Endurskoða þarf reglur um lögbann á fjölmiðla Finnur Beck skrifar 19. október 2017 14:00 Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Finnur Beck Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun Stundarinnar um málefni forsætisráðherra og lögbann á tiltekinn fréttaflutning blaðsins vekur óhug meðal almennings og er til þess fallið að skapa tortryggni í samfélaginu. Frjálsir fjölmiðlar eru grundvallarstoð í okkar samfélagi og hlutverk þeirra ekki síst þýðingarmikið í aðdraganda kosninga. Þeir eru hins vegar ekki óskeikulir og hafa enda ekki færst undan ábyrgð sinni og kröfum um að standa við fréttir sína þegar því er haldið fram að þeir hafi borist af leið. Dómstólar munu skera úr um lögmæti lögbannsins gagnvart Stundinni, bæði að efni og formi, en tilvist þess og mögulega heimil beiting þess gefur enga að síður tilefni til almennrar skoðunar á heimildum einstaklinga og fyrirtækja til að freista þessa að stöðva tiltekinn fréttaflutning með víðtækum hætti. Fjölmiðlar bera ábyrgð Ólíkt því sem margir kynnu að halda eru fjölmiðlar og eftir atvikum starfsmenn þeirra ábyrgir gagnvart þeim sem þeir kunna að brjóta gegn með umfjöllun sinni. Þannig standa blaðamenn á hverjum degi andspænis því að kunna að sæta málshöfðunum þar sem gerð er krafa um refsi- eða fébótaábyrgð vegna starfa þeirra. Ábyrgð þeirra er mikil og þeir eiga allt undir því að rækja hlutverk sitt innan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsisins. Lögbann er í eðli sínu réttarfarshagræði þar sem talið er að í tilteknum tilfellum verði að grípa óvenju hratt inn í og leggja bann við byrjaðri eða yfirvofandi athöfn. Sá sem krefst þess verður enda að leggja fram fjárhagslega tryggingu ef sá sem sætir lögbanni skyldi bíða fjárhagslegt tjón af völdum bannsins. Hann á þannig rétt til bóta ef skilyrði lögbanns voru ekki uppfyllt. Tjónið er í mörgum tilfellum auðvelt að reikna s.s. ef fyrirtæki eiga í ágreiningi um hvort tiltekna vöru megi setja á markað vegna ágreinings um vörumerki. En þegar um er að ræða rétt fjölmiðils til að flytja fréttir og rétt almennings til upplýsinganna sem þar koma fram getur tjónið verið ómetanlegt, og alls ekki metið til fjár. Lögbann, sem veitt er á þeim hraða sem lögbannsúrræðið felur í sér, er því alls ekki heppilegt úrræði þegar kemur að fjölmiðlum og starfsemi þeirra. Tilefni til endurskoðunar Lögbann á Stundina gefur því fullt tilefni til að skoða hvort unnt sé að breyta lögum á þann veg að dómstólar komi á fyrsta stigi að mati á því hvort skilyrði þess séu uppfyllt í stað þess að það sé í höndum embættis sýslumanns. Þannig mætti tryggja vandaðri meðferð máls og ekki síst að viðkomandi fjölmiðill kæmi að fullum vörnum við afgreiðslu málsins. Höfundur er lögfræðingur, fyrrum fréttamaður og frambjóðandi í 4. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun