Gott að gleyma sér í söng Elín Albertsdóttir skrifar 12. október 2017 14:00 Þórdís Birna Borgarsdóttir, söngkona og námsmaður hefur tvisvar verið þátttakandi í Söngvakeppni sjónvarpsins. MYND/ERNIR Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni. Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Þórdís Birna Borgarsdóttir er Keflvíkingur sem fyrst vakti athygli í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra og síðan aftur á þessu ári þegar hún söng lagið Heim til þín ásamt þáverandi kærasta sínum, Júlí Heiðari. Þórdís Birna stundar nú nám af fullum krafti og segist ekki hafa mikinn tíma fyrir söng. Hún er í meistaranámi í hagnýtri sálfræði. „Ég er alltaf að syngja öðru hverju en námið gengur fyrir eins og er,“ segir hún. Ég ákvað reyndar að skrá mig í Háskólakórinn sem er nýtt söngform fyrir mér þar sem ég hef ekki mikið verið í hópsöng. Það er nauðsynlegt að gleyma sér í söng og næra sálina í leiðinni.“ Þótt nokkuð sé liðið frá Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2016 eru margir sem muna eftir rauðum samfestingi sem Þórdís Birna klæddist í keppninni. Hún pantaði hann á netinu frá bandarískri verslun og lét síðan breyta honum eftir eigin smekk. „Ég fékk ótrúlega góð viðbrögð við þessum klæðnaði enda kom hann vel út á skjánum,“ segir hún. „Í vetur klæddist ég bláum kjól í keppninni sem ég pantaði líka á netinu. Mér leið vel í þessum fötum á sviðinu.“ Hún segist samt ekki vera neitt sérstakt tískufrík. „Meirihlutinn af fötunum mínum eru íþróttaföt frá Nike en þegar ég kaupi mér hversdagsföt byrja ég yfirleitt í Zöru. Ég reyni að klæða mig í föt sem henta vexti mínum og líður best þannig. Annars er fatastíllinn minn mjög látlaus, aðallega til að koma í veg fyrir meiriháttar tískuslys,“ útskýrir Þórdís. „Ég er nokkuð dugleg að endurnýja fataskápinn og reyni að fylgjast eitthvað með en mér þætti best ef einhver myndi bara sjá um þetta fyrir mig.“Þórdís Birna Borgarsdóttir söngkona segist ekki vera tískufrík en hún var flott þegar hún steig á svið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.Hún stundar bootcamp af fullum krafti og finnst nauðsynlegt að mæta á æfingar og gleyma erfiðu námi stundarkorn. Þórdís Birna hefur mikinn áhuga á mat og mataræði og velur að borða hollan og næringarríkan mat. „Ég var til dæmis að gerast félagi í nýjum matarklúbbi en við ætlum að hittast reglulega og borða góðan mat. Það er margt spennandi að gerast hjá mér og bráðum kemur jólafrí. Matarklúbburinn stefnir á að fara til Parísar í matarævintýraferð. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram með grænmetisrétti, sérstaklega með baunum. Ég borða helst ekki kjöt og vonast til að matarklúbburinn leiði mig áfram í gerð grænmetisrétta. Mér finnst mjög gaman að elda.“ Þórdís Birna aftekur ekki að taka þátt í Söngvakeppinni aftur en henni fannst reynslan af keppninni mjög skemmtileg. Hún og Júlí Heiðar eru mjög góðir vinir og hafa unnið mikið saman. Þórdís á alveg von á að þau geri það áfram þótt þau séu ekki lengur kærustupar.Rauði samfestingurinn vakti mikla athygli.Þórdís lærði upphaflega söng í heimabænum. „Ég tók mikinn þátt í leikritum þegar ég var í grunnskóla,“ segir hún en Verzlunarskólinn varð síðan fyrir valinu þar sem hún tók þátt í þremur nemendauppfærslum. „Ég er ekkert mikið að reyna að koma mér á framfæri í söng þessa dagana enda á sálfræðin hug minn allan. Þetta fag heillaði mig og ég er mjög ánægð með að hafa valið það. Ég stefni á að vinna við sálfræðina í framtíðinni,“ segir Þórdís Birna sem örugglega á eftir að láta að sér kveða bæði í söngnum og sálfræðinni.
Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira