Háskólamenntun í heimabyggð Þórarinn Halldór Óðinsson skrifar 16. október 2017 09:00 Sókn í atvinnumálumÁ Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst. Auk þeirra starfrækir Háskóli Íslands 8 háskólasetur víðs vegar á landsbyggðinni. Það, að geta sótt sér háskólamenntun í heimabyggð, eru mikil forréttindi sem íbúar þeirra sveitarfélaga er hafa slíkar menntastofnanir hjá sér eru stoltir af og standa vörð um. Aukin menntun býr til aukin tækifæri, nýjar hugmyndir sem skapa ný fyrirtæki og ný störf. Það er því auðséð að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins vilji halda þessum tækifærum í sinni byggð, til að snúa við þeirri þróun sem var orðin hvað varðaði framboð starfa á landsbyggðinni sem kröfðust háskólamenntunar, sér í lagi í þeim landshlutum sem talin voru láglaunasvæði. Þá hafa rannsóknir sýnt að þeir sem afla sér framhaldsmenntunar í heimabyggð eru mun líklegri til áframhaldandi búsetu þar en hinir sem sækja menntastofnanir á öðrum landsvæðum. Menntun í heimabyggð er því ávísun á sókn í atvinnumálum landsbyggðarinnar.Baráttan fyrir menntastofnunum Íbúar í Borgarbyggð þekkja baráttuna fyrir menntastofnunum á svæðinu á eigin skinni. Það er ekki lengra en fjögur ár síðan að þær hugmyndir voru uppi um að fella starfsemi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri undir Háskóla Íslands vegna bágrar fjárhagsstöðu Landbúnaðarháskólans. Flytja átti því kennsluna til Reykjavíkur og starfrækja útibú á Hvanneyri undir merkjum Háskóla Íslands. Þessari tilhögun var mætt með mikilli gagnrýni frá aðilum tengdum landbúnaði og íbúum Borgarbyggðar. Það var skýr skoðun íbúa að standa þyrfti vörð um menntastofnanir landsbyggðarinnar og þau tækifæri sem þeim fylgja. Nú fjórum árum seinna eru um 370 nemendur skráðir í skólann og þar starfa rúmlega 80 manns. Skuldir Landbúnaðarháskólans við ríkissjóð voru skornar niður í lokafjárlögum 2015 en sú aðgerð bætti stöðu skólans sem nú sér fram á sóknarfæri í rannsóknum og nýsköpun tengdum landbúnaði. Í álitsgerð gerða af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi frá 2010 kom fram í mati á margfeldisáhrifum, að efnahagsleg áhrif Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Bifröst á Borgarbyggð væru í kringum 965 m. kr. vegna skólanna tveggja. Þegar þau áhrif voru borin saman við atvinnutekjur í Borgarbyggð, sem voru um 6,9 milljarðar króna, kom í ljós að efnahagsleg áhrif skólanna voru 14% af heildaratvinnutekjum.Hættan við aðgengi að námi óháð búsetu Þó að nú séu breyttir tímar og aðsókn í háskólanám með eindæmum góð eru enn þættir sem ógna háskólum á landsbyggðinni. Staðnemum í háskólum út á landi fer fækkandi en öflugt fjarnám skólanna komið í staðinn. Þjónusta háskólanna við nemendur er því ekki jafn staðbundin og áður var. Þá hafa tækniframfarir gjörbylt aðgengi nemenda að háskólanámi óháð búsetu þeirra hverju sinni og með símenntunarstöðvum út um allt land geta margir hverjir tekið lokapróf í sinni heimabyggð. Þessi þróun hefur leitt til þess að um 70 - 80% nemenda við Háskólann á Bifröst stunda nú nám sitt í fjarnámi. Föst búseta er lítil sem engin og það svæði sem áður var blómlegt háskólaþorp iðandi af lífi er nú m.a. orðin vettvangur fyrir hótelrekstur og önnur tilfallandi verkefni. Leikhljóð barna breyttust í útblástur frá hópferðabílum og þeir einu sem hlupu í hrauninu þetta sumarið voru á vegum Biggest Loser Ísland. Þetta kann vissulega að ógna starfsemi skólans á Bifröst og þeim störfum sem þar eru. Höfundur telur, að ef ekkert verður gert til að styðja við og rótfesta starfsemi skólans mun skapast sú hætta að við sjáum Háskólann á Bifröst og fleiri skóla breytast alfarið í bréfaskóla með aðsetur í Reykjavík.Greinin er hluti af átaki Nemendafélags Háskólans á Bifröst í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00 Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42 Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00 Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00 Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00 Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. 14. október 2017 09:00 Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00 Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49 Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15 Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00 Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39 Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00 Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Sókn í atvinnumálumÁ Íslandi búum við það vel að eiga sjö starfandi háskóla, þar af eru fjórir háskólar starfandi utan höfuðborgarsvæðisins. Háskólinn á Akureyri, Hólaskóli, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Háskólinn á Bifröst. Auk þeirra starfrækir Háskóli Íslands 8 háskólasetur víðs vegar á landsbyggðinni. Það, að geta sótt sér háskólamenntun í heimabyggð, eru mikil forréttindi sem íbúar þeirra sveitarfélaga er hafa slíkar menntastofnanir hjá sér eru stoltir af og standa vörð um. Aukin menntun býr til aukin tækifæri, nýjar hugmyndir sem skapa ný fyrirtæki og ný störf. Það er því auðséð að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins vilji halda þessum tækifærum í sinni byggð, til að snúa við þeirri þróun sem var orðin hvað varðaði framboð starfa á landsbyggðinni sem kröfðust háskólamenntunar, sér í lagi í þeim landshlutum sem talin voru láglaunasvæði. Þá hafa rannsóknir sýnt að þeir sem afla sér framhaldsmenntunar í heimabyggð eru mun líklegri til áframhaldandi búsetu þar en hinir sem sækja menntastofnanir á öðrum landsvæðum. Menntun í heimabyggð er því ávísun á sókn í atvinnumálum landsbyggðarinnar.Baráttan fyrir menntastofnunum Íbúar í Borgarbyggð þekkja baráttuna fyrir menntastofnunum á svæðinu á eigin skinni. Það er ekki lengra en fjögur ár síðan að þær hugmyndir voru uppi um að fella starfsemi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri undir Háskóla Íslands vegna bágrar fjárhagsstöðu Landbúnaðarháskólans. Flytja átti því kennsluna til Reykjavíkur og starfrækja útibú á Hvanneyri undir merkjum Háskóla Íslands. Þessari tilhögun var mætt með mikilli gagnrýni frá aðilum tengdum landbúnaði og íbúum Borgarbyggðar. Það var skýr skoðun íbúa að standa þyrfti vörð um menntastofnanir landsbyggðarinnar og þau tækifæri sem þeim fylgja. Nú fjórum árum seinna eru um 370 nemendur skráðir í skólann og þar starfa rúmlega 80 manns. Skuldir Landbúnaðarháskólans við ríkissjóð voru skornar niður í lokafjárlögum 2015 en sú aðgerð bætti stöðu skólans sem nú sér fram á sóknarfæri í rannsóknum og nýsköpun tengdum landbúnaði. Í álitsgerð gerða af Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi frá 2010 kom fram í mati á margfeldisáhrifum, að efnahagsleg áhrif Landbúnaðarháskólans og Háskólans á Bifröst á Borgarbyggð væru í kringum 965 m. kr. vegna skólanna tveggja. Þegar þau áhrif voru borin saman við atvinnutekjur í Borgarbyggð, sem voru um 6,9 milljarðar króna, kom í ljós að efnahagsleg áhrif skólanna voru 14% af heildaratvinnutekjum.Hættan við aðgengi að námi óháð búsetu Þó að nú séu breyttir tímar og aðsókn í háskólanám með eindæmum góð eru enn þættir sem ógna háskólum á landsbyggðinni. Staðnemum í háskólum út á landi fer fækkandi en öflugt fjarnám skólanna komið í staðinn. Þjónusta háskólanna við nemendur er því ekki jafn staðbundin og áður var. Þá hafa tækniframfarir gjörbylt aðgengi nemenda að háskólanámi óháð búsetu þeirra hverju sinni og með símenntunarstöðvum út um allt land geta margir hverjir tekið lokapróf í sinni heimabyggð. Þessi þróun hefur leitt til þess að um 70 - 80% nemenda við Háskólann á Bifröst stunda nú nám sitt í fjarnámi. Föst búseta er lítil sem engin og það svæði sem áður var blómlegt háskólaþorp iðandi af lífi er nú m.a. orðin vettvangur fyrir hótelrekstur og önnur tilfallandi verkefni. Leikhljóð barna breyttust í útblástur frá hópferðabílum og þeir einu sem hlupu í hrauninu þetta sumarið voru á vegum Biggest Loser Ísland. Þetta kann vissulega að ógna starfsemi skólans á Bifröst og þeim störfum sem þar eru. Höfundur telur, að ef ekkert verður gert til að styðja við og rótfesta starfsemi skólans mun skapast sú hætta að við sjáum Háskólann á Bifröst og fleiri skóla breytast alfarið í bréfaskóla með aðsetur í Reykjavík.Greinin er hluti af átaki Nemendafélags Háskólans á Bifröst í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun
Kjóstu menntun 28. október Nú liggur fyrir að kosið verður á ný til Alþingis, 364 dögum eftir síðustu kosningar. Hagsmunahreyfingar stúdenta telja nauðsynlegt að hafa málefni eins og fjármögnun háskólastigsins í forgrunni þegar kemur að vali á fulltrúum á þingi og umræðum um nýja ríkisstjórn. 2. október 2017 09:00
Mennt er máttur Menntun eykur þróun og nýsköpun og býr þannig til fleiri tækifæri og starfsmöguleika. Menntun eykur gagnrýna hugsun og hjálpar einstaklingum að finna hvar áhugasvið þeirra liggur. 12. október 2017 09:42
Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. 4. október 2017 09:00
Sagan um Sigga Það var mánudagsmorgun þegar söguhetjan okkar, Siggi, gekk um háskólasvæðið á leið í sinn fyrsta tíma sem háskólanemi. 7. október 2017 09:00
Þú færð helmingi minna en á Norðurlöndunum Ávinningur háskólanáms er mikill fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Hann hefur bein áhrif á efnahag, gildi, þekkingu og viðhorf einstaklinga, samfélaginu til bóta. 10. október 2017 09:00
Námsmenn erlendis og niðurskurðarhnífurinn Í þeim kosningum sem nú eru að ganga í garð er mikilvægt að setja menntun á dagskrá sem eitt af stóru kosningamálunum. Þótt tíminn sé naumur þangað til að gengið er að kjörkössunum er nauðsynlegt að vita hvaða sýn íslenskir stjórnmálamenn hafa varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og námsmenn erlendis. 14. október 2017 09:00
Undirfjármögnun kemur í veg fyrir sérhæfingu nemenda Mikilvægt er að nemendur fái tækifæri til þess að sérhæfa sig á hinum ýmsu námsleiðum en ekki aðeins brot af því sem þeim þeir hafa hug á að sérhæfa sig í. 6. október 2017 09:00
Landsbyggðin án háskóla? Í síðasta mánuði og í raun allt síðasta árið hefur skólinn minn verið að halda upp á þrjátíu ára afmælið sitt. Á tímamótum sem þessum er algengt að fara í sjálfsskoðun, við þekkjum þetta öll þegar við höfum náð ákveðnum áföngum í lífi okkar, aldur, atburður, útskrift eða ákveðin upplifun. 9. október 2017 09:49
Aftur til fortíðar - undirfjármögnun hægir á framförum Ætli hinn almenni borgari átti sig á mikilvægi málefnisins? Það er undir okkur öllum komið að berjast fyrir réttindum sem eru jafnvel talin sjálfsögð, en eru það ekki. 11. október 2017 12:15
Skiptir þessi háskóli máli? Nú rúmum 100 árum eftir stofnun hefur starfsemi Háskóla Íslands vaxið og dafnað eins og sjá má á auknum nemendafjölda. 3. október 2017 09:00
Hugvísindi í hættu Háskóli Íslands er í fyrsta skipti í hópi 250 bestu háskóla heims á sviði hugvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings 5. október 2017 09:39
Eru verðmætin fólgin í náttúrunni? Á næstum árum og áratugum munu eiga sér stað miklar breytingar á náttúrunni vegna hlýnunar loftslags sem gerist nú á fordæmalausum hraða. 8. október 2017 09:00
Hvar viljum við standa í fjórðu iðnbyltingunni? Háskólar á Íslandi hafa verið undirfjármagnaðir í alltof langan tíma. Hagsmunasamtök og rektorar háskólanna hafa reynt að skapa umræðu um vandamálið undir myllumerkinu #HáskólaríHættu og nú #KjóstuMenntun. 13. október 2017 09:00
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun