrými skólans.

Reyklúgur á þaki skólans voru opnaðar og blásarar frá slökkviliðinu notaðir til reykræstingar. Töluvert tjón varð á salerninu en viðbragðskerfi skólans var virkjað og gekk rýming mjög vel. Þá slasaðist enginn samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×