Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áfram verður fjallað um sögulega atburðarrás síðasta sólahrings í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður rætt við Bjarna Benediktsson um stjórnarslitin og aðdraganda þeirra, kosningarnar sem boðaðar hafa verið og næstu skref.

Þá verður rætt við Björtu Ólafsdóttur, umhverfisráðherra og þingmann Bjartrar framtíðar, og Þorstein Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, í beinni útsendingu. Við munum síðan heyra í kjósendum um viðhorf þeirra til tíðinda síðasta sólarhrings og kynnum okkur hvernig fjallað hefur verið um tíðindin í erlendum miðlum.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×