Innlent

Gamall spádómur rættist þegar eldri hjón unnu milljónir í Lottó

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hjónin ætla að láta drauminn rætast um að kaupa sér nýjan bíl.
Hjónin ætla að láta drauminn rætast um að kaupa sér nýjan bíl. vísir/valli
Eldri hjón unnu 23,8 milljónir í Lottó á laugardag en þau komu til Getspár í vikunni til að vitja vinningsins.

Vinningsmiðinn var keyptur í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík á laugardaginn en frúin sagði starfsfólki Getspár frá því að þegar hún var ung kona hafi hún farið til spákonu sem sagði henni meðal annars að hún myndi vinna stóran vinning þegar hún yrði talsvert eldri.

„Hún lifði í voninni og því kom þetta henni ekkert sérstaklega mikið á óvart og átti samt sem áður erfitt með að trúa þessu.   Þau hjón keyra um á tólf ára gömlum bíl og ætla nú að láta drauminn um nýjan bíl, beint úr kassanum, rætast.  Starfsfólk Getspár óskar þessum nýju lottómilljónamæringum innilega til hamingju með vinninginn,“ segir í tilkynningu Getspár.

Leita að fleiri milljónamæringum

Þá biðlar Getspá til allra þeirra sem keyptu sér Lottómiða hjá Jolla í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. ágúst síðastliðinn (10 raða sjálfvalsmiði með Jóker) að skoða miðann sinn vel því á honum gæti reynst rúmlega 15 milljón króna skattfrjáls Lottóvinningur.

Jafnframt biðjum við alla íbúa Hveragerðis og aðra sem hafa keypt sér Lottómiða í Hveragerði, nánar tiltekið hjá 10 raða Lottómiði án Jókers sem var keyptur hjá Skeljungi í Hveragerði þriðjudaginn 15. ágúst að skoða miðann sinn vel því á honum gætu verið rúmlega 20 skattfrjálsar milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×