Börnin, skólar og símar Árný Björg Blandon skrifar 2. október 2017 11:59 Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Maður getur ekki orða bundist þegar maður heyrir fréttir um símanotkun barna í skólum í dag. Fyrst er maður orðlaus en þegar maður loksins getur farið að tjá sig þá er það svona: Það er ýmislegt að gerast í þjóðfélaginu okkar og margt sem farið hefur úr böndum, það er á hreinu, en að börn séu að nota farsímana sína á skólatíma er eitthvað sem manni hefði aldrei komið í hug að yrði samþykkt, hvorki af foreldrum, kennurum eða öðrum. Auðvitað er í góðu lagi að börnin taki símana með sér en það ætti að vera eðlilegasti hlutur að setja símana afsíðis eins og úlpur og skó á meðan á skólatímum stendur. Það þarf að búa til einhverjar reglur, setja þetta mál í einhvern eðlilegan farveg, þótt tækin séu eign barnanna. Skólanámið er mikilvægt og sérhver truflun óæskileg. Er ekki orðin ofnotkun á tölvum og símum í höndum barna okkar hvort eð er utan skólanna? Þessi tæki eru svo spennandi og við vitum sjálf að þau geta orðið vanabindandi, tímaþjófar og margt annað miður gott, þótt þau séu þarfaþing og skemmtileg afþreying innan marka. Að farsímanotkun sé leyfð á skólatíma er mér óskiljanleg þróun og veldur sannarlega vissum áhyggjum. Enda hefur komið fram að þessi dauðu tól eru mörgum vinsælli en lifandi skólavinir. Það getur ekki vísað á góða framtíð. Þetta er ekki góð þróun. Farsímar eru öryggistæki á leið í og úr skóla, en í skólunum njóta börnin öryggis kennara sinna og annara sem vinna með þeim. Þau hafa komist af án síma fram að þessu. Búa flest nær heimilum sínum og geta fengið að hringja á skólaskrifstofunni ef eitthvað kemur upp á eða foreldrar geta hringt í skólaskrifstofuna ef þau þurfa að ná í börnin sín. Sú leið hefur alltaf virkað.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar