Hjólabrettakappi fékk dæmdar bætur eftir furðulegt vespuslys Birgir Olgeirsson skrifar 22. september 2017 16:19 Slysið átti sér stað á Akureyri árið 2014. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu Vátryggingafélags Íslands á helmingi þess tjóns sem ungur maður varð fyrir þegar hann steig af hjólabretti á ferð eftir að hafa verið dreginn af vespu á töluverðri ferð á Akureyri. Maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hefði misst takið af bifhjólinu og dottið af brettinu. Í fallinu steig hann í hægri fótlegg sem bognaði í öfuga átt með þeim afleiðingum að hann hlaut rof á fremra krossbandi og einnig skemmdir í afturhluta innri liðþófa. Þetta átti sér stað í maí árið 2014 og sóttist maðurinn eftir bætum frá Vátryggingafélagi Íslands út frá ábyrgðartryggingu vespunnar. Vátryggingafélagið hafnaði þeirri kröfu á þeim grundvelli að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og því væri ekki til staðar bótaskylda úr ábyrgðartrygging ökutækisins. 17. apríl árið 2015, lenti maðurinn í öðru slysi þegar hann ók snjósleða fram af hengju og fékk snúningsáverka á hægra hnéð þannig að það yfirréttist. Fann hann fyrir verkjum og bólgu í hné eftir það slys og viðurkenndi Vátryggingafélagið bótaskyldu vegna þess atviks. Sóst var eftir mati á áverkum mannsins en ljóst var að ekki væri mögulegt að meta líkamstjón mannsins án þess að lagt yrði mat á það líkamstjón sem hann varð fyrir árið 2014. Niðurstaða matsmanna var á þann veg að tjón mannsins væri að jöfnu, þannig var varanleg örorka í slysinu metin 4 prósent og sama vegna slyssins árið 2015. Fyrr í ár fór maðurinn fram á að Vátryggingafélagið myndi endurskoða afstöðu sína vegna slyssins í maí árið 2014 en félagið hafnaði því og var málið höfðað fyrir dómstólum í framhaldi af því. Var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að Vátryggingafélag Íslands bæri ábyrgð á helmingi þess tjóns sem maðurinn varð fyrir í slysinu 2014. Var maðurinn talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að grípa aftan í vespuna, en ökumaður vespunnar var einnig talinn hafa sýnt af sér mikið gáleysi með því að aka henni á svo miklum hraða að maðurinn gat hlotið skaða af. Málskostnaður aðila var látinn niður falla og var það ákvörðun dómstólsins að gjafakostnaður mannsins, upp á 800 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira