Juholt afhendir trúnaðarbréf: Kom til landsins með Norrænu Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2017 15:55 Håkan Juholt og Guðni Th. Jóhannesson. Forsetaembættið Håkan Juholt, fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmannaflokksins, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Í frétt á vef forsetaembættisins segir að á fundinum hafi verið rætt um farsæl samskipti ríkjanna til margra ára og möguleika á auknum viðskiptum. Sömuleiðis var rætt um samvinnu á sviði menningar, mennta og listar. Þá var efnt til móttöku, sendiherranum til heiðurs. Juholt kom til landsins á þriðjudaginn í síðustu viku en hann kom til landsins með Norrænu. Í viðtali við Östra Småland Nyheterna frá í síðustu viku segir hann það hafa verið magnaða stund að stíga niður fæti á Seyðisfirði og að hann finni fyrir mikilli auðmýkt nú þegar hann stígur sín fyrstu skref í stöðu sendiherra.Vill skilja Íslendinga Aðspurður um ástæður þess að hann og Åsa, eiginkona hans, hafi ákveðið að sigla til Íslands í stað þess að fljúga segir hann að þau hafi viljað öðlast meiri skilning á þeim aðstæðum sem Íslendingar búi við. „Þess vegna kusum við að taka bátinn. Ég vil skilja fjarlægðirna – og hafið, sem er sá raunveruleiki sem Íslendingar búa við. Þeir hafa lifað á fiski og allir þekkja einhvern sem hafa farist í sjóslysum.“ Juholt segist ekki hafa lært mikla íslensku enn sem komið er, einungis nokkur orðatiltæki. Hann segir markmið sitt í stöðu sendiherra vera að fá fleiri íslensk ungmenni til halda til náms í Svíþjóð og lokka fleiri íslenska ferðamenn til Svíþjóðar. Þá vonast hann til að vekja áhuga Íslendinga á sænskum timburhúsum.Langur þingferill Juholt tekur við stöðu sendiherra af Bosse Hedberg sem lét nýverið af störfum eftir um fjögurra ára starf. Juholt gegndi formennsku í sænska Jafnaðarmannaflokknum í tæpa tíu mánuði, frá mars 2011 til janúar 2012. Hann lét af þingmennsku síðasta haust eftir að hafa átt þar sæti í 22 ár. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Håkan Juholt, fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmannaflokksins, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Í frétt á vef forsetaembættisins segir að á fundinum hafi verið rætt um farsæl samskipti ríkjanna til margra ára og möguleika á auknum viðskiptum. Sömuleiðis var rætt um samvinnu á sviði menningar, mennta og listar. Þá var efnt til móttöku, sendiherranum til heiðurs. Juholt kom til landsins á þriðjudaginn í síðustu viku en hann kom til landsins með Norrænu. Í viðtali við Östra Småland Nyheterna frá í síðustu viku segir hann það hafa verið magnaða stund að stíga niður fæti á Seyðisfirði og að hann finni fyrir mikilli auðmýkt nú þegar hann stígur sín fyrstu skref í stöðu sendiherra.Vill skilja Íslendinga Aðspurður um ástæður þess að hann og Åsa, eiginkona hans, hafi ákveðið að sigla til Íslands í stað þess að fljúga segir hann að þau hafi viljað öðlast meiri skilning á þeim aðstæðum sem Íslendingar búi við. „Þess vegna kusum við að taka bátinn. Ég vil skilja fjarlægðirna – og hafið, sem er sá raunveruleiki sem Íslendingar búa við. Þeir hafa lifað á fiski og allir þekkja einhvern sem hafa farist í sjóslysum.“ Juholt segist ekki hafa lært mikla íslensku enn sem komið er, einungis nokkur orðatiltæki. Hann segir markmið sitt í stöðu sendiherra vera að fá fleiri íslensk ungmenni til halda til náms í Svíþjóð og lokka fleiri íslenska ferðamenn til Svíþjóðar. Þá vonast hann til að vekja áhuga Íslendinga á sænskum timburhúsum.Langur þingferill Juholt tekur við stöðu sendiherra af Bosse Hedberg sem lét nýverið af störfum eftir um fjögurra ára starf. Juholt gegndi formennsku í sænska Jafnaðarmannaflokknum í tæpa tíu mánuði, frá mars 2011 til janúar 2012. Hann lét af þingmennsku síðasta haust eftir að hafa átt þar sæti í 22 ár.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira