Allt fyrir alla Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 20. september 2017 07:00 Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þúsund í 320 þúsund á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt.Gildrur að varast Það er mikilvægt að stöðug umræða og endurskoðun sé í gangi á íslensku skattkerfi. Sérstaklega fagnar undirritaður öllum tillögum um lækkun álagna á landsmenn. Ekki síst í ljósi þess að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja. Óraunhæfar tillögur í þá veru eru þó ekki til þess fallnar að vinna málstaðnum brautargengi. Það er erfitt að bera saman persónuafslátt á milli ólíkra kerfa. Skattleysismörk eru til að mynda þau sömu hvort sem þau eru 25 þúsund krónur í kerfi 25% tekjuskatts eða 50 þúsund krónur í kerfi 50% tekjuskatts. Það eru því margar gildrur að varast í umræðu um skattleysismörk og persónuafslátt.Trúverðugleiki? Gott dæmi er nýleg tillaga um að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990. Í fyrstu hljómar þetta sem yfirveguð hugmynd. En við nánari skoðun sést að tillagan er óraunhæf. Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Heildarkostnaður aðgerðarinnar væri metinn 130 milljarðar á ári. Til samanburðar er heildarframlag til heilbrigðismála um 190 milljarðar á ári.Smáatriði skipta máli Ekki dugar að horfa til fjölda framteljenda og margfalda með hækkun persónuafsláttar. Það væri ofmat þar sem hluti framteljenda nýtir ekki persónuafsláttinn til fulls. Fjöldi þessara framteljenda var 264.898 en þar af voru 49.253 með tekjur undir núverandi skattleysismörkum sem eru 149.192 krónur á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Þeir sem voru með tekjur á milli „nýju“ skattleysismarkanna og þeirra „gömlu“ voru 78.564 og voru meðaltekjur þeirra 241.314 krónur. Kostnaður ríkissjóðs vegna hærri persónuafsláttar þessara framteljenda hefði verið 34,2 milljarðar. Það er þá kostnaður af þeim sem hætta að greiða skatt í umræddri tillögu. Fjöldi þeirra sem voru yfir „nýju“ mörkunum var 137.081 og kostnaðurinn vegna þeirra væri 98,7 milljarðar. Kostnaður ríkissjóðs af því að endurskoða persónuafslátt til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 væri því að minnsta kosti 133 milljarðar og af þeirri fjárhæð færu 74% til þeirra tekjuhæstu.Vönduð vinnubrögð Við eigum að vera kröfuhörð þegar kemur að umræðu um skattkerfið. Tillagan um launavísitölutengdan persónuafslátt frá árinu 1990 myndi nánast þurrka út allar tekjur ríkissjóðs í gegnum tekjuskatt einstaklinga. Í fyrra námu þær ríflega 150 milljörðum en yrðu miðað við breytinguna um 20 milljarðar. Tekjur ríkissjóðs myndu þannig á augabragði dragast saman um 130 milljarða króna á ári. Ef ætlunin er að fækka þeim í einu vetfangi sem taka þátt í að greiða skatta verður það einungis gert með þeim hætti að velta þeim byrðum á aðra nema samsvarandi tekjusamdráttur komi á móti. Sú aðgerð myndi þýða verulega hækkun grunnskattprósentu og aukinheldur draga um leið kröftuglega úr hvata til vinnu fyrir þau 137 þúsund framteljenda sem fá þau „forréttindi“ að borga hærri skatta með tilheyrandi neikvæðri bjögun á framleiðslu og lífskjör í landinu. Þá er betur heima setið en af stað farið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Fljótt skipast veður í lofti. Nýverið kom fram sú hugmynd að endurskoða fjárhæð persónuafsláttar til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990. Það þýðir að skattleysismörkin hækka úr 150 þúsund í 320 þúsund á mánuði. Niðurstaðan er sú að kostnaður við þá aðgerð næmi ríflega 130 milljörðum króna á ári. Aðgerðin væri feikilega dýr og misráðin og hefði grundvallaráhrif á hvata til vinnu og þar með neikvæð áhrif á efnahagslífið allt.Gildrur að varast Það er mikilvægt að stöðug umræða og endurskoðun sé í gangi á íslensku skattkerfi. Sérstaklega fagnar undirritaður öllum tillögum um lækkun álagna á landsmenn. Ekki síst í ljósi þess að skattheimta á Íslandi er ein sú mesta meðal þróaðra ríkja. Óraunhæfar tillögur í þá veru eru þó ekki til þess fallnar að vinna málstaðnum brautargengi. Það er erfitt að bera saman persónuafslátt á milli ólíkra kerfa. Skattleysismörk eru til að mynda þau sömu hvort sem þau eru 25 þúsund krónur í kerfi 25% tekjuskatts eða 50 þúsund krónur í kerfi 50% tekjuskatts. Það eru því margar gildrur að varast í umræðu um skattleysismörk og persónuafslátt.Trúverðugleiki? Gott dæmi er nýleg tillaga um að persónuafsláttur verði endurskoðaður til samræmis við þróun launavísitölu frá árinu 1990. Í fyrstu hljómar þetta sem yfirveguð hugmynd. En við nánari skoðun sést að tillagan er óraunhæf. Persónuafsláttur er 52.907 krónur á mánuði en uppreiknaður miðað við launavísitölu árið 1990 verður hann 112.881 krónur. Við það lækka mánaðarlega skattgreiðslur hvers einstaklings, sem fullnýtir afsláttinn, um tæpar 60 þúsund krónur burt séð frá því hvar hann er í tekjudreifingu. Skattleysismörk myndu þannig hækka úr tæpum 150 þúsund í tæp 320 þúsund á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Heildarkostnaður aðgerðarinnar væri metinn 130 milljarðar á ári. Til samanburðar er heildarframlag til heilbrigðismála um 190 milljarðar á ári.Smáatriði skipta máli Ekki dugar að horfa til fjölda framteljenda og margfalda með hækkun persónuafsláttar. Það væri ofmat þar sem hluti framteljenda nýtir ekki persónuafsláttinn til fulls. Fjöldi þessara framteljenda var 264.898 en þar af voru 49.253 með tekjur undir núverandi skattleysismörkum sem eru 149.192 krónur á mánuði miðað við 4% framlag launþega í lífeyrissjóð. Þeir sem voru með tekjur á milli „nýju“ skattleysismarkanna og þeirra „gömlu“ voru 78.564 og voru meðaltekjur þeirra 241.314 krónur. Kostnaður ríkissjóðs vegna hærri persónuafsláttar þessara framteljenda hefði verið 34,2 milljarðar. Það er þá kostnaður af þeim sem hætta að greiða skatt í umræddri tillögu. Fjöldi þeirra sem voru yfir „nýju“ mörkunum var 137.081 og kostnaðurinn vegna þeirra væri 98,7 milljarðar. Kostnaður ríkissjóðs af því að endurskoða persónuafslátt til samræmis við launavísitölu frá árinu 1990 væri því að minnsta kosti 133 milljarðar og af þeirri fjárhæð færu 74% til þeirra tekjuhæstu.Vönduð vinnubrögð Við eigum að vera kröfuhörð þegar kemur að umræðu um skattkerfið. Tillagan um launavísitölutengdan persónuafslátt frá árinu 1990 myndi nánast þurrka út allar tekjur ríkissjóðs í gegnum tekjuskatt einstaklinga. Í fyrra námu þær ríflega 150 milljörðum en yrðu miðað við breytinguna um 20 milljarðar. Tekjur ríkissjóðs myndu þannig á augabragði dragast saman um 130 milljarða króna á ári. Ef ætlunin er að fækka þeim í einu vetfangi sem taka þátt í að greiða skatta verður það einungis gert með þeim hætti að velta þeim byrðum á aðra nema samsvarandi tekjusamdráttur komi á móti. Sú aðgerð myndi þýða verulega hækkun grunnskattprósentu og aukinheldur draga um leið kröftuglega úr hvata til vinnu fyrir þau 137 þúsund framteljenda sem fá þau „forréttindi“ að borga hærri skatta með tilheyrandi neikvæðri bjögun á framleiðslu og lífskjör í landinu. Þá er betur heima setið en af stað farið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun