Hótaði lögreglumönnum og börnum þeirra lífláti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. júní 2017 15:58 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur á Selfossi. Vísir/Rósa Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þrjú brot gegn valdstjórninni. Brotin áttu sér stað frá 6. september 2015 til 15. desember 2016. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 6. september 2015 slegið mann með glerflösku í höfuðið þannig að flaskan brotnaði og maðurinn hlaut fjóra skurði á höfuðið. Þann sama dag þegar lögregla var að færa manninn í fangaklefa sparkaði hann í nárann á lögreglumanni þegar annar lögreglumaður hafai ætlað að losa af honum handjárn, en atvikið náðist á myndband í öryggismyndavél á lögreglustöðinni á Selfossi. Þriðja brotið átti sér stað þann 20. nóvember 2016 þegar maðurinn var í fangaklefa vegna annars máls sem meðal annars hafði varðað íkveikju á almannafæri. Maðurinn sást í öryggismyndavél hafa verið með kveikjara falinn í sokknum sínum og verið að kveikja eld í klefa sínum. Hafi þá lögreglumenn farið í klefann, fært manninn í viðurkennd lögreglutök og fundið kveikjarann. Þegar þeir hafi verið á leið út úr klefanum hafi maðurinn hótað börnum þeirra lífláti og sagt að hann myndi „senda menn til að ganga frá þeim.“ Hann hafi svo kallað á eftir þeim að börnin þeirra myndu hafa verra af. Þann 15. desember 2016 voru lögreglumenn að flytja manninn með lyftu niður á fangagang á lögreglustöðinni á Selfossi, en hann hafði þá verið handtekinn vegna annars máls. Í lyftunni hafi hann byrjað að hreyta í þá fúkyrðum og hótað þeim orðrétt „að hann muni ganga frá okkur, hann fengi menn til þess“.Í dómnum segir einnig að hann hafi þegar lögreglumenn hafi tekið hann lögreglutökum í klefa náð að losa hægri hönd sína og kýla í innanvert hægra læri annars lögreglumannsins. Sem fyrr segir var maðurinn, sem hefur ítrekað verið dæmdur í fangelsi fyrir ýmis brot, dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar. Þá var honum einnig gert að greiða allan sakakostnað, alls rúmlega eina milljón króna. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í tíu mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og þrjú brot gegn valdstjórninni. Brotin áttu sér stað frá 6. september 2015 til 15. desember 2016. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 6. september 2015 slegið mann með glerflösku í höfuðið þannig að flaskan brotnaði og maðurinn hlaut fjóra skurði á höfuðið. Þann sama dag þegar lögregla var að færa manninn í fangaklefa sparkaði hann í nárann á lögreglumanni þegar annar lögreglumaður hafai ætlað að losa af honum handjárn, en atvikið náðist á myndband í öryggismyndavél á lögreglustöðinni á Selfossi. Þriðja brotið átti sér stað þann 20. nóvember 2016 þegar maðurinn var í fangaklefa vegna annars máls sem meðal annars hafði varðað íkveikju á almannafæri. Maðurinn sást í öryggismyndavél hafa verið með kveikjara falinn í sokknum sínum og verið að kveikja eld í klefa sínum. Hafi þá lögreglumenn farið í klefann, fært manninn í viðurkennd lögreglutök og fundið kveikjarann. Þegar þeir hafi verið á leið út úr klefanum hafi maðurinn hótað börnum þeirra lífláti og sagt að hann myndi „senda menn til að ganga frá þeim.“ Hann hafi svo kallað á eftir þeim að börnin þeirra myndu hafa verra af. Þann 15. desember 2016 voru lögreglumenn að flytja manninn með lyftu niður á fangagang á lögreglustöðinni á Selfossi, en hann hafði þá verið handtekinn vegna annars máls. Í lyftunni hafi hann byrjað að hreyta í þá fúkyrðum og hótað þeim orðrétt „að hann muni ganga frá okkur, hann fengi menn til þess“.Í dómnum segir einnig að hann hafi þegar lögreglumenn hafi tekið hann lögreglutökum í klefa náð að losa hægri hönd sína og kýla í innanvert hægra læri annars lögreglumannsins. Sem fyrr segir var maðurinn, sem hefur ítrekað verið dæmdur í fangelsi fyrir ýmis brot, dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar. Þá var honum einnig gert að greiða allan sakakostnað, alls rúmlega eina milljón króna.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira