Juholt afhendir trúnaðarbréf: Kom til landsins með Norrænu Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2017 15:55 Håkan Juholt og Guðni Th. Jóhannesson. Forsetaembættið Håkan Juholt, fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmannaflokksins, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Í frétt á vef forsetaembættisins segir að á fundinum hafi verið rætt um farsæl samskipti ríkjanna til margra ára og möguleika á auknum viðskiptum. Sömuleiðis var rætt um samvinnu á sviði menningar, mennta og listar. Þá var efnt til móttöku, sendiherranum til heiðurs. Juholt kom til landsins á þriðjudaginn í síðustu viku en hann kom til landsins með Norrænu. Í viðtali við Östra Småland Nyheterna frá í síðustu viku segir hann það hafa verið magnaða stund að stíga niður fæti á Seyðisfirði og að hann finni fyrir mikilli auðmýkt nú þegar hann stígur sín fyrstu skref í stöðu sendiherra.Vill skilja Íslendinga Aðspurður um ástæður þess að hann og Åsa, eiginkona hans, hafi ákveðið að sigla til Íslands í stað þess að fljúga segir hann að þau hafi viljað öðlast meiri skilning á þeim aðstæðum sem Íslendingar búi við. „Þess vegna kusum við að taka bátinn. Ég vil skilja fjarlægðirna – og hafið, sem er sá raunveruleiki sem Íslendingar búa við. Þeir hafa lifað á fiski og allir þekkja einhvern sem hafa farist í sjóslysum.“ Juholt segist ekki hafa lært mikla íslensku enn sem komið er, einungis nokkur orðatiltæki. Hann segir markmið sitt í stöðu sendiherra vera að fá fleiri íslensk ungmenni til halda til náms í Svíþjóð og lokka fleiri íslenska ferðamenn til Svíþjóðar. Þá vonast hann til að vekja áhuga Íslendinga á sænskum timburhúsum.Langur þingferill Juholt tekur við stöðu sendiherra af Bosse Hedberg sem lét nýverið af störfum eftir um fjögurra ára starf. Juholt gegndi formennsku í sænska Jafnaðarmannaflokknum í tæpa tíu mánuði, frá mars 2011 til janúar 2012. Hann lét af þingmennsku síðasta haust eftir að hafa átt þar sæti í 22 ár. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Håkan Juholt, fyrrverandi formaður sænskra Jafnaðarmannaflokksins, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni trúnaðarbréf sitt í gær en hann hefur tekið til starfa sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Í frétt á vef forsetaembættisins segir að á fundinum hafi verið rætt um farsæl samskipti ríkjanna til margra ára og möguleika á auknum viðskiptum. Sömuleiðis var rætt um samvinnu á sviði menningar, mennta og listar. Þá var efnt til móttöku, sendiherranum til heiðurs. Juholt kom til landsins á þriðjudaginn í síðustu viku en hann kom til landsins með Norrænu. Í viðtali við Östra Småland Nyheterna frá í síðustu viku segir hann það hafa verið magnaða stund að stíga niður fæti á Seyðisfirði og að hann finni fyrir mikilli auðmýkt nú þegar hann stígur sín fyrstu skref í stöðu sendiherra.Vill skilja Íslendinga Aðspurður um ástæður þess að hann og Åsa, eiginkona hans, hafi ákveðið að sigla til Íslands í stað þess að fljúga segir hann að þau hafi viljað öðlast meiri skilning á þeim aðstæðum sem Íslendingar búi við. „Þess vegna kusum við að taka bátinn. Ég vil skilja fjarlægðirna – og hafið, sem er sá raunveruleiki sem Íslendingar búa við. Þeir hafa lifað á fiski og allir þekkja einhvern sem hafa farist í sjóslysum.“ Juholt segist ekki hafa lært mikla íslensku enn sem komið er, einungis nokkur orðatiltæki. Hann segir markmið sitt í stöðu sendiherra vera að fá fleiri íslensk ungmenni til halda til náms í Svíþjóð og lokka fleiri íslenska ferðamenn til Svíþjóðar. Þá vonast hann til að vekja áhuga Íslendinga á sænskum timburhúsum.Langur þingferill Juholt tekur við stöðu sendiherra af Bosse Hedberg sem lét nýverið af störfum eftir um fjögurra ára starf. Juholt gegndi formennsku í sænska Jafnaðarmannaflokknum í tæpa tíu mánuði, frá mars 2011 til janúar 2012. Hann lét af þingmennsku síðasta haust eftir að hafa átt þar sæti í 22 ár.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira