Lífið

Mario ekki lengur pípulagningamaður

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mario hefur notið ómældra vinsælda undanfarna áratugi.
Mario hefur notið ómældra vinsælda undanfarna áratugi. Vísir/Getty
Mario er ekki lengur pípulagningamaður ef marka má opinbera heimasíðu Nintendo.

Hinn glaðlega teiknimynda- og tölvuleikafígúra hefur lengi verið þekkt fyrir störf sín við pípulagningar. Í þáttunum The Super Mario Bros. Super Show! sem sýndir voru um árabil á Stöð 2 voru skiptilyklarnir og tangirnar til að mynda aldrei langt undan.

En nú virðist hafa orðið breyting á ef marka má nýlega uppfærslu á japanskri heimasíðu tæknirisans Nintendo. Þar má finna kynningar á öllum helstu persónum í Mario-sagnabálkinum og þar segir um sjálfa aðalpersónuna:

„Mikill íþróttamaður; sama hvort það er tennis eða hafnabolti, fótbolti eða kappakstur þá stundar hann [Mario] allt sem er svalt,“ segir í þýðingu Kotaku. „Það sem meira er, hann virðist hafa starfað við pípulagningar fyrir löngu síðan...“

Þetta orðalag gefur óneitanlega til kynna að Mario starfi ekki lengur við pípulagningar og það sem meira er; hann var ekki pípulagningamaður þegar hann var fyrst kynntur til sögunnar.

Þegar hann kom fyrst fyrir sjónir almeninngs í Donkey Kong árið 1981, þá undir heitinu „Jumpman,“ þá var hann smiður enda gerðist leikurinn á byggingasvæði.

Að sögn Shigeru Miyamotu, eins fremsta tölvuleikahönnuður Nintendo, hafi það ekki verið fyrr en með tilkomu Luigi í Mario Bros árið 1983 sem Mario varð pípulagningamaður. Leikurinn hafi að miklu leyti gerst neðanjarðar og því hafi það verið eðlilegt að Mario myndi starfa við pípulagningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×